Skoðun

Kær­leikur í kaós

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu.

Skoðun

Upp­byggi­leg rétt­vísi (e. Restorative Justice)

Kristín Skjaldardóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifa

Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“.

Skoðun

Þúsundir á ver­gangi - Upp­lýsa verður rang­lætið

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar.

Skoðun

Flokkur fólksins á meðal fólks

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Undirrituð lagði á dögunum upp í ferðalag með samflokksmönnum sem skipa efstu fjögur sætin í framboði okkar í Suðurlandskjördæmi.

Skoðun

Hæst­virtur dóms­málaráðherra, við ætlumst til meira af þér

Matthías Kormáksson skrifar

Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku.

Skoðun

Kennarar – sann­gjörn laun?

Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar

Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar.

Skoðun

Sjálfsvígstíðni - Gerum betur

Þórarinn Guðni Helgason skrifar

Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar.

Skoðun

Kæru kennarar

Óskar Guðmundsson skrifar

Kæru kennarar. Lausnin á launamálum ykkar er fundin.

Skoðun

Sjálfbærni á dag­skrá, takk!

Hafdís Hanna Ægisdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa

Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli.

Skoðun

Kynslóðasátt­málann má ekki rjúfa

Finnbjörn A. Hermannsson og Eyjólfur Árni Rafnsson skrifa

Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu.

Skoðun

„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“

Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir og Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifa

Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist.

Skoðun

Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð

Tinna Traustadóttir skrifar

Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum.

Skoðun

Gerum betur – breytum þessu

Arnar Páll Guðmundsson skrifar

Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina?

Skoðun

Það eiga allir séns

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar

Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar.

Skoðun

And­leg þraut­seigja: Að vaxa í gegnum á­skoranir

Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar.

Skoðun

Bleiki fíllinn í her­berginu

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Í von um atkvæði landsmanna, lofa nú fulltrúar flokka og framboða gulli og grænum skógum. Það virðist vera mörgum frambjóðendum auðveldara að lofa að gera eitthvað á þinn kostnað, frekar en að takast á við hin raunverulega vanda.

Skoðun

Breytum þessari sér­hags­muna­gæslu

Aðalsteinn Leifsson skrifar

Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi.

Skoðun

Laumu risinn í lands­fram­leiðslunni

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu.

Skoðun

Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og para­dísar­missir

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Í samtímanum er áberandi sú afstaða til Biblíunnar að hún eigi ekki erindi, sökum þess að sögur hennar standist ekki sögulega eða vísindalega skoðun. Sú afstaða byggir á misskilningi á eðli Biblíunnar og þeirrar stórsögu sem Biblían segir, en Biblíusögur gera hvorki tilkall til að vera sagnfræði í nútíma skilningi né vísindi.

Skoðun

Hver er stefna Við­reisnar í heil­brigðis­málum og hvernig virkar hún í praksis?

Sigurrós Huldudóttir skrifar

Hefur einkarekstur gengið vel hérna á Norðurlöndunum? Ég bý í Noregi og ég hef því reynslu af heilbrigðiskerfinu hérna, ég vinn líka á heilsugæslu og ég fylgist ágætlega með stjórnmálaumræðu hér í Noregi þar sem minnihlutastjórn systurflokka Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hefur verið síðustu þrjú ár.

Skoðun

Sam­fylkingin er með plan um að lög­festa leik­skóla­stigið

Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins.

Skoðun

Skúffu­skýrslan sem lifði af

Linda Heiðarsdóttir skrifar

Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar.

Skoðun

Er barnið sjúkt í sykur?

Elísabet Konráðsdóttir og Margrét Sigmundsdóttir skrifa

Sykursýki tegund 1 er einn algengasti langvinni sjúkdómur barna. Hér á landi eru á annað hundrað börn og ungmenni með sjúkdóminn og nýgreiningum fjölgar hérlendis sem erlendis.

Skoðun

Á­kall um já­kvæða hvata til grænna fjár­festinga

Kristín Þöll Skagfjörð skrifar

Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi.

Skoðun

Fatlað fólk á betra skilið

Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið.

Skoðun

27-faldur hagnaður!?

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir.

Skoðun