Viðskipti erlent

Indverjar opna smásölumarkaðinn fyrir risakeðjum

Stjórnvöld í Indlandi hafa ákveðið að opna smálsölumarkaðinn í landinu fyrir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum, en til þessa hefur markaðurinn verið bundinn við innlend fyrirtæki, sem mörg hver eru risavaxin. Nýtt regluverk gerir ráð fyrir að alþjóðleg fyrirtæki megi eiga allt að 51 prósent eignarhlut í fyrirtækjum sem starfa á smásölumarkaði í Indlandi. Talið er nær öruggt að bandarísku keðjurnar Walmart og Tesco muni ráðandi hluti í indverskum fyrirtækjum, en þær hafa sótt það fast undanfarin ár, án þess að stjórnvöld hafi heimilað það.

Viðskipti erlent

iPhone 5 kominn út- Lengri, léttari og þynnri

"Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Viðskipti erlent

Örlög evrunnar ráðast eftir skamma stund

Örlög evrunnar ráðast nú eftir skamma stund en þá mun stjórnlagadómstóll Þýskalands í Karlsruhe kveða upp úrskurð sinn um hvort stöðuleikasjóður evrusvæðisins, svokallaður ESM sjóður, er í samræmist ákvæðum þýsku stjórnarskrárinnar.

Viðskipti erlent

Ár til stefnu fyrir stjórnvöld annars lækkar lánshæfiseinkunnin

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa um það bil ár til þess að ná betri tökum á ríkisfjármálunum annars mun Moody's lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr hæstu einkunn, AAA. Frá þessu er greint á vefsíðu fagtímaritsins Forbes í dag, og er þar vitnað til greiningar frá Moody's. Í henni kemur fram að ef raunhæf áætlun um hvernig megi minnka fjárlagahallann og lækka skuldir ríkissjóðs landsins, verður ekki samþykkt og hrint í framkvæmd fyrir lok næsta árs, þá muni Moody's lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Viðskipti erlent

Nýjar hagtölur frá Kína valda áhyggjum

Nýjar hagtölur frá Kína, sem sýna mun minni vöxt í útflutningi en spáð hafði verið, þykja renna frekari stoðum undir það að ekki sé enn kominn sá tímapunktur að hið alþjóðlega efnahagslíf fari að taka við sér á nýjan leik, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

iPhone er stærri en Microsoft

Apple mun að öllum líkindum kynna nýjasta snjallsíma sinn, iPhone 5, í næstu viku. Vinsældir iPhone snjallsímanna síðustu ár eru með ólíkindum en þetta litla raftæki hefur innsiglað stöðu Apple sem eins stærsta fyrirtækis veraldar. En hversu vinsæll er iPhone í raun og veru?

Viðskipti erlent

Fáni ESB brenndur í Grikklandi

Rúmlega 15 þúsund mótmælendur voru í gær saman komnir í borginni Thessaloniki, næststærstu borg Grikklands, til að mótmæla niðurskurði og skerðingu lífeyrissparnaðar sem grísk stjórnvöld hafa þurft að innleiða sem eitt af skilyrðum vegna fjárhagslegrar aðstoðar frá evruríkjunum og AGS. En björgunarpakkinn er nauðsynlegur til að forða ríkinu frá gjaldþroti.

Viðskipti erlent

33ja milljarða bakreikningur

Framkvæmdastjórn ESB hefur kallað eftir endurgreiðslu á 215 milljónum evra, sem jafngildir rúmum 33 milljörðum króna, sem þrettán aðildarríki höfðu fengið út úr sjóðum sambandsins í gegnum styrkjakerfi sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar.

Viðskipti erlent

Skammtímalækningum Seðlabanka Evrópu vel tekið

Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði.

Viðskipti erlent

Verkfall lamar starfsemi Lufthansa

Verkfall sem hófst á miðnætti í nótt hefur lamað megnið af starfsemi flugfélagsins Lufthansa í Þýskalandi. Verkfallið mun standa í sólarhring og nær til þriggja stærstu flugvalla landsins.

Viðskipti erlent

Fjárfestar ánægðir með yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu

Hlutabréfavísitölur hækkuðu víðast hvar á alþjóðamörkuðum í dag, og eru hækkanirnar raktar til yfirlýsinga Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, þess efnis að bankinn muni grípa til þess að kaupa skuldabréf af skuldugum ríkjum Evrópu til þess að halda lántökukostnaði niðri. Fjárfestar tóku þessum yfirlýsingum vel.

Viðskipti erlent