Fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 13:00 Björg Atla sýnir bæði í Kirsuberjatrénu og Breiðholtskirkju þessa dagana. Fréttablaðið/GVA Það hittist bara svona á að mér er boðið að sýna á þessum tveimur stöðum samtímis,“ segir Björg Atla myndlistarkona sem sýnir nú málverk bæði í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í anddyri Breiðholtskirkju. „Í Herbergi í Kirsuberjatrénu sýni ég tuttugu litlar myndir en í Breiðholtskirkju eru þrjú stór málverk. Þetta eru óhlutbundin málverk í sterkum litatónum sem túlka mína innri sýn.“ Björg á nokkuð óvenjulegan feril í myndlistinni því hún útskrifaðist ekki úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrr en hún var fertug. Áður en hún hóf námið hafði hún starfað sem lífeindafræðingur.Sterkir litir Eitt verkanna á sýningunni í Kirsuberjatrénu.„Þetta var löng leið,“ viðurkennir hún brosandi. „Pabbi minn hét Atli Már og var myndlistarmaður og grafískur hönnuður þannig að ég hafði alist upp við það að vera síteiknandi. Ætlaði mér samt ekkert að fara út í myndlistina, kenndi í nokkur ár úti á landi eftir stúdentspróf og fór síðan í Tækniskólann og lærði lífeindafræði. Ég starfaði við það í nokkuð mörg ár en fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá og vera með sterkar litaupplausnir þannig að maðurinn minn sá fram á það að ég yrði bara að komast í myndlistarskóla. Og það gerði ég. Útskrifaðist 1982 og hef lifað af myndlistinni síðan, bæði sem málari og kennari.“ Sýningunni í Kirsuberjatrénu lýkur 5. ágúst en sú í Breiðholtskirkju stendur til 18. ágúst. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það hittist bara svona á að mér er boðið að sýna á þessum tveimur stöðum samtímis,“ segir Björg Atla myndlistarkona sem sýnir nú málverk bæði í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í anddyri Breiðholtskirkju. „Í Herbergi í Kirsuberjatrénu sýni ég tuttugu litlar myndir en í Breiðholtskirkju eru þrjú stór málverk. Þetta eru óhlutbundin málverk í sterkum litatónum sem túlka mína innri sýn.“ Björg á nokkuð óvenjulegan feril í myndlistinni því hún útskrifaðist ekki úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrr en hún var fertug. Áður en hún hóf námið hafði hún starfað sem lífeindafræðingur.Sterkir litir Eitt verkanna á sýningunni í Kirsuberjatrénu.„Þetta var löng leið,“ viðurkennir hún brosandi. „Pabbi minn hét Atli Már og var myndlistarmaður og grafískur hönnuður þannig að ég hafði alist upp við það að vera síteiknandi. Ætlaði mér samt ekkert að fara út í myndlistina, kenndi í nokkur ár úti á landi eftir stúdentspróf og fór síðan í Tækniskólann og lærði lífeindafræði. Ég starfaði við það í nokkuð mörg ár en fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá og vera með sterkar litaupplausnir þannig að maðurinn minn sá fram á það að ég yrði bara að komast í myndlistarskóla. Og það gerði ég. Útskrifaðist 1982 og hef lifað af myndlistinni síðan, bæði sem málari og kennari.“ Sýningunni í Kirsuberjatrénu lýkur 5. ágúst en sú í Breiðholtskirkju stendur til 18. ágúst.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira