Menning

Víking Heiðar vantar hundrað taktmæla

Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður haldin í annað sinn. Listrænn stjórnandi er Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem leitar nú logandi ljósi að hundrað gamaldags taktmælum fyrir opnunaratriði hátíðarinnar.

Menning

Magnea tekur við formennsku

Formannskipti urðu á aðalfundi Bandalags þýðenda og túlka í síðustu viku. Sölvi Björn Sigurðsson lét af störfum en við tók Magnea J. Matthíasdóttir. Hún hefur starfað við þýðingar um árabil og er einnig fyrsta konan sem gegnir formennsku í félaginu

Menning

Einvalalið í óperu Gunna Þórðar

Petri Sakari stjórnar óperunni"Ragnheiður“, eftir Gunnar Þórðarson tónskáld og Friðrik Erlingsson rithöfund, sem verður frumflutt í konsertformi í Skálholtskirkju á þrennum tónleikum í ágúst.

Menning

Innvols tíu kvenna

Innvols, safn ljóða og örsagna eftir tíu konur, var meðal verka sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum.

Menning

Mín gæfa að lenda í námi hjá Snæbjörgu

Ingibjörg Guðjónsdóttir er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2013. Hún fagnar útnefningunni með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í kvöld. Þar mun hún heiðra Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara, sem verið hefur örlagavaldur í lífi hennar.

Menning

Tengdó kveður

Síðasta sýningarhelgi á leiksýningunni Tengdó er um helgina. Sýningin hlaut fern Grímuverðlaun í fyrra og var meðal annars valin sýning ársins. Hún verður ekki á dagskrá á næsta leikári svo þetta er síðasta tækifæri til að berja hana augum. Síðasta sýning er 7. júní. Leiksýningin sló óvænt í gegn er hún var frumsýnd og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi á 70 sýningum.

Menning

Undirstaða í feneysku þvottahúsi

Katrín Sigurðardóttir er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Hún er þekkt fyrir að snúa á stærðarhlutföll í verkum sínum en vinnur nú í fyrsta sinn með arkitektúr í raunstærð. Afraksturinn er Undirstaða, 90 fermetra innsetning í gömlu hallarþvottahúsi.

Menning

Snýst um að ná samhljómi

Margrét Pálmadóttir, söngkona og kórstjóri, er kona sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hún hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í ár í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar fyrir starf sitt með kvennakórum og hvernig hún hefur sameinað margar kynslóð

Menning

Veröldin séð úr brúnum sófa

Á mánudagskvöld kynnumst við bakgrunni Carls Carlssonar sem á sér dularfullar íslenskar rætur. Carl er persóna í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, vinnufélagi Hómers. Sögusviðið færist til Íslands, hljómsveitin Sigur Rós sér um tónlistina í þættinum og k

Menning

Hangir á hvolfi til að losna við ritstíflu

Nýjasta bók Dans Brown kemur út í dag. "Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti en erlendir þýðendur þurftu að fara í lokaðar búðir til að fá aðgang að handritinu.

Menning

Lifa í dagdraumunum

Við erum bara dugleg að láta drauma okkar rætast,“ segja þau Svavar Pétur og Berglind í kór, sitjandi í eldhúsinu þar sem Bulsurnar urðu til, sötrandi kaffi með flóaðri mjólk eins afslöppuð og nokkur möguleiki er að vera. Þeim finnst eiginlega alveg út í hött að einhverjum þyki lífsstíll þeirra sérstakur. "Við erum sjúklegt draumórafólk og það er alltaf einhver hluti af dagdraumum okkar sem rætist, en sem betur fer ekki allir,“ segir Svavar. "Ekki það að okkur leiðist í raunveruleikanum. Við unum okkur bara vel í dagdraumunum.“

Menning

Lúta eigin lögmálum

Það er mikið um að vera í Frystihúsinu við Hafnarbraut þessa dagana. Þar býr og starfar ljósmyndarinn Spessi, sem á Listahátíð mun sýna í Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók af mótorhjólaköppum í Kansas í Bandaríkjunum.

Menning