Veður

Víða rigning en slydda og snjó­koma fyrir norðan

Veðurstofan spáir suðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndur í dag, en á Vestjförðum má reikna með að allhvöss norðaustanátt verði ríkjandi. Spáð er rigningu eða súld með köflum en slyddu eða snjókomu fyrir norðan.

Veður

Dregur úr vindi og úr­komu í dag

Veðurstofan spáir allhvassri suðvestanátt með éljagangi í fyrstu og eru gular viðvaranir í enn í gildi um landið sunnan- og vestanvert fram eftir morgni.

Veður

Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun

Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn.

Veður

Kröpp lægð gengur yfir austan­vert landið

Kröpp lægð gengur nú yfir austanvert landið og veldur hún suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu austantil á landinu fram eftir morgni. Mun hægari vindur og úrkomuminna er í öðrum landshlutum.

Veður

Suð­læg átt og slyddu­él vestan til

Lægðardrag er nú á hreyfingu norðaustur yfir austurhluta landsins og fylgir því suðaustanátt og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru á austanverðu landinu í dag. Lægðardragið fjarlægist svo með kvöldinu og rofar þá til fyrir austan.

Veður

Hvass­viðri og rigning með til­heyrandi leysingum

Djúp lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan hvassviðri og rigningu í dag með tilheyrandi leysingum, en á Norðurlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi suðvestantil til um hádegis. Seinnipartinn og í kvöld fer að lægja, fyrst suðvestanlands.

Veður

Lægð fer norð­austur yfir landið

Febrúarmánuður endar með nokkrum gulum viðvörunum, en lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Hvasst verður á landinu norðvestanverðu með éljum og lélegu skyggni en hægari vindur í öðrum landshlutum.

Veður

Febrúar mun kaldari en undanfarin ár

Fyrstu fimmtán dagar febrúarmánaðar hafa verið mun kaldari en sömu dagar síðustu ára. Meðalhiti í Reykjavík var 1.-15. febrúar 2,1 stiga frost sem er 2,5 gráðum undir meðal lagi áranna 1991 til 2020 og 3,3 gráðum kaldara en meðallag síðustu tíu ára.

Veður

Léttir til eftir há­degi með vaxandi norðan­átt

Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið.

Veður