Djöflaeyjan, raunveruleikaþáttur í boði ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 22. maí 2023 08:01 Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Byggingariðnaður Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar