Skoðun

Af eitraðri já­kvæðni

Ingrid Kuhlman skrifar

Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í.

Skoðun

Ósjálfbær iðnaður vill skjól í gloppóttum lögum

Elvar Örn Friðriksson skrifar

Ný drög frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að lögum um lagareldi taka nokkur nauðsynleg skref í viðleitni til að hemja þann faraldur sem opið sjókvíaeldi er orðið fyrir íslenska náttúru og samfélag.

Skoðun

Fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag

Úrsula María Guðjónsdóttir skrifar

Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum.

Skoðun

Rjúfum kyrrstöðuna í orku­málum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna.

Skoðun

Heima­til­búin lífs­kjarakrísa

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin.

Skoðun

Norð­menn á­byrgir fyrir skað­legu sjó­kvía­eldi á Ís­landi

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna.

Skoðun

Virkjum tæki­færin sem ný­sköpun færir heil­brigðis­málum

Freyr Hólm Ketilsson skrifar

Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum.

Skoðun

Hörmungarnar síðari

Ingólfur Steinsson skrifar

Það átti að heita vopnahlé á Gaza um daginn. Íbúar svæðisins heimsóttu byggðir sínar en fundu þar aðeins sprengjubrot og rusl. Heilu hverfin höfðu verið lögð í rúst og meira en 21 þúsund hafa nú í árslok verið drepin, aðallega börn og konur.

Skoðun

Um­ræða um raf­magns­mál og fleira

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar

Í upphafi þessa greinarkorns verð ég að játa á mig að ég er hvorki lærður né neinn sérfræðngur um rafmagnsmál hér í þessu landi svo sem fallvatnsvirkjanir, vindvirkjanir eða annað slíkt.

Skoðun

Minni asi, meiri kröfur

Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar

Gefum yngsta fólkinu okkar tækifæri til þess að spreyta sig og þroskast í leiðinni.

Skoðun

Með lóðum skal land byggja

Kári Árnason skrifar

„Eftir að ég byrjaði að stunda styrktarþjálfun þá er orðið miklu auðveldara að……” (þú, lesandi góður, mátt setja hér inn það orð eða athöfn sem þér dettur í hug). Ósjaldan hefur þessi setning heyrst þegar fólk endurmetur gang mála á hinum ýmsum sviðum lífsins eftir að hafa stundað eitt æðsta form af hreyfingu sem völ er á. Nú þegar nýtt ár er runnið upp og hversdagsleg rútínan framundan, fara margir að leiða hugann að því hvort það sé ekki kominn tími til þess að fara stunda reglulegri hreyfingu. Við slíkt tilefni er tilvalið að setja niður á blað nokkur vel valin orð um ágæti styrktarþjálfunar og lóðalyftinga.

Skoðun

Orku­mála­stjóri skipar fyrir­tækjum í fylkingar

Sigurður Hannesson skrifar

Orkumálastjóri fer mikinn í nýárspistli sínum sem birtist í morgun og efnir til óþarfa átaka um markmið sem eiga að vera sameiginleg - að auka vægi grænnar orku á Íslandi. Í greininni er kvartað undan málefnalegri umræðu um orkumál á Íslandi, umræðu sem er löngu tímabær með hliðsjón af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. Í lýðræðissamfélagi er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Í grein sinni býr orkumálastjóri til strámann sem hún fellir svo en það er hins vegar ljúft og skylt að leiðrétta helstu rangfærslur um afstöðu Samtaka iðnaðarins (SI) sem fram koma í umræddri grein.

Skoðun

Spilling, hvað er nú það?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum.

Skoðun

Katrín Jakobs­dóttir, Bjarni Bene­dikts­son, Guð­rún Haf­steins­dóttir, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son

Margrét Kristín Blöndal skrifar

Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum.

Skoðun

Til um­hugsunar á nýju ári: Al­menningur - þögli hagaðilinn

Halla Hrund Logadóttir skrifar

Ekki þarf að fjölyrða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja getur haft á daglegt líf samfélagsins. Mikil umræða hefur verið um málið að undanförnu - en hvað er nákvæmlega átt við þegar vísað er til orkuöryggis almennings?

Skoðun

Menningar­leysi RÚV

Árni Pétur Árnason skrifar

Í gær, á gamlárskvöld, mátti sjá í Ríkissjónvarpinu hinn árlega fréttaannáll og á undan honum íþróttaannálinn. Af nógu var að taka, enda var 2023 viðburðaríkt ár, og báðir annálar því yfirgripsmiklir. Þó sætir furðu hve lítið pláss menning og listir fengu í þessu ársuppgjöri.

Skoðun

47% þjóðar­sátt?

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þrátt fyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum.

Skoðun

Orð og efndir stjórn­valda. – Mann­réttindi í for­gang!

Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Á liðnu ári hafa Landssamtökin Þroskahjálp tekist á við mörg stór og krefjandi verkefni og við þökkum kærlega þann stuðning sem við höfum fengið og fundið fyrir á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa verið mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna en stór hópur fólks styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði.

Skoðun

Bak­pokinn

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast.

Skoðun

Um skaða­minnkun og við­halds­með­ferð

Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar

Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi.

Skoðun

Kæra ferða­þjónusta, gerum betur

Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar

Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði.

Skoðun

Saman gerum við betur!

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið.

Skoðun

Sést þú í um­ferðinni?

Þuríður B. Ægisdóttir skrifar

Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu.

Skoðun

Inn­flutt menningar­stríð Hamassam­takanna

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október.

Skoðun

Öflugri saman inn í fram­tíðina

Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar

Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í.

Skoðun

Orð ársins er skortur

Ingólfur Bender skrifar

Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023.

Skoðun

Allar hug­myndir voru góðar hug­myndir

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar

Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað.

Skoðun

Forðumst flug­elda­slys

Ágúst Mogensen skrifar

Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun.

Skoðun