Viðskipti erlent Föroya Banki ætlar að bjóða í Fionia Bank í Danmörku Föroya Banki ætlar að leggja fram tilboð í meirihluta Fionia Bank í Danmörku en sá banki komst í þrot s.l. vor. Þurftu dönsk stjórnvöld þá að leggja tæplega 800 milljónir danskra kr. í bankann og jafnframt yfirtók danska fjármálaeftirlitið starfsemi hans. Viðskipti erlent 27.8.2009 14:38 Bankadrottning Nígeríu fundin og komin í yfirheyrslur Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:41 Bolton tapar á falli Landsbankans Borgarstjórn Bolton á Englandi hefur einungis fengið 16 prósent tilbaka af þeim fjármunum sem borgarstjórnin lagði inn á innlánsreikninga Heritable bank, dótturfélags Landsbankans á Bretlandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að borgarstjórnin fengi um 80% af fjárfestingum sínum tilbaka en nú bendir hins vegar allt til þess að borgarstjórnin fái einungis 70% af fjárfestingum sínum tilbaka. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:09 Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Viðskipti erlent 27.8.2009 10:14 Börsen: Skráning Össurar góðs viti fyrir markaðinn Skráning Össurar hf. í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú efsta frétt á vefsíðunni börsen.dk undir fyrirsögninni: Íslensk kauphallarburjun góðs viti fyrir dönsk hlutabréf. Viðskipti erlent 27.8.2009 09:30 Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Viðskipti erlent 26.8.2009 13:46 JP Morgan hækkar verðmat sitt á Storebrand verulega Greiningardeild JP Morgan hefur hækkað verðmat sitt verulega á hlutum í norska tryggingarisanum Storebrand eða úr 28 kr. norskum á hlut og upp í 38 kr. norskar. Greint er frá þessu á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 26.8.2009 09:42 Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Viðskipti erlent 26.8.2009 08:34 CSA skilar rúmlega 13 milljarða tapi Tékkneska ríkisflugfélagið (CSA) tapaði tæplega 103 milljónum dollara eða rúmlega 13 milljörðum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Sem kunnugt er af fréttum hefur Icelandair áhuga á því að kaupa flugfélagið í samvinnu við tékkneska félagið Unimex. Viðskipti erlent 25.8.2009 14:36 Ben Bernanke skipaður seðlabankastjóri Bandaríkjanna Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað seðlabankastjórann Ben Bernanke til áframhaldandi setu sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð. Fyrirfram hafði verið búist við að forsetinn myndi tilkynna opinberlega um ráðninguna í dag eins og raunin varð. Viðskipti erlent 25.8.2009 13:52 Enn fækkar starfsmönnum hjá Lloyds TSB Breski bankinn Lloyds TSB heldur áfram að fækka starfsmönnum. Nú hafa forsvarsmenn bankans ákveðið að segja upp 200 starfsmönnum í janúar næstkomandi. Með þessum uppsögnum er fjöldi uppsagna hjá bankanum kominn í 7500 á innan við ári. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:36 Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:30 Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. Viðskipti erlent 25.8.2009 10:42 Bernanke fær annað kjörtímabil Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Viðskipti erlent 25.8.2009 08:02 Veðurteymi aðstoðar við birgðastýringu Breska matvöruverslunin Tesco hefur brugðið á það ráð að koma á fót eigin veðurteymi sem aðlagar birgðahald fyrirtækisins að breyttu veðurfari á Bretlandi. Viðskipti erlent 24.8.2009 14:01 Hlutabréf í London á miklu skriði FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London heldur áfram að hækka í ljósi væntinga fjárfesta um að efnahagslægðin í heiminum sé á undanhaldi. Vísitalan hefur hækkað verulega síðan um miðjan júlí og er hún núna kominn yfir 4900 stig. Viðskipti erlent 24.8.2009 11:45 Toyota innkallar 690 þúsund bíla Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota, hefur innkallað allt að 690 þúsund bíla vegna bilana í rafdrifnum rúðum. Toyota bílarnir eru sem kunnugt er framleiddir í Japan en þeir bílar sem innkallaðir hafa verið voru framleiddir í Kína. Viðskipti erlent 24.8.2009 10:26 Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í morgun eins og þau hafa gert síðustu daga. Þykir þetta vísbending um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta um að kreppan sé að slaka á klónni og að líkur séu á því að fjármálamarkaðir um heim allan séu að rétta úr kútnum. Viðskipti erlent 24.8.2009 08:47 Bresk bílaframleiðsla að koma til Bílaframleiðsla í Bretlandi hefur dregist talsvert saman, en nýframleiddum bílum fækkaði um 17,9 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var hins vegar sá minnsti á ársgrundvelli það sem af er árs. Viðskipti erlent 23.8.2009 18:28 Kínverskt olíuvinnslufyrirtæki margfaldar hagnað sinn Kínverska olíuvinnslufyrirtækið Sinopec ferfaldaði hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við árið 2009. Hagnaðurinn nemur 33,2 milljörðum yuan, andvirði um 610 milljarða króna. Viðskipti erlent 23.8.2009 14:32 Líflegt á breskum fasteignamarkaði Fjöldi kaupsamninga á breska fasteignamarkaðinum jókst um 17% í júlí frá mánuðinum á undan. Um 76 þúsund fasteignir á verðinu 40 þúsund pund og meira voru seldar í mánuðinum og er þetta mesta fasteignasala á Bretlandi í einum mánuði síðan í Maí 2008. Í júní síðastliðnum seldust 65 þúsund fasteignir á sama verðbili. Viðskipti erlent 21.8.2009 14:48 Eins manns dauði er annars manns brauð Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolwoths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Viðskipti erlent 21.8.2009 11:56 Evran styrkist og evrópsk hlutabréf hækka Evran hefur styrkst og hlutabréf í Evrópu hafa hækkað eftir jákvæðar fréttir af þjónustugeiranum i Þýskalandi og aukningu landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í Þýskalandi og Frakklandi. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:40 Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:11 Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Viðskipti erlent 20.8.2009 16:15 Unnið að sjónvarpsmynd um Lehman Brothers BBC vinnur nú að sjónvarpsmynd um gjaldþrot Lehman Brothers og er hún á dagskrá í október. Viðskipti erlent 19.8.2009 19:13 Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna við opnun markaða á morgun, 20. ágúst 2009. Alfesca hf. verður tekið úr OMXI6 Úrvalsvísitölunni eftir lokun markaða í dag, 19. ágúst vegna yfirtökutilboðs í félagið frá 26. júní 2009. Viðskipti erlent 19.8.2009 16:30 Bandarískur prófessor: Íslendingar, lítið ykkur nær „[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Viðskipti erlent 19.8.2009 10:36 Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 18.8.2009 11:28 Hærri verðbólga á Bretlandi en búist var við Tólf mánaða verðbólga á Bretlandi stóð í stað í júlí og mælist enn 1,8% en sérfræðingar höfðu spáð því að draga myndi úr verðbólgunni í mánuðinum og hún myndi mælast 1,5%. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Viðskipti erlent 18.8.2009 10:38 « ‹ 293 294 295 296 297 298 299 300 301 … 334 ›
Föroya Banki ætlar að bjóða í Fionia Bank í Danmörku Föroya Banki ætlar að leggja fram tilboð í meirihluta Fionia Bank í Danmörku en sá banki komst í þrot s.l. vor. Þurftu dönsk stjórnvöld þá að leggja tæplega 800 milljónir danskra kr. í bankann og jafnframt yfirtók danska fjármálaeftirlitið starfsemi hans. Viðskipti erlent 27.8.2009 14:38
Bankadrottning Nígeríu fundin og komin í yfirheyrslur Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:41
Bolton tapar á falli Landsbankans Borgarstjórn Bolton á Englandi hefur einungis fengið 16 prósent tilbaka af þeim fjármunum sem borgarstjórnin lagði inn á innlánsreikninga Heritable bank, dótturfélags Landsbankans á Bretlandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að borgarstjórnin fengi um 80% af fjárfestingum sínum tilbaka en nú bendir hins vegar allt til þess að borgarstjórnin fái einungis 70% af fjárfestingum sínum tilbaka. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:09
Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Viðskipti erlent 27.8.2009 10:14
Börsen: Skráning Össurar góðs viti fyrir markaðinn Skráning Össurar hf. í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú efsta frétt á vefsíðunni börsen.dk undir fyrirsögninni: Íslensk kauphallarburjun góðs viti fyrir dönsk hlutabréf. Viðskipti erlent 27.8.2009 09:30
Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Viðskipti erlent 26.8.2009 13:46
JP Morgan hækkar verðmat sitt á Storebrand verulega Greiningardeild JP Morgan hefur hækkað verðmat sitt verulega á hlutum í norska tryggingarisanum Storebrand eða úr 28 kr. norskum á hlut og upp í 38 kr. norskar. Greint er frá þessu á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 26.8.2009 09:42
Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Viðskipti erlent 26.8.2009 08:34
CSA skilar rúmlega 13 milljarða tapi Tékkneska ríkisflugfélagið (CSA) tapaði tæplega 103 milljónum dollara eða rúmlega 13 milljörðum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Sem kunnugt er af fréttum hefur Icelandair áhuga á því að kaupa flugfélagið í samvinnu við tékkneska félagið Unimex. Viðskipti erlent 25.8.2009 14:36
Ben Bernanke skipaður seðlabankastjóri Bandaríkjanna Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað seðlabankastjórann Ben Bernanke til áframhaldandi setu sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð. Fyrirfram hafði verið búist við að forsetinn myndi tilkynna opinberlega um ráðninguna í dag eins og raunin varð. Viðskipti erlent 25.8.2009 13:52
Enn fækkar starfsmönnum hjá Lloyds TSB Breski bankinn Lloyds TSB heldur áfram að fækka starfsmönnum. Nú hafa forsvarsmenn bankans ákveðið að segja upp 200 starfsmönnum í janúar næstkomandi. Með þessum uppsögnum er fjöldi uppsagna hjá bankanum kominn í 7500 á innan við ári. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:36
Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:30
Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. Viðskipti erlent 25.8.2009 10:42
Bernanke fær annað kjörtímabil Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Viðskipti erlent 25.8.2009 08:02
Veðurteymi aðstoðar við birgðastýringu Breska matvöruverslunin Tesco hefur brugðið á það ráð að koma á fót eigin veðurteymi sem aðlagar birgðahald fyrirtækisins að breyttu veðurfari á Bretlandi. Viðskipti erlent 24.8.2009 14:01
Hlutabréf í London á miklu skriði FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London heldur áfram að hækka í ljósi væntinga fjárfesta um að efnahagslægðin í heiminum sé á undanhaldi. Vísitalan hefur hækkað verulega síðan um miðjan júlí og er hún núna kominn yfir 4900 stig. Viðskipti erlent 24.8.2009 11:45
Toyota innkallar 690 þúsund bíla Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota, hefur innkallað allt að 690 þúsund bíla vegna bilana í rafdrifnum rúðum. Toyota bílarnir eru sem kunnugt er framleiddir í Japan en þeir bílar sem innkallaðir hafa verið voru framleiddir í Kína. Viðskipti erlent 24.8.2009 10:26
Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í morgun eins og þau hafa gert síðustu daga. Þykir þetta vísbending um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta um að kreppan sé að slaka á klónni og að líkur séu á því að fjármálamarkaðir um heim allan séu að rétta úr kútnum. Viðskipti erlent 24.8.2009 08:47
Bresk bílaframleiðsla að koma til Bílaframleiðsla í Bretlandi hefur dregist talsvert saman, en nýframleiddum bílum fækkaði um 17,9 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var hins vegar sá minnsti á ársgrundvelli það sem af er árs. Viðskipti erlent 23.8.2009 18:28
Kínverskt olíuvinnslufyrirtæki margfaldar hagnað sinn Kínverska olíuvinnslufyrirtækið Sinopec ferfaldaði hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við árið 2009. Hagnaðurinn nemur 33,2 milljörðum yuan, andvirði um 610 milljarða króna. Viðskipti erlent 23.8.2009 14:32
Líflegt á breskum fasteignamarkaði Fjöldi kaupsamninga á breska fasteignamarkaðinum jókst um 17% í júlí frá mánuðinum á undan. Um 76 þúsund fasteignir á verðinu 40 þúsund pund og meira voru seldar í mánuðinum og er þetta mesta fasteignasala á Bretlandi í einum mánuði síðan í Maí 2008. Í júní síðastliðnum seldust 65 þúsund fasteignir á sama verðbili. Viðskipti erlent 21.8.2009 14:48
Eins manns dauði er annars manns brauð Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolwoths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Viðskipti erlent 21.8.2009 11:56
Evran styrkist og evrópsk hlutabréf hækka Evran hefur styrkst og hlutabréf í Evrópu hafa hækkað eftir jákvæðar fréttir af þjónustugeiranum i Þýskalandi og aukningu landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í Þýskalandi og Frakklandi. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:40
Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:11
Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Viðskipti erlent 20.8.2009 16:15
Unnið að sjónvarpsmynd um Lehman Brothers BBC vinnur nú að sjónvarpsmynd um gjaldþrot Lehman Brothers og er hún á dagskrá í október. Viðskipti erlent 19.8.2009 19:13
Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna við opnun markaða á morgun, 20. ágúst 2009. Alfesca hf. verður tekið úr OMXI6 Úrvalsvísitölunni eftir lokun markaða í dag, 19. ágúst vegna yfirtökutilboðs í félagið frá 26. júní 2009. Viðskipti erlent 19.8.2009 16:30
Bandarískur prófessor: Íslendingar, lítið ykkur nær „[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Viðskipti erlent 19.8.2009 10:36
Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 18.8.2009 11:28
Hærri verðbólga á Bretlandi en búist var við Tólf mánaða verðbólga á Bretlandi stóð í stað í júlí og mælist enn 1,8% en sérfræðingar höfðu spáð því að draga myndi úr verðbólgunni í mánuðinum og hún myndi mælast 1,5%. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Viðskipti erlent 18.8.2009 10:38