Lífið

Stjörnubrúðkaup á Siglu­firði: „Partý sem fór hálf­partinn úr böndunum“

Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn.

Lífið

Allt sem þú þarft fyrir Mids­um­mer há­tíðina

Midsummer hátíðin er ein af mikilvægustu og skemmtilegustu hátíðum ársins, sérstaklega í Skandinavíu. Þessi sumarhátíð, sem fagnar lengsta degi ársins, er stútfull af hefðum, gleði og gómsætum mat. Hér eru nokkur atriði sem eru nauðsynleg fyrir góða Midsummer veislu:

Lífið samstarf

Justin Timberlake hand­tekinn

Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 

Lífið

Greta Salóme og Elvar greina frá kyninu

Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson eiga von á dreng í haust. Um að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta tilkynnti gleðitíðindin í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Myndaveisla: Níu líf of stór­kost­leg fyrir eftir­sjá

Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. 

Menning

Þor­grímur Þráins selur slotið

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hefur sett íbúð sína í einbýlishúsi í Tungugötu við Sogaveg í Reykjavík á sölu. Húsinu fylgir meðal annars vinnustofa en eigninni er lýst sem rómantískri í auglýsingu á fasteignavef Vísis.

Lífið

Slæmt jafn­vægi á milli Bagga­lúts og Sin­fóníunnar

Þegar ég var einstæður faðir og dóttir mín, sjö eða átta ára, var með mér í bílnum, þá spilaði ég oftar en ekki lagið Pabbi þarf að vinna í nótt. Það fjallar um drykkfelldan pabba sem segist þurfa að fara að vinna, en er auðvitað bara á leiðinni á barinn, „til að hitta mennina,“ „þótt mamma skelli hurðum.“ Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Baggalút og síðan þá hef ég verið aðdáandi sveitarinnar.

Gagnrýni

McKellen heill á húfi

Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. 

Lífið

Maðurinn sem upp­götvaði Bieber kveður bransann

Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas.

Tónlist

Bjuggu til 47 síðna EM hefti til að dunda við

Pálína Kroknes Jóhannsdóttir, grunnskólakennari í Flóaskóla í Flóahreppi í samstarfi við ungan Eyjamann, Kristófer Daða Viktorsson, 9 ára hafa gert „EM 24 verkefnahefti” í tengslum við Evrópukeppnina í knattspyrnu.

Lífið

Fyllist stolti við að líta til fyrri fjall­kvenna

Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar.   

Lífið

„Þetta lag minnir mig alltaf á að hafa tapað Idolinu“

„Þegar maður greinist með lífshættulegan sjúkdóm þá lærir maður að líta á heiminn öðrum augum og það var einmitt á spítalanum sem ég öðlaðist nýja sýn á lífinu og tók ákvörðun að einblína á það jákvæða og fallega í lífinu,“ segir hinn sjarmerandi Vestmannaeyingur Guðjón Smári Smárason sem greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sextán ára gamall.

Lífið

Tíminn sem fór í að ræða perra inni í hreyfingunni með ó­líkindum

Brynjar Karl Sigurðsson frumkvöðull og körfuboltaþjálfari segir íslenska menningu þjakaða af andvaraleysi og að fólk sé upp til hópa of upptekið af dyggðaskreytingum. Brynjar segist í nýjasta þætti Podcasts með Sölva Tryggvasyni hafa upplifað ótrúlega atburði á síðustu árum innan körfuboltahreyfingarinnar. 

Lífið

Plortedo heldur til Landanna á milli

Plortedo, eða Björn, mun kanna Löndin á milli í Elden Ring í GameTíví þætti kvöldsins. Er það liður í að hita upp fyrir útgáfu aukapakkans Shadow of the Erdtree sem kemur út næsta föstudag.

Leikjavísir

Lofar svaka­legri veislu

„Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld.

Tónlist

Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi

Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. 

Lífið

„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“

„Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna.

Tónlist

Hvers vegna tölum við um bongóblíðu?

Þegar líða fer á júní skýtur orðið bongóblíða, eða bara bongó, æ oftar upp kollinum þegar landsmenn lýsa veðráttu. Þetta orð á sér, eins og gefur að skilja, ekki langa sögu í málinu og blaðamanni þótti ólíklegt að Jónas Hallgrímsson eða Hallgrímur Pétursson hefðu talað um bongó þegar veðrið lék við þá forðum daga.

Lífið

Tólf klukku­stunda gjörningur í Hörpu í dag

Á morgun verður tólf klukkustunda langt verk flutt í Hörpu en gjörningurinn er hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Verkið er sviðsverk þar sem þrjátíu og sex einstaklingar úr ólíkum starfstéttum koma saman og verða spurð sex hundruð spurninga. Verkið hefst klukkan tólf í hádeginu og stendur yfir til miðnættis. Aðgangur er ókeypis.

Lífið

Torf­bærinn í Vestur­bænum sem stóð fram á níunda ára­tuginn

Þegar síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn voru Blúsbræðurnir í bíóhúsum bæjarins, Bubbi var nýbúinn að gefa út Ísbjarnarblús og Vigdís Finnbogadóttir hafði verið forseti Íslands í rúmt hálft ár. Á horni Suðurgötu og Eggertsgötu, þar sem nú er bílastæði við Hjónagarða, stóð torfbærinn Litla-Brekka og hann var ekki rifinn fyrr en árið 1981.

Lífið