Sport

Aftur hefur KR leik í Laugar­dalnum

Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Íslenski boltinn

Bjarki Már öflugur

Bjarki Már Elísson átti góðan leik þegar Veszprém vann Neka með níu marka mun á útivelli í efstu deild ungverska handboltans. Þá er Sävehof í góðum málum í úrslitakeppninni í Svíþjóð.

Handbolti

Enda án stiga á botni riðilsins

Landslið drengja 19 ára og yngri í knattspyrnu endar án stiga í milliriðli fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer síðar á þessu ári. Liðið tapaði í dag með minnsta mun fyrir heimamönnum í Ungaverjalandi.

Fótbolti

Ey­gló í þyngri flokki en samt best allra

Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð.

Sport

Lífið í Brúnei ein­mana­legt

Miðvörðurinn Damir Muminovic segir að lífið í Brúnei geti verið einmanalegt og lítið annað hægt að gera en að spila golf. Hann æfir nú með Blikum í fríi á Íslandi.

Fótbolti

Fjöl­skyldu Arnórs hótað

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað.

Fótbolti

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni

Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Sport