Menning

Dansa við lifandi tónlist

Fjórir nemendur Listdansskóla Íslands halda til Turku í Finnlandi í byrjun apríl. Þar munu þeir sýna verk eftir Elli Laukkanen, sem hefur verið gestakennari við skólann frá því í janúar.

Menning

Bóklistaverk og aðrar bækur

Áfram halda veisluhöld vegna franska vorsins: nú eru menn minntir á framlag Frakka til bókmennta og fræðiritaútgáfu. Það er gert með sýningu í Þjóðarbókhlöðunni við Suðurgötu sem opnuð verður í dag. Af því tilefni kemur út bóklistaverk svokallað með ljóðum á báðum tungunum, íslensku og frönsku, eftir Sigurð Pálsson, myndlýst af Bernard Alligand.

Menning

Munið að sýna skilríkin

Ef þú ert 23 ára eða yngri geturðu keypt heila bók á hálfvirði. Bjartur bókaforlag býður nú öllum þeim sem eru 23 ára og yngri að kaupa glænýja kiljuútgáfu SKULDADAGA eftir Jökul Valsson á aðeins hálfvirði. Eina sem þarf að gera er að tölta til næsta bóksala og sýna skilríkin.

Menning

Rætt um Bjólf og Jónas

Bandaríska sendiráðið gengst fyrir heimsókn prófessorsins Dick Ringler hingað til lands en hann mun halda fyrirlestra í Háskóla Íslands á morgun og á þriðjudag. Ringler er prófessor emeritus við Wisconsin-háskóla í Madison, en þar kenndi hann forníslensku og norræn fræði í rúm þrjátíu ár. Hann er enn fremur heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Menning

Dóttir vísar veginn

Í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg standa nú yfir yfirlitssýningar á verkum Jóns Engilberts og Jóhanns Briem. Í dag kl. 14 leiðir dóttir þess fyrrnefnda, Greta Engilberts, gesti safnsins um sýningu föður síns og ræðir um verk hans og lífshlaup.

Menning

Madonna í H&M og á eBay

Í gær var byrjað að selja tískulínu hannaða af Madonnu í verslunum H&M. Nú þegar hefur mikið af fötunum ratað á uppboðsvefinn eBay. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Madonna og H&M eru í samstarfi því verslunin klæddi hana, hljómsveit hennar og dansara á Confessions Tour tónleikaferðalagi hennar í fyrra.

Menning

Austrænn innblástur

Ólafur Lárusson myndlistarmaður sýnir verk sín hjá Ófeigi gullsmið á Skólavörðustíg. Sýningin var opnuð í byrjun mánaðarins en þar er að finna verk sem listamaðurinn gerði eftir mikla ævintýraför sína til Kína á haustdögum 2006. Sýningunni lýkur næstkomandi miðvikudag, hinn 28. mars.

Menning

Iður Bjarna í Iðuhúsi

Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Iður í nýjum húsakynnum Anima galleríis í Iðu-húsinu í Lækjargötu. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis og þrisvar verið tilnefndur til Carnegie-verðlaunanna. Hann er þekktur fyrir íburðarmikil málverk sem hann vinnur á plexígler.

Menning

Nýtt ævintýri á gönguför

Það ríkir eftirvænting á Akureyri vegna frumsýningar kvöldsins í Rýminu. Þá birtist Akureyringum nýtt verk eftir heimamann, Þorvald Þorsteinsson, í sviðsetningu Kjartans Ragnarssonar og er þetta fyrsta sviðsetning hans eftir nokkurt hlé. Það er LA sem stendur að frumsýningunni í Rýminu í samstarfi við leiklistardeild Listaháskólans. Uppselt er á tólf fyrstu sýningarnar.

Menning

Krókar og kimar

Í tilefni af 30 ára afmæli Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands heldur Dr. Regina Bendix, prófessor fyrirlestu um vettvangsrannsóknir á háskólasamfélögum.

Menning

Könnun kerfanna

Sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem kennd er við D-2 hefur vakið verðskuldaða athygli en markmið hennar er að vekja athygli á efnilegum listamönnum sem ekki hafa sýnt í hinum stærri sýningarsölum landsins og vera þeim hvatning. Síðdegis í dag verður opnuð sýning í D-salnum þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar veltir fyrir sér mannlegri tilvist og þeim kröftum sem knýr manninn áfram.

Menning

Klettasalat og afbyggður líkami

Tvær sýningar verða opnaðar í gallerí Kling & Bang í dag. Spænski listamaðurinn Alejandro Vidal heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og sýnir myndbandsverk og ljósmyndir í afgirtu rými en í galleríinu gefur einnig að líta vídeóverk þýska listamannsins Johns Bock.

Menning

Hví ekki Afríka?

Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu á morgun. Annars vegar er sýning á verkum Katrínar Elvarsdóttur sem hún kallar „Sporlaust“ og hins vegar sýning á ljósmyndum eftir frönsku listakonuna Dominique Darbois og á afrískum skúlptúrum. Sýningin ber yfirskriftina „Hví ekki Afríka?“

Menning

Kúbíski Kjarvalinn í danska forvörslu fyrir heimkomu

Kjarvalsverkið, sem slegið var fyrir metupphæð á uppboði í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði, er ekki komið til landsins. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen listaverkasala fara danskir forverðir um það höndum og verið er að velja ramma við hæfi. Nafn hins raunverulega kaupanda verður gefið upp í fyllingu tímans.

Menning

Britney búin að eignast ,,vin”

Partíprinsessan Britney Spears dvelur nú sem kunnugt er á meðferðarheimili eftir að hún náði botninum þegar hún rakaði af sér hárið og fékk sér tattoo. Britney ku vera búin að eignast góðan vin í meðferðinni, hann Jason Filyaw, gítarleikara hljómsveitarinnar RIVA.

Menning

Á mörkunum

Finnski ljósmyndarinn Sari Poijärvi opnar sýningu sína „Photo-graphic Work“ í Skotinu í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur kl. 17 í dag. Sari er með meistaragráðu í myndlist og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga víða um lönd. Í september árið 2005 dvaldi hún í gestaíbúð SÍM í Reykjavík og á því tímabili tók hún mikið af myndum sem margar hverjar er að finna á sýningunni í Skotinu.

Menning

Að klæðast bók

Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir bókverk á myndlistarsýningunni „Bókalíf” í ReykjavíkurAkademíunni.

Menning

Eiríkur flytur til Finnlands

Ljóðskáldið og Nýhil-liðinn Eiríkur Örn Norðdahl er á leið í víking til Finnlands. Eiríkur, sem hefur verið afar áberandi í bókmenntaheiminum á síðustu misserum og árum, flyst búferlum til Helsinki að páskafríi loknu, en þar býr sænsk unnusta hans.

Menning

Kanna möguleika miðilsins

Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina.

Menning

Ljúka ekki við bók Beckhams

Harry Potter og eldbikarinn, My life eftir Bill Clinton og My side eftir David Beckham eru á meðal þeirra bóka sem Bretar klára ekki. Gerð var könnun á 4000 Bretum og í ljós kom að um helmingur bóka sem þeir kaupa eru ólesnar.

Menning

Fullt af engu

Í Nýlistasafninu stendur nú yfir sýningin „Presque rien“ sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra sem „næstum því ekki neitt“. Þar sýna franskir myndlistarmenn í tilefni af menningarkynningunni Pourquoi pas? en sýningin byggir á sköpunarverkum listamannsins Roberts Filliou.

Menning

Fáðu þér bara sæti

Myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson opnar sýninguna LJÓS - LICHT - LIGHT í galleriBOXi á Akureyri kl. 16 á morgun. Verkið sem Hlynur setur upp í galleriBOXi samanstendur af borði og sætum sem gerð eru á afar einfaldan hátt úr froðuplastplötum og gæruskinni.

Menning

Hugvísindaþing hefst í dag

Hugvísindaþing hefst síðdegis í dag í Aðalbyggingu Háskólans og stendur í tvo daga. Að því standa, eins og undanfarin ár, Hugvísindastofnun, ReykjavíkurAkademían og guðfræðideild. Þinginu er ætlað að bregða ljósi á ýmis viðfangsefni sem unnið er að á skika hugvísinda í landinu, bæði lítil álitaefni og stór.

Menning

Rætt um Lindgren

Ráðstefna um barnabókmenntir og barnamenningu verður haldin í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð Astrid Lindgren og framlagi hennar til barnamenningar fyrr og nú.

Menning

Baudrillard látinn

Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi.

Menning

Glíma við orð

Rúnar Helgi Vignisson heldur erindi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ í dag. Rúnar ræðir um glímuna við bókmenntaverk frá fjarlægum og framandi menningarheimi í tengslum við þýðingar sínar á verkum suður-afríska Nóbelsverðlaunahafans J.M. Coetzee.

Menning

Jóhann Briem

Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík.

Menning

Æviferill Sigurjóns opinn

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur opnað heildar-skrá yfir verk listamannsins í vefrænu formi á heimasíðu safnsins, www.lso.is. Heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar hefur verið í vinnslu í yfir tvo áratugi og nær yfir öll þrívíð listaverk sem vitað er með vissu að Sigurjón gerði. Nú eru skráð 624 verk og fylgja ljósmyndir 537 þeirra. Er þetta fyrsta heildarskrá myndlistarmanns á Íslandi sem birt hefur verið á netinu.

Menning

Heinesen í heimsókn

Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu.

Menning