Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:40 Taylor Swift er alls ekki sátt með hvernig tókst til í miðasölu fyrir tónleika hennar í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-hero, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Getty/Terry Wyatt Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu. Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022 Hollywood Bandaríkin Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp