Viðskipti erlent

Bolton tapar á falli Landsbankans

Borgarstjórn Bolton á Englandi hefur einungis fengið 16 prósent tilbaka af þeim fjármunum sem borgarstjórnin lagði inn á innlánsreikninga Heritable bank, dótturfélags Landsbankans á Bretlandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að borgarstjórnin fengi um 80% af fjárfestingum sínum tilbaka en nú bendir hins vegar allt til þess að borgarstjórnin fái einungis 70% af fjárfestingum sínum tilbaka.

Viðskipti erlent

Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá

Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn.

Viðskipti erlent

CSA skilar rúmlega 13 milljarða tapi

Tékkneska ríkisflugfélagið (CSA) tapaði tæplega 103 milljónum dollara eða rúmlega 13 milljörðum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Sem kunnugt er af fréttum hefur Icelandair áhuga á því að kaupa flugfélagið í samvinnu við tékkneska félagið Unimex.

Viðskipti erlent

Ben Bernanke skipaður seðlabankastjóri Bandaríkjanna

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað seðlabankastjórann Ben Bernanke til áframhaldandi setu sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð. Fyrirfram hafði verið búist við að forsetinn myndi tilkynna opinberlega um ráðninguna í dag eins og raunin varð.

Viðskipti erlent

Enn fækkar starfsmönnum hjá Lloyds TSB

Breski bankinn Lloyds TSB heldur áfram að fækka starfsmönnum. Nú hafa forsvarsmenn bankans ákveðið að segja upp 200 starfsmönnum í janúar næstkomandi. Með þessum uppsögnum er fjöldi uppsagna hjá bankanum kominn í 7500 á innan við ári.

Viðskipti erlent

Bernanke fær annað kjörtímabil

Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í London á miklu skriði

FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London heldur áfram að hækka í ljósi væntinga fjárfesta um að efnahagslægðin í heiminum sé á undanhaldi. Vísitalan hefur hækkað verulega síðan um miðjan júlí og er hún núna kominn yfir 4900 stig.

Viðskipti erlent

Toyota innkallar 690 þúsund bíla

Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota, hefur innkallað allt að 690 þúsund bíla vegna bilana í rafdrifnum rúðum. Toyota bílarnir eru sem kunnugt er framleiddir í Japan en þeir bílar sem innkallaðir hafa verið voru framleiddir í Kína.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í morgun

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í morgun eins og þau hafa gert síðustu daga. Þykir þetta vísbending um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta um að kreppan sé að slaka á klónni og að líkur séu á því að fjármálamarkaðir um heim allan séu að rétta úr kútnum.

Viðskipti erlent

Bresk bílaframleiðsla að koma til

Bílaframleiðsla í Bretlandi hefur dregist talsvert saman, en nýframleiddum bílum fækkaði um 17,9 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var hins vegar sá minnsti á ársgrundvelli það sem af er árs.

Viðskipti erlent

Líflegt á breskum fasteignamarkaði

Fjöldi kaupsamninga á breska fasteignamarkaðinum jókst um 17% í júlí frá mánuðinum á undan. Um 76 þúsund fasteignir á verðinu 40 þúsund pund og meira voru seldar í mánuðinum og er þetta mesta fasteignasala á Bretlandi í einum mánuði síðan í Maí 2008. Í júní síðastliðnum seldust 65 þúsund fasteignir á sama verðbili.

Viðskipti erlent

Eins manns dauði er annars manns brauð

Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolwoths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores.

Viðskipti erlent

Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum

Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári.

Viðskipti erlent

Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm

Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði.

Viðskipti erlent