„Táknrænt fyrir það hvernig við speglum öll hvort annað og samfélagið okkar“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 16:30 Tónlistarkonan Brynja var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Breathe. Aðsend Tónlistarkonan Brynja var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Breathe en með henni á því er hollenska söngkonan Carlijn Andriessen sem notast við listamannanafnið Care. Blaðamaður tók púlsinn á þeim stöllum og fékk að heyra um þeirra samstarf. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Kynntust í Hollandi „Við vorum partur af sama stúdíó teymi í Den Haag í Hollandi, sjö manna hópur sem þekktumst ekki öll þegar við byrjuðum en urðum saman náinn hópur af vinum og samstarfsaðilum,“ segja stelpurnar. Út frá því hófst samstarf þeirra. Brynja og Care vinna vel saman.Aðsend „Ég spurði Care hvort hún vildi syngja viðlagið í laginu Breathe með mér,“ segir Brynja og bætir við: „Hún er með mjög gott auga og ég er hrifin af öllu sem hún gerir svo ég spurði hana hvort hún væri til í að leikstýra tónlistarmyndbandinu. Við vorum með myndatökumann með okkur í liði og til að byrja með hafði ég bara hugsað mér að hún myndi standa aðeins á hliðarlínunni og hjálpa til við að finna flott sjónarhorn og koma með hugmyndir. Í upphafi var hún ekki til í að leikstýra þessu því hún hafði aldrei leikstýrt tónlistarmyndbandi áður. Svo kom hún til mín nokkrum dögum seinna, sagðist hafa hugsað málið og væri til í þetta.“ Breathe er fyrsta lagið sem Brynja samdi fyrir plötuna sína.Aðsend Brynja segist hafa verið virkilega ánægð með hana. „Hún lagði mikla vinnu í að gera mood board, finna outfit, spegla, gera skotlista, klippa saman teasera og fleira.“ View this post on Instagram A post shared by Brynja (@brynjabrynja) Borg, náttúra og speglar Brynja sótti innblástur í borg og náttúru við gerð myndbandsins. „Ég hafi líka hugsað um að nota spegla. Mér fannst það táknrænt fyrir það hvernig við speglum öll hvort annað og samfélagið okkar. Carlijn tók þessar hugmyndir og setti inn í sinn stíl.“ Speglar þjóna táknrænum tilgangi í myndbandinu.Aðsend Það er löng saga á bak við bæði lagið og tónlistarmyndbandið að sögn Brynju. „Þetta er fyrsta lagið sem ég samdi á plötunni minni en það er samið fyrir fjórum árum. Ég tók fyrst upp gítar útgáfu af laginu og var það ánægð með hana að ég var tilbúin að skjóta tónlistarmyndband við það og fékk þýskan leikstjóra til liðs við mig. Við tókum upp senur í Hollandi og Berlín fyrir myndbandið.“ Út frá því hélt Brynja áfram að vinna plötuna sína en fannst eins og pródúseringin á laginu Breathe passaði ekki við önnur lög á plötunni. Ferlið á bak við lagið var rosalegt ferðalag að sögn Brynju.Aðsend Nýtt upphaf „Þetta lag var rosalegt ferðalag og ég var næstum búin að játa mig sigraða og sleppa því, en það hófst á endanum að klára það. Í fyrra sumar var lagið tilbúið og nánast öll önnur lög á plötunni. Við áttum enn þessar gömlu tökur en lagið var komið í svo nýjan búning og nú var ég með Carlijn í laginu með mér svo það var eiginlega bara það eina í stöðunni að byrja upp á nýtt,“ segir Brynja en ákvörðunin hefur greinilega verið rétt. „Ég er svo ánægð að hafa haft Carlijn með mér í þessu ferli til að gera það allt miklu miklu betra, bæði lagið og myndbandið.“ Brynja og Care byrjuðu allt upp á nýtt við gerð myndbandsins.Aðsend Það er ýmislegt á döfinni hjá bæði Brynju og Carlijn. „Ég ætla að gera fleiri tónlistarmyndbönd, halda útgáfutónleika og vinyl plötu til að nefna eitthvað. Svo langar okkur Carlijn líka að gera meira tónlist saman svo vonandi heyrið þið meira frá okkur,“ segir Brynja að lokum. Tónlist Holland Tengdar fréttir Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla. 22. september 2022 15:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Kynntust í Hollandi „Við vorum partur af sama stúdíó teymi í Den Haag í Hollandi, sjö manna hópur sem þekktumst ekki öll þegar við byrjuðum en urðum saman náinn hópur af vinum og samstarfsaðilum,“ segja stelpurnar. Út frá því hófst samstarf þeirra. Brynja og Care vinna vel saman.Aðsend „Ég spurði Care hvort hún vildi syngja viðlagið í laginu Breathe með mér,“ segir Brynja og bætir við: „Hún er með mjög gott auga og ég er hrifin af öllu sem hún gerir svo ég spurði hana hvort hún væri til í að leikstýra tónlistarmyndbandinu. Við vorum með myndatökumann með okkur í liði og til að byrja með hafði ég bara hugsað mér að hún myndi standa aðeins á hliðarlínunni og hjálpa til við að finna flott sjónarhorn og koma með hugmyndir. Í upphafi var hún ekki til í að leikstýra þessu því hún hafði aldrei leikstýrt tónlistarmyndbandi áður. Svo kom hún til mín nokkrum dögum seinna, sagðist hafa hugsað málið og væri til í þetta.“ Breathe er fyrsta lagið sem Brynja samdi fyrir plötuna sína.Aðsend Brynja segist hafa verið virkilega ánægð með hana. „Hún lagði mikla vinnu í að gera mood board, finna outfit, spegla, gera skotlista, klippa saman teasera og fleira.“ View this post on Instagram A post shared by Brynja (@brynjabrynja) Borg, náttúra og speglar Brynja sótti innblástur í borg og náttúru við gerð myndbandsins. „Ég hafi líka hugsað um að nota spegla. Mér fannst það táknrænt fyrir það hvernig við speglum öll hvort annað og samfélagið okkar. Carlijn tók þessar hugmyndir og setti inn í sinn stíl.“ Speglar þjóna táknrænum tilgangi í myndbandinu.Aðsend Það er löng saga á bak við bæði lagið og tónlistarmyndbandið að sögn Brynju. „Þetta er fyrsta lagið sem ég samdi á plötunni minni en það er samið fyrir fjórum árum. Ég tók fyrst upp gítar útgáfu af laginu og var það ánægð með hana að ég var tilbúin að skjóta tónlistarmyndband við það og fékk þýskan leikstjóra til liðs við mig. Við tókum upp senur í Hollandi og Berlín fyrir myndbandið.“ Út frá því hélt Brynja áfram að vinna plötuna sína en fannst eins og pródúseringin á laginu Breathe passaði ekki við önnur lög á plötunni. Ferlið á bak við lagið var rosalegt ferðalag að sögn Brynju.Aðsend Nýtt upphaf „Þetta lag var rosalegt ferðalag og ég var næstum búin að játa mig sigraða og sleppa því, en það hófst á endanum að klára það. Í fyrra sumar var lagið tilbúið og nánast öll önnur lög á plötunni. Við áttum enn þessar gömlu tökur en lagið var komið í svo nýjan búning og nú var ég með Carlijn í laginu með mér svo það var eiginlega bara það eina í stöðunni að byrja upp á nýtt,“ segir Brynja en ákvörðunin hefur greinilega verið rétt. „Ég er svo ánægð að hafa haft Carlijn með mér í þessu ferli til að gera það allt miklu miklu betra, bæði lagið og myndbandið.“ Brynja og Care byrjuðu allt upp á nýtt við gerð myndbandsins.Aðsend Það er ýmislegt á döfinni hjá bæði Brynju og Carlijn. „Ég ætla að gera fleiri tónlistarmyndbönd, halda útgáfutónleika og vinyl plötu til að nefna eitthvað. Svo langar okkur Carlijn líka að gera meira tónlist saman svo vonandi heyrið þið meira frá okkur,“ segir Brynja að lokum.
Tónlist Holland Tengdar fréttir Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla. 22. september 2022 15:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla. 22. september 2022 15:31