Viðskipti erlent Danskur fasteignarisi í vanda, FIH meðal lánadrottna Framtíð Essex Invest, næststærsta fasteignafélags Danmerkur er nú óljós. Stærstu lánadrottnar félagsins eru FIH bankinn og Danske Bank en fjöldi annarra lánastofnana, danskra og erlendra hefur einnig lánað félaginu. Viðskipti erlent 6.11.2009 10:19 Royal Unibrew hækkar um 11,4% í Kaupmannahöfn Hlutabréf í Royal Unibrew hafa hækkað um 11,4% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Er verðið á hlut komið í 171 danska kr. Lægst fór verðið í ár niður í 40 danskar kr. á hlut í apríl s.l. Viðskipti erlent 6.11.2009 09:37 Royal Unibrew skilar mjög góðu uppgjöri Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew skiluðu mjög góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 102 milljónum danskra kr., eða um 2,5 milljörðrum kr. fyrir skatta. Viðskipti erlent 6.11.2009 08:34 FIH bankinn hefur afskrifað lán fyrir 24 milljarða á árinu FIH bankinn í Danmörku hefur afskrifað lán upp á 955 milljónir danskra kr. eða rétt tæpa 24 milljarða kr. á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Hinsvegar varð hagnaður af rekstri bankans á þriðja ársfjórðungi upp á 191 milljón danskra kr. eða um 4,7 milljarða kr. fyrir skatt. Viðskipti erlent 6.11.2009 08:21 Englandsbanki heldur stýrivöxtum óbreyttum í 0,5% Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5% og er þetta áttundi mánuðurinn í röð sem slíkt gerist. Viðskipti erlent 5.11.2009 13:17 Fyrrum landstjóri Manar yfirheyrður vegna Kaupþings Donald Gelling, fyrrum landstjóri ( chief minister) á eyjunni Mön verður yfirheyrður af sérstakri rannsóknarnefnd þingsins á Mön sem rannsakar nú hrun Singer & Friedlander banka Kaupþings á eyjunni. Viðskipti erlent 5.11.2009 09:35 Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Viðskipti erlent 5.11.2009 08:07 Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Viðskipti erlent 4.11.2009 09:44 SuperBest í Danmörku seldi 120.000 flöskur af fölsku víni Dagvörukeðjan SuperBest hefur síðan 2007 selt um 120.000 flöskur af fölsku rauðvíni. Í ljós hefur komið að hin dýru ítölsku rauðvín Amarone voru blönduð með ódýrum frönskum borðvínum áður en tappað var á flöskurnar á Ítalíu. Viðskipti erlent 4.11.2009 08:51 Atvinnuleysi á Spáni vex Nærri hundrað þúsund manns misstu vinnuna á Spáni í október. Atvinnulausir þar eru nú 3,8 milljónir og hefur þeim fjölgað um 990 þúsund undanfarið ár. Viðskipti erlent 4.11.2009 03:30 Endurskoðandi Madoffs játar sekt David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið. Viðskipti erlent 4.11.2009 01:30 Buffett fer í stærstu yfirtökuna á ferli sínum Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hefur ákveðið að fara í stærstu yfirtökuna á ferli sínum. Fjárfestingafélag hans. Berkshire Hathaway, hefur ákveðið að kaupa 77% hlut í járnbrautarfélaginu Burlington Northern Santa Fe Corp. Viðskipti erlent 3.11.2009 16:04 Elvis ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga Elvis Persley er ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga í heiminum. Tískukóngurinn Yves Saint Laurent hefur velt honum úr sessi. Raunar er Elvis dottinn niður í fjórða sæti listans en Michael Jackson kemur sterkur inn í þriðja sætið. Viðskipti erlent 3.11.2009 10:22 Danske Bank hefur afskrifað yfir 500 milljarða á árinu Danske Bank hefur neyðst til að afskrifa 20,7 milljarða danskra kr., eða ríflega 500 milljarða kr., á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankinn skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðung en hann fær samt þungt högg við opnun markaðarins í Kaupmannahöfn í morgun og hafa hlutir í honum lækkað um 5%. Viðskipti erlent 3.11.2009 08:53 Nordea í dómsmáli vegna kaupa í íslensku bönkunum Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð. Viðskipti erlent 3.11.2009 08:21 RBS kunngerir 3.700 uppsagnir Breski bankinn Royal Bank of Scotland mun á næstunni segja upp 3.700 starfsmönnum sínum, sem eru um 14 prósent þeirra tæplega 26.000 sem í heildina starfa hjá bankanum. Viðskipti erlent 3.11.2009 07:04 Virgin vill kaupa í bresku bönkunum sem eru til sölu Milljarðamæringurinn sir Richard Branson er klár í að kaupa hluta af bresku stórbönkunum Royal Bank of Scotland, Northern Rock og Lloyds Banking Group. Viðskipti erlent 2.11.2009 14:47 Mikil veltuauking á Nasdaq OMX Nordic markaðinum Meðalvirði viðskipta á dag með hlutabréf var 465 milljarðar íslenskra króna, miðað við 391 milljarð síðustu 12 mánuði á Nasdaq OMX Nordic markaðinum í október. Meðalfjöldi viðskipta á dag var 223,478, miðað við 212,927 á síðasta 12 mánaða tímabili. Viðskipti erlent 2.11.2009 14:27 NunaMinerals finnur meira af gulli á Grænlandi Námufyrirtækið NunaMinerals hafa fundið gull í tveimur af fimm borholum sínum á tvemur nýju leitarsvæðum á Grænlandi. Gullið hefur fundist á Niagornaasuk- og Qoorormiutsvæðunum á suðurhluta Grænlands. Viðskipti erlent 2.11.2009 13:48 Danir íhuga að skattleggja lífeyrisgreiðslur við innborgun Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. Viðskipti erlent 2.11.2009 11:19 Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja. Viðskipti erlent 2.11.2009 10:08 Gjaldþrot Roskilde Bank kostar hvern Dana 50.000 krónur Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:58 Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum orðin 115 talsins í ár Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum eru orðin 115 talsins í ár og um helgina óskaði bandaríski stórbankinn CIT Group eftir greiðslustöðvun. Reiknað er með að fjárhagsvandamál bankans muni kosta bandaríska skattgreiðendur 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:40 Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. Viðskipti erlent 1.11.2009 19:00 Tesco vildi Tony sem andlit sitt Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki. Viðskipti erlent 1.11.2009 14:16 Keypti Möltufálkann á átta milljarða Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni. Viðskipti erlent 1.11.2009 07:45 Væntanlegur stór hluthafi í MP banka sakaður um mútur Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. Viðskipti erlent 31.10.2009 12:04 Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum. Viðskipti erlent 31.10.2009 10:46 Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. Viðskipti erlent 30.10.2009 15:16 Fer í mál við framleiðenda Lynx vegna kvennmannsleysis Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx Viðskipti erlent 30.10.2009 13:47 « ‹ 284 285 286 287 288 289 290 291 292 … 334 ›
Danskur fasteignarisi í vanda, FIH meðal lánadrottna Framtíð Essex Invest, næststærsta fasteignafélags Danmerkur er nú óljós. Stærstu lánadrottnar félagsins eru FIH bankinn og Danske Bank en fjöldi annarra lánastofnana, danskra og erlendra hefur einnig lánað félaginu. Viðskipti erlent 6.11.2009 10:19
Royal Unibrew hækkar um 11,4% í Kaupmannahöfn Hlutabréf í Royal Unibrew hafa hækkað um 11,4% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Er verðið á hlut komið í 171 danska kr. Lægst fór verðið í ár niður í 40 danskar kr. á hlut í apríl s.l. Viðskipti erlent 6.11.2009 09:37
Royal Unibrew skilar mjög góðu uppgjöri Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew skiluðu mjög góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 102 milljónum danskra kr., eða um 2,5 milljörðrum kr. fyrir skatta. Viðskipti erlent 6.11.2009 08:34
FIH bankinn hefur afskrifað lán fyrir 24 milljarða á árinu FIH bankinn í Danmörku hefur afskrifað lán upp á 955 milljónir danskra kr. eða rétt tæpa 24 milljarða kr. á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Hinsvegar varð hagnaður af rekstri bankans á þriðja ársfjórðungi upp á 191 milljón danskra kr. eða um 4,7 milljarða kr. fyrir skatt. Viðskipti erlent 6.11.2009 08:21
Englandsbanki heldur stýrivöxtum óbreyttum í 0,5% Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5% og er þetta áttundi mánuðurinn í röð sem slíkt gerist. Viðskipti erlent 5.11.2009 13:17
Fyrrum landstjóri Manar yfirheyrður vegna Kaupþings Donald Gelling, fyrrum landstjóri ( chief minister) á eyjunni Mön verður yfirheyrður af sérstakri rannsóknarnefnd þingsins á Mön sem rannsakar nú hrun Singer & Friedlander banka Kaupþings á eyjunni. Viðskipti erlent 5.11.2009 09:35
Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Viðskipti erlent 5.11.2009 08:07
Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Viðskipti erlent 4.11.2009 09:44
SuperBest í Danmörku seldi 120.000 flöskur af fölsku víni Dagvörukeðjan SuperBest hefur síðan 2007 selt um 120.000 flöskur af fölsku rauðvíni. Í ljós hefur komið að hin dýru ítölsku rauðvín Amarone voru blönduð með ódýrum frönskum borðvínum áður en tappað var á flöskurnar á Ítalíu. Viðskipti erlent 4.11.2009 08:51
Atvinnuleysi á Spáni vex Nærri hundrað þúsund manns misstu vinnuna á Spáni í október. Atvinnulausir þar eru nú 3,8 milljónir og hefur þeim fjölgað um 990 þúsund undanfarið ár. Viðskipti erlent 4.11.2009 03:30
Endurskoðandi Madoffs játar sekt David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið. Viðskipti erlent 4.11.2009 01:30
Buffett fer í stærstu yfirtökuna á ferli sínum Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hefur ákveðið að fara í stærstu yfirtökuna á ferli sínum. Fjárfestingafélag hans. Berkshire Hathaway, hefur ákveðið að kaupa 77% hlut í járnbrautarfélaginu Burlington Northern Santa Fe Corp. Viðskipti erlent 3.11.2009 16:04
Elvis ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga Elvis Persley er ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga í heiminum. Tískukóngurinn Yves Saint Laurent hefur velt honum úr sessi. Raunar er Elvis dottinn niður í fjórða sæti listans en Michael Jackson kemur sterkur inn í þriðja sætið. Viðskipti erlent 3.11.2009 10:22
Danske Bank hefur afskrifað yfir 500 milljarða á árinu Danske Bank hefur neyðst til að afskrifa 20,7 milljarða danskra kr., eða ríflega 500 milljarða kr., á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankinn skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðung en hann fær samt þungt högg við opnun markaðarins í Kaupmannahöfn í morgun og hafa hlutir í honum lækkað um 5%. Viðskipti erlent 3.11.2009 08:53
Nordea í dómsmáli vegna kaupa í íslensku bönkunum Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð. Viðskipti erlent 3.11.2009 08:21
RBS kunngerir 3.700 uppsagnir Breski bankinn Royal Bank of Scotland mun á næstunni segja upp 3.700 starfsmönnum sínum, sem eru um 14 prósent þeirra tæplega 26.000 sem í heildina starfa hjá bankanum. Viðskipti erlent 3.11.2009 07:04
Virgin vill kaupa í bresku bönkunum sem eru til sölu Milljarðamæringurinn sir Richard Branson er klár í að kaupa hluta af bresku stórbönkunum Royal Bank of Scotland, Northern Rock og Lloyds Banking Group. Viðskipti erlent 2.11.2009 14:47
Mikil veltuauking á Nasdaq OMX Nordic markaðinum Meðalvirði viðskipta á dag með hlutabréf var 465 milljarðar íslenskra króna, miðað við 391 milljarð síðustu 12 mánuði á Nasdaq OMX Nordic markaðinum í október. Meðalfjöldi viðskipta á dag var 223,478, miðað við 212,927 á síðasta 12 mánaða tímabili. Viðskipti erlent 2.11.2009 14:27
NunaMinerals finnur meira af gulli á Grænlandi Námufyrirtækið NunaMinerals hafa fundið gull í tveimur af fimm borholum sínum á tvemur nýju leitarsvæðum á Grænlandi. Gullið hefur fundist á Niagornaasuk- og Qoorormiutsvæðunum á suðurhluta Grænlands. Viðskipti erlent 2.11.2009 13:48
Danir íhuga að skattleggja lífeyrisgreiðslur við innborgun Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. Viðskipti erlent 2.11.2009 11:19
Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja. Viðskipti erlent 2.11.2009 10:08
Gjaldþrot Roskilde Bank kostar hvern Dana 50.000 krónur Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:58
Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum orðin 115 talsins í ár Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum eru orðin 115 talsins í ár og um helgina óskaði bandaríski stórbankinn CIT Group eftir greiðslustöðvun. Reiknað er með að fjárhagsvandamál bankans muni kosta bandaríska skattgreiðendur 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:40
Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. Viðskipti erlent 1.11.2009 19:00
Tesco vildi Tony sem andlit sitt Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki. Viðskipti erlent 1.11.2009 14:16
Keypti Möltufálkann á átta milljarða Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni. Viðskipti erlent 1.11.2009 07:45
Væntanlegur stór hluthafi í MP banka sakaður um mútur Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. Viðskipti erlent 31.10.2009 12:04
Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum. Viðskipti erlent 31.10.2009 10:46
Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. Viðskipti erlent 30.10.2009 15:16
Fer í mál við framleiðenda Lynx vegna kvennmannsleysis Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx Viðskipti erlent 30.10.2009 13:47