Viðskipti erlent Vilja þvinga Svía til að nota orðið laks en ekki lax Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Viðskipti erlent 13.6.2013 14:32 Facebook tekur "hashtaggið" í notkun #-táknið komið á vinsælasta samfélagsvef heims. Viðskipti erlent 13.6.2013 13:08 Atvinnuleysi ungs fólks í Grikklandi mælist 60% Atvinnuleysi meðal ungs fólks í Grikklandi mældist 60% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra mældist það 52,7%. Viðskipti erlent 13.6.2013 12:49 Aftur hrun á japanska markaðinum Nikkei vísitalan í Tókýó hrundi um rúmlega 6% í nótt. Þar með hefur vísitalan lækkað um 21% frá því hún náði hámarki undanfarin fimm ár þann 23. maí s.l. Viðskipti erlent 13.6.2013 07:40 Notaði 2.000 milljarða til að veikja gengi dönsku krónunnar Á tímabilinu frá miðju ári 2011 og fram að miðju ári 2012 notaði danski seðlabankinn (Nationalbanken) 91 milljarð danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. til þess að veikja gengi dönsku krónunnar. Viðskipti erlent 12.6.2013 10:35 Hobbitinn veldur uppsveiflu á Nýja Sjálandi Nýjar tölur frá ferðamálastofu Nýja Sjálands sýna að ferðamönnum sem koma til landsins fjölgaði um 10% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi aukning er að mestu tilkomin vegna kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd var fyrir síðustu jól. Viðskipti erlent 12.6.2013 08:44 Reyna að þrýsta á leiðtoga G8-ríkjanna Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Að auki gefa tónlistarmenn út á ný þekkta baráttusöngva. Viðskipti erlent 12.6.2013 08:30 Sparnaðaráætlun SAS virkar, tapið minnkar milli ára Sparnaðaráætlun SAS sem sett var í gang fyrir áramótin hefur borið þann árangur að tap félagsins hefur minnkað milli ára. Þetta kemur fram í yfirliti um uppgjör SAS fyrir annan ársfjórðung á yfirstandandi rekstrarári félagsins sem birt var í morgun. Viðskipti erlent 12.6.2013 07:55 Bandarísk kona er launahæsti forstjóri Bretlands Ný úttekt leiðir í ljós að bandaríska konan Angela Ahrendts var launahæsti forstjórinn í Bretlandi í fyrra. Angela er forstjóri Burberry og námu árslaun hennar rétt tæpum 17 milljónum punda eða tæplega 3,2 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2013 13:38 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað tvo daga í röð. Í dag hefur verðið lækkað um rúmt prósent miðað við gærdaginn og gildir það bæði um Brent olíuna og bandarísku léttolíuna. Viðskipti erlent 11.6.2013 13:00 Pihl & Sön stoppar vinnu sína við Hotel d´Angleterre Byggingarfélagið Pihl & Sön hefur stöðvað alla vinnu sína við endurbæturnar á Hotel d´Angleterre í Kaupmannahöfn. Þessi vinnustöðvun nær einnig til allra undirverktaka sem unnið hafa með Pihl & Sön í hótelinu. Ástæðan er sú að Pihl & Sön hefur ekki fengið neinar greiðslur fyrir vinnu sína í langan tíma. Viðskipti erlent 11.6.2013 12:18 Spá vaxandi atvinnuleysi í Noregi á næstunni Samtök atvinnurekenda í Noregi (NHO) spá því að atvinnuleysi fari vaxandi þar í landi fram á næsta ár. Í mars s.l. voru um 100.000 manns á atvinnuleysisskrá en NHO reiknar með að þeir verði orðnir 120.000 innan árs. Þar með myndi atvinnuleysið mælast um 4,4%. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:43 Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 400 milljarða Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 11% í fyrra miðað við árið á undan eða um 2,5 milljarða evra sem samsvarar um 400 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:03 Norski olíusjóðurinn í sögulegum fasteignaviðskiptum Norski olíusjóðurinn mun eiga í viðræðum við fjárfestingasjóðinn Blackstone um að kaupa hlut Blackstone í fyrirtækjahúsnæðissamstæðunni Broadgate í miðborg London. Ef af kaupunum verður yrðu þau stærstu fasteignaviðskiptin í Bretlandi síðan fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 11.6.2013 09:53 Milljarðaklúður þegar bankamaður dottaði yfir lyklaborðinu Dómstóll í Hessen í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirmanni í banka þar í landi hafi verið ólöglega vikið úr starfi fyrir að koma ekki í veg fyrir milljarðaklúður þegar einn af undirmönnum hans dottaði yfir lyklaborði sínu. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:59 Vöxtur er víðast hægur í OECD Í spilunum er hægur efnahagsbati í flestum helstu hagsvæðum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:00 Xbox One kemur á markað í nóvember Microsoft hélt í dag risakynningu á nýjustu leikjatölvu sinni á E3-ráðstefnunni í Los Angeles. Viðskipti erlent 10.6.2013 18:15 Microsoft lokar 19 holum í Explorer Microsoft sendir frá sér á morgun nýjan öryggispakka með fimm uppfærslum. Þær eiga m.a. að loka 19 holum eða veikleikum í vafranum Internet Explorer. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:32 S&P bætir lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Standard &Poor´s (S&P) hefur bætt lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna með því að setja horfur úr neikvæðum og í stöðugar. Einkunnin sjálf er eftir sem áður AA+. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:13 Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 11:25 Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Viðskipti erlent 10.6.2013 09:33 Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 08:07 Danski skatturinn krefur Novo Nordisk um 117 milljarða Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Viðskipti erlent 10.6.2013 07:43 Hagnaður Iceland um 37 milljarðar á síðasta rekstrarári Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Viðskipti erlent 10.6.2013 06:57 Segir kreppunni innan Evrópusambandsins lokið Forseti Frakklands, Francois Hollande, sagði í heimsókn sinni til Japans í dag, að kreppunni í Evrópu væri lokið. Viðskipti erlent 9.6.2013 15:12 Olía fundin á Vigdísi Olíustofnun Noregs hefur tilkynnt að Statoil hafi komið niður á olíu á svæði sem kallast Vigdís í norðurhluta Norðursjávar. Viðskipti erlent 7.6.2013 14:35 Útbreiðsla dagblaða hrynur í vestri en blómstrar í austri Stofnunin The World Press Trends, sem safnar upplýsingum um dreifingu dagblaða og tekjur þeirra í 70 löndum, hefur sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur að útbreiðsla dagblaða hefur hrunið á Vesturlöndum á meðan hún blómstrar í Asíu. Viðskipti erlent 7.6.2013 12:21 Frankenstein vafningar vakna til lífs að nýju Í grein á vefsíðu Financial Times er spurt hvort Frankenstein sé að vakna til lífs að nýju. Hér er átt við áhættusama skuldavafninga, svokallaða CDO, sem eru aftur farnir að skjóta upp kollinum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 7.6.2013 08:18 easyJet flutti 60 milljón farþega á einu ári Fleiri en 60 milljónir farþega ferðuðust með flugfélaginu easyJet á tólf mánuða tímabili, miðað við 31. maí 2013. Þetta var í fyrsta skipti sem fjöldi farþega fór yfir 60 milljónir á tólf mánaða tímabili. Viðskipti erlent 6.6.2013 14:54 Pepsi vill kaupa Sodastream fyrir 240 milljarða Bandaríski gosdrykkjarisinn Pepsico, sem framleiðir m.a. Pepsi, 7UP og Mountain Dew, á í samningaviðræðum um að kaupa Sodastream sem framleiðir tæki til heimaframleiðslu á gosdrykkjum. Viðskipti erlent 6.6.2013 09:42 « ‹ 137 138 139 140 141 142 143 144 145 … 334 ›
Vilja þvinga Svía til að nota orðið laks en ekki lax Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Viðskipti erlent 13.6.2013 14:32
Facebook tekur "hashtaggið" í notkun #-táknið komið á vinsælasta samfélagsvef heims. Viðskipti erlent 13.6.2013 13:08
Atvinnuleysi ungs fólks í Grikklandi mælist 60% Atvinnuleysi meðal ungs fólks í Grikklandi mældist 60% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra mældist það 52,7%. Viðskipti erlent 13.6.2013 12:49
Aftur hrun á japanska markaðinum Nikkei vísitalan í Tókýó hrundi um rúmlega 6% í nótt. Þar með hefur vísitalan lækkað um 21% frá því hún náði hámarki undanfarin fimm ár þann 23. maí s.l. Viðskipti erlent 13.6.2013 07:40
Notaði 2.000 milljarða til að veikja gengi dönsku krónunnar Á tímabilinu frá miðju ári 2011 og fram að miðju ári 2012 notaði danski seðlabankinn (Nationalbanken) 91 milljarð danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. til þess að veikja gengi dönsku krónunnar. Viðskipti erlent 12.6.2013 10:35
Hobbitinn veldur uppsveiflu á Nýja Sjálandi Nýjar tölur frá ferðamálastofu Nýja Sjálands sýna að ferðamönnum sem koma til landsins fjölgaði um 10% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi aukning er að mestu tilkomin vegna kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd var fyrir síðustu jól. Viðskipti erlent 12.6.2013 08:44
Reyna að þrýsta á leiðtoga G8-ríkjanna Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Að auki gefa tónlistarmenn út á ný þekkta baráttusöngva. Viðskipti erlent 12.6.2013 08:30
Sparnaðaráætlun SAS virkar, tapið minnkar milli ára Sparnaðaráætlun SAS sem sett var í gang fyrir áramótin hefur borið þann árangur að tap félagsins hefur minnkað milli ára. Þetta kemur fram í yfirliti um uppgjör SAS fyrir annan ársfjórðung á yfirstandandi rekstrarári félagsins sem birt var í morgun. Viðskipti erlent 12.6.2013 07:55
Bandarísk kona er launahæsti forstjóri Bretlands Ný úttekt leiðir í ljós að bandaríska konan Angela Ahrendts var launahæsti forstjórinn í Bretlandi í fyrra. Angela er forstjóri Burberry og námu árslaun hennar rétt tæpum 17 milljónum punda eða tæplega 3,2 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2013 13:38
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað tvo daga í röð. Í dag hefur verðið lækkað um rúmt prósent miðað við gærdaginn og gildir það bæði um Brent olíuna og bandarísku léttolíuna. Viðskipti erlent 11.6.2013 13:00
Pihl & Sön stoppar vinnu sína við Hotel d´Angleterre Byggingarfélagið Pihl & Sön hefur stöðvað alla vinnu sína við endurbæturnar á Hotel d´Angleterre í Kaupmannahöfn. Þessi vinnustöðvun nær einnig til allra undirverktaka sem unnið hafa með Pihl & Sön í hótelinu. Ástæðan er sú að Pihl & Sön hefur ekki fengið neinar greiðslur fyrir vinnu sína í langan tíma. Viðskipti erlent 11.6.2013 12:18
Spá vaxandi atvinnuleysi í Noregi á næstunni Samtök atvinnurekenda í Noregi (NHO) spá því að atvinnuleysi fari vaxandi þar í landi fram á næsta ár. Í mars s.l. voru um 100.000 manns á atvinnuleysisskrá en NHO reiknar með að þeir verði orðnir 120.000 innan árs. Þar með myndi atvinnuleysið mælast um 4,4%. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:43
Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 400 milljarða Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 11% í fyrra miðað við árið á undan eða um 2,5 milljarða evra sem samsvarar um 400 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:03
Norski olíusjóðurinn í sögulegum fasteignaviðskiptum Norski olíusjóðurinn mun eiga í viðræðum við fjárfestingasjóðinn Blackstone um að kaupa hlut Blackstone í fyrirtækjahúsnæðissamstæðunni Broadgate í miðborg London. Ef af kaupunum verður yrðu þau stærstu fasteignaviðskiptin í Bretlandi síðan fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 11.6.2013 09:53
Milljarðaklúður þegar bankamaður dottaði yfir lyklaborðinu Dómstóll í Hessen í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirmanni í banka þar í landi hafi verið ólöglega vikið úr starfi fyrir að koma ekki í veg fyrir milljarðaklúður þegar einn af undirmönnum hans dottaði yfir lyklaborði sínu. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:59
Vöxtur er víðast hægur í OECD Í spilunum er hægur efnahagsbati í flestum helstu hagsvæðum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:00
Xbox One kemur á markað í nóvember Microsoft hélt í dag risakynningu á nýjustu leikjatölvu sinni á E3-ráðstefnunni í Los Angeles. Viðskipti erlent 10.6.2013 18:15
Microsoft lokar 19 holum í Explorer Microsoft sendir frá sér á morgun nýjan öryggispakka með fimm uppfærslum. Þær eiga m.a. að loka 19 holum eða veikleikum í vafranum Internet Explorer. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:32
S&P bætir lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Standard &Poor´s (S&P) hefur bætt lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna með því að setja horfur úr neikvæðum og í stöðugar. Einkunnin sjálf er eftir sem áður AA+. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:13
Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 11:25
Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Viðskipti erlent 10.6.2013 09:33
Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 08:07
Danski skatturinn krefur Novo Nordisk um 117 milljarða Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Viðskipti erlent 10.6.2013 07:43
Hagnaður Iceland um 37 milljarðar á síðasta rekstrarári Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Viðskipti erlent 10.6.2013 06:57
Segir kreppunni innan Evrópusambandsins lokið Forseti Frakklands, Francois Hollande, sagði í heimsókn sinni til Japans í dag, að kreppunni í Evrópu væri lokið. Viðskipti erlent 9.6.2013 15:12
Olía fundin á Vigdísi Olíustofnun Noregs hefur tilkynnt að Statoil hafi komið niður á olíu á svæði sem kallast Vigdís í norðurhluta Norðursjávar. Viðskipti erlent 7.6.2013 14:35
Útbreiðsla dagblaða hrynur í vestri en blómstrar í austri Stofnunin The World Press Trends, sem safnar upplýsingum um dreifingu dagblaða og tekjur þeirra í 70 löndum, hefur sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur að útbreiðsla dagblaða hefur hrunið á Vesturlöndum á meðan hún blómstrar í Asíu. Viðskipti erlent 7.6.2013 12:21
Frankenstein vafningar vakna til lífs að nýju Í grein á vefsíðu Financial Times er spurt hvort Frankenstein sé að vakna til lífs að nýju. Hér er átt við áhættusama skuldavafninga, svokallaða CDO, sem eru aftur farnir að skjóta upp kollinum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 7.6.2013 08:18
easyJet flutti 60 milljón farþega á einu ári Fleiri en 60 milljónir farþega ferðuðust með flugfélaginu easyJet á tólf mánuða tímabili, miðað við 31. maí 2013. Þetta var í fyrsta skipti sem fjöldi farþega fór yfir 60 milljónir á tólf mánaða tímabili. Viðskipti erlent 6.6.2013 14:54
Pepsi vill kaupa Sodastream fyrir 240 milljarða Bandaríski gosdrykkjarisinn Pepsico, sem framleiðir m.a. Pepsi, 7UP og Mountain Dew, á í samningaviðræðum um að kaupa Sodastream sem framleiðir tæki til heimaframleiðslu á gosdrykkjum. Viðskipti erlent 6.6.2013 09:42