Skoðun

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Inga Sæland skrifar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins.

Skoðun

Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Skoðun

Hvað ætlar þjóðin að gera á EM?

Anna Þorsteinsdóttir skrifar

Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót.

Skoðun

Drauma­­ferðin er handan við hornið með Icelandair!

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Nú er ég að fara að fljúga til Danmerkur með börnin mín tvö í lok mánaðar að heimsækja systur mína sem er að fara að halda upp á stórafmælið sitt. Ég hef oft mætt bæði seint og illa í stórafmæli fjölskyldumeðlima en hef lofað því hér eftir að mæta í öll stórafmæli, því maður veit aldrei....

Skoðun

Jöfn tækifæri til strandveiða

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki.

Skoðun

Megum við tala íslensku hérna?

Gunnar Björn Björnsson skrifar

Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um.

Skoðun

Að vera eitt í kær­leikanum

Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar

Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar.

Skoðun

Það er af sem áður var

Heiðar Guðjónsson skrifar

Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag.

Skoðun

Kveikjum neistann í alla skóla?

Rannveig Oddsdóttir skrifar

Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að hugmyndafræði verkefnisins Kveikjum neistann verði innleidd í aðalnámskrá grunnskóla. Tillagan er þríþætt; lagt er til að við breytingar á námskrá verði lögð áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu, að innleiddar verði breytingar á lestrarmælingum og lögð verði áhersla á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni (Þingskjal 796, 562. mál).

Skoðun

Að hugsa út fyrir sjálfan sig

Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana.

Skoðun

Endó­metríósa eða móður­sýki?

Lilja Guðmundsdóttir skrifar

Á liðnum vetri fór ég til kvensjúkdómalæknis sem ég hef ekki farið til áður. Hann hefur ágæta þekkingu á endómetríósu og þess vegna ákvað ég að spyrja hann hvers vegna svo fáir greinist með sjúkdóminn árlega á Íslandi. Ég velti því upp hvort það væri vegna langra biðlista eða gamalgróinna viðhorfa um að túrverkir væru eðlilegir? Eða var það kannski vegna þess að ekki er hlustað á konur?

Skoðun

Brettum upp ermar

Hugrún Elvarsdóttir skrifar

Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi.

Skoðun

Skotvopnalöggjöfin og endurskoðun

Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar

Endurskoðun skotvopnalaga ber að fagna svo lengi sem einstaklingar sem hafa vit á því sem lögin snerta hafa umsjón og aðkomu að endurskoðun og hugsanlegri breytingu lagana.

Skoðun

Mannúð við aflífun dýra

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt.

Skoðun

Fordómar í heilbrigðiskerfinu og bankakerfinu á Íslandi

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Fyrst vil ég segja að mín upplifun er sú að við teljum okkur flest fordómalaus en kannski ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og fer í heiðarlega sjálfsskoðun gæti maður fundið einhverskonar snefil af fordómum innra með sér sem maður er ómeðvitaður um. Þannig enginn er að mínu mati ,,heilagur” í þessum efnum. Oftast er þetta eitthvað í undirvitundinni hjá okkur en ekki á yfirborðinu.

Skoðun

Rétturinn til að safna drasli

Bergur Þorri Benjamínsson skrifar

Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús.

Skoðun

Sköpum bjarta framtíðarsýn á sviði augnlækninga á Íslandi

Gunnar Már Zoega,Jóhann Ragnar Guðmundsson og Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson skrifa

Einn helsti styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins er flest í því að hér á landi þurfa læknar að sækja sér framhaldsmenntun erlendis. Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og hefur orðið til þess að hér á landi hefur safnast mikil alþjóðleg þekking og góð yfirsýn yfir ólík vinnubrögð, hugmyndir og nýjungar í læknisfræði.

Skoðun

100 ár liðin frá rót­tækum sigri Kvenna­listans

Erna Bjarnadóttir og Tómas Ellert Tómasson skrifa

„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“

Skoðun

Lögreglan er fyrir alla

Fjölnir Sæmundsson skrifar

Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda.

Skoðun

Ekki hlusta á Lilju

Gunnar Smári Egilsson skrifar

„Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun.

Skoðun

Andleg veikindi

Eiður Rafn Gunnarsson skrifar

Það hafa líklega flestir Íslendingar lesið fréttirnar um skotárásina í Kaupmannahöfn. Slíkar árásir hafa verið algengar í Bandaríkjunum síðastliðin ár og maður heyrir nánast af nýrri árás þar í hverri viku.

Skoðun

Stolt út um allt í Garða­bæ!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt.

Skoðun

Oln­boga­börn þjóð­fé­lagsins, þá og nú

Magnús Sigurðsson skrifar

Með lögum nr. 64/2010 var samþykkt að nýr Landspítali skyldi rísa við Hringbraut. Lengi hafði verið kallað eftir því að umönnun og aðbúnaður sjúklinga myndi færður til nútímahorfs með byggingu nýs hátæknisjúkrahúss enda húsakostur gamla Landspítalans óhagkvæmur og kominn til ára sinna. 

Skoðun

Bætum verklag eftir náttúruhamfarir

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Í byrjun árs mælti ég fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli.

Skoðun

Kuldinn sem fyrr banda­maður Rúss­lands

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kuldinn hefur lengi verið bandamaður Rússlands þegar komið hefur að því að bera að lokum sigur úr býtum á öðrum Evrópuríkjum. Veturinn 1812 setti hernað Napóleons úr skorðum og hersveitir Hitlers frusu í hel við borgarhliðin að Moskvu í desember 1941. Vladimír Pútín hefur það nú á valdi sínu að skrúfa fyrir flæði gass til Evrópu. Útspil sem Þýzkaland virðist vera algerlega varnarlaust gagnvart.

Skoðun

Skatt­píning barna

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Á Íslandi er lagður hærri tekjuskattur á börn en fullorðið fólk. Og öfugt við þau fullorðnu fá börn engan persónuafslátt. Í þessari grein er lagt til að þessu verði breitt: Að börn verði skattlögð eins og fullorðið fólk, að þau fái persónuafslátt og að persónuafsláttur sé nýtanlegur innan fjölskyldunnar eins og á við um persónuafslátt sambúðarfólks.

Skoðun

Óskað eftir hinu upplýsta alvaldi

Gunnar Dan Wiium skrifar

17 milljarðar sóla umhverfis svarthol í 200 milljón ljósára fjarlægð. Það er atburðarrásin sem er við sjáum í þessari mynd, atburðarrás sem er þó löngu liðin er myndinni er smellt af manninum.

Skoðun