Tónlist

„Hvorug glöð en bæði falleg“

Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar.

Tónlist

Morgunsólin skín á Íslenska listanum

Tónlistarmaðurinn Aron Can skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur með sanni náð góðum árangri í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans Morgunsólin situr í áttunda sæti íslenska listans á FM þessa vikuna.

Tónlist

Skelfilega lágar tölur

Konur íslenskrar tónlistarmenningar koma Shesaid.so samfélaginu á laggirnar á Íslandi. Konurnar sem standa á bak við opnun Shesaid á íslandi eru þær Kim Wagenaar, Hrefna Helgadóttir, Anna Jóna Dungal og Kelechi Amadi.

Tónlist

Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið

KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK.

Tónlist

Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim

Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár.

Tónlist

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist

Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

Tónlist

Óheilög og gríðarlega vinsæl

Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok.

Tónlist

Innblásinn af píanói úr Góða hirðinum

Ástsælu tónlistarmennirnir JóiPé og Valdimar sameinuðu krafta sína við gerð á nýju lagi sem ber nafnið Herbergi. Tónlistarmyndband við lagið var frumsýnt í dag og er í leikstjórn Tómasar Sturlusonar sem segir það meira en bara hefðbundið tónlistarmyndband: „Fyrir mér er þetta miklu frekar heildstætt listaverk.“

Tónlist

Ólafur Kram treystir ekki fiskunum

Hljómsveitin frumlega Ólafur Kram gefur út breiðskífan Ekki treysta fiskunum á föstudaginn. Hljómsveitin kom sá og sigraði Músíktilraunir á síðasta ári.

Tónlist

Gefa út vögguvísur fyrir fullorðna

Fjölmiðla- og tónlistarkonan Vala Eiríksdóttir var að senda frá sér plötuna Værð ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Platan sækir í gömul íslensk dægurlög sem fullorðið fólk getur tengt við æsku sína. Blaðamaður tók púlsinn á Völu.

Tónlist

Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans

Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu.

Tónlist

Lag sem leitar að tilgangi lífsins

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lag sem ber nafnið Nýr heimur. Lagið er titillag fjórðu seríu ÉG BÝÐ MIG FRAM, sem verður frumsýnd 11. nóvember í Tjarnarbíói. Laginu er lýst sem léttu og skemmtilegu danslagi sem þó er innihalds- og áhrifaríkt og fjallar um að finna tilgang lífsins.

Tónlist

„Lagið er algjör ástarjátning“

Söngkonan Kristín Sesselja gaf út lagið Rectangular Bathroom Tiles síðastliðinn föstudag. Í laginu sækir hún meðal annars innblástur í ástina, samtöl við fyrrverandi kærastann sinn og hornréttar baðherbergis flísar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu.

Tónlist

Armensk Eurovision söngkona slær í gegn

Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina.

Tónlist