Sport

„Veit að Kobe væri stoltur af mér“

Dejounte Murray, leikmaður Atlanta Hawks, tók 44 skot í óvæntum sigri Hawks á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Aðeins Russell Westbrook og Kobe Bryant hafa tekið fleiri skot í einum og sama leiknum á undanförnum 20 árum.

Körfubolti

SR varði Ís­lands­meistara­titilinn

Skautafélag Reykjavíkur, SR, varð í gær, fimmtudag, Íslandsmeistari í íshokkí karla annað árið í röð. Þurfti oddaleik til að útkljá Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni.

Sport

Boehly fær að fjúka 2027

Búið er að ákveða að Todd Boehly láti af störfðum sem stjórnarformaður Chelsea árið 2027. Hefur hann verið andlit eiganda félagsins eftir að fjárfestingasjóðurinn Clearlake Capital keypti félagið af rússneska auðmanninum Roman Abramovich. Síðan þá hefur allt gengið á afturfótunum hjá Chelsea.

Enski boltinn

PSG mætir Lyon í undan­úr­slitum

París Saint-Germain vann öruggan 3-0 sigur á BK Häcken í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. PSG vinnur einvígið 5-1 samanlagt og mætir Lyon í undanúrslitum.

Fótbolti

Þórsara dreymir um heima­vallar­rétt

Þór Þorlákshöfn lagði botnlið Hamars í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar geta enn náð heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Lokatölur í Hveragerði 96-104.

Körfubolti

Barcelona ekki í vand­ræðum með Brann

Barcelona lagði Brann 3-1 í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Vann Barcelona einvígið samtals 5-2. Íslenska landsliðskonan Natasha Anasi sat allan tímann á varamannabekk Brann.

Fótbolti

Ver­stappen efstur á óska­lista Mercedes: Um­mæli Toto kynda undir sögu­sagnir

Þre­faldi heims­meistari öku­manna, Hollendingurinn Max Ver­stappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá öku­menn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tíma­bili. Um­mæli Toto Wolff, fram­kvæmda­stjóra For­múlu 1 liðs Mercedes um Ver­stappen hafa vakið mikla at­hygli og virkað sem olía á eld orð­róma.

Formúla 1

„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“

Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gaml­árs­kvöld árið 2022 var Dana White, for­seti UFC sam­bandsins myndaður vera að slá eigin­konu sína, Anne White, ítrekað utan­undir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlað­varps­þætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp.

Sport

Segir von á mikil­vægum til­boðum í Albert

Fé­lags­skipta­sér­fræðingurinn Fabrizio Roma­no segir frá því í morgun í færslu á sam­fé­lags­miðlinum X að for­ráða­menn Genoa búist við nokkrum til­boðum frá öðrum fé­lögum í ís­lenska lands­liðs­manninn Albert Guð­munds­son, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með ís­lenska lands­liðinu.

Fótbolti

Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leik­­menn Vals

Karla­lið Vals í hand­bolta er nú einu skrefi frá undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins. Karla- og kvenna­lið fé­lagsins hafa gert sig gildandi í Evrópu­keppnum undan­farin tíma­bil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leik­maður Vals skuld­bindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja um­ferð í Evrópu. For­maður hand­knatt­leiks­deildar fé­lagsins vill meiri pening inn í í­þrótta­hreyfinguna til að létta undir með fé­lögunum og leik­mönnum þeirra.

Handbolti

Á­kærður og horfir fram á fangelsis­dóm fyrir kossinn ó­um­beðna

Luis Ru­bi­a­­les, fyrr­verandi for­seti spænska knatt­­spyrnu­­sam­bandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjá­tíu mánaða fangelsis­­dóm eftir að hafa verið á­kærður í tveimur mis­munandi liðum tengdum at­hæfi sínu í kjöl­far sigurs spænska kvenna­lands­liðsins í knatt­­spyrnu á HM á síðasta ári.

Fótbolti