Lítil tengsl við okkar innri kynveru koma niður á kynlífinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. september 2024 07:02 Íris Stefanía er þess fullviss um að heimurinn væri á betri stað ef fleiri væru í tengslum við innri kynveru og kynnu að elska sig meira. Íris Stefanía Skúladóttir listakona segir allt of marga ekki vera í tengslum við sína innri kynveru hér á landi. Hún segir það mikinn misskilning að það að vera kynferðislegur sé það sama og að hafa náð góðum tengslum við kynveruna. „Ég finn að kynveran brennur á fólki og trúi ég því að það sé grundvallaratriði að tengjast sinni kynveru og byrja að elska sig,“ segir Íris í samtali við Vísi. Tilefnið eru námskeið sem hún heldur fyrir konur undir nafninu Kynveran í Kramhúsinu í haust. Þar aðstoðar hún konur við að komast í tengsl við sína innri kynveru. Íris hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir hispurslausa listsköpun um kynlíf en árið 2019 gerði hún söguhringinn „Þegar ég fróa mér.“ Um var að ræða lokaverkefni hennar í LHÍ en þar gafst fólki kostur á að koma saman og ræða um sjálfsfróun, sjálfsást, kynveruna, lífið og stóra samhengið. Grundvallaratriði að geta sleppt skömminni „Ég finn mikinn áhuga á þessu námskeið en á sama tíma er svo mikil mótstaða,“ segir Íris. Hún nefnir sem dæmi að hún hafi rætt námskeiðið við tvær konur sem ætla að mæta. Þær hafi spurt aðra vinkonu sína sem hafi ekki tekið í mál að mæta. Íris segir þetta snúast um að horfa inn á við. „Við byrjum á að gera æfingar sem tengja okkur við líkamann, sem tengja hugann og líkamann við staðinn sem við erum á. Við erum hér, ég er hér í líkamanum, svo okkur líði vel og upplifum okkur örugg. Svo förum við í hugleiðslu og öndum. Eftir það byrjum við að tala saman, um þetta kerfi sem við búum í þar sem við förum fljótlega á lífsleiðinni að upplifa skömm í tengslum við það sem er kynferðislegt.“ Íris nefnir sem dæmi að flest börn séu skömmuð fyrir að til dæmis prufa að snerta eigin kynfæri. Það sé mikilvægt að fletta hulunni af skömminni sem sé svo innvinkluð og kerfisbundin í samfélaginu. „Við tökum það upp til að létta á því. Okkur er kennt þetta en þetta er ekki svona. Það er fullkomlega eðlilegt að kanna líkama sinn.“ Hún segir að margir haldi að það að vera kynferðislegur og spila á kynorkuna sé það sama og að vera í tengslum við kynveruna. Það sé ekki svo. „Þvert á móti getur það verið merki um truflaða kynorku.“ Íris ræddi sjálfsfróun í Íslandi í dag árið 2018. Hraðinn í samfélaginu kemur niður á kynlífinu Þá sé núvitund grundvallaratriði í því að tengjast innri kynveru. Mikill hraði sé í samfélaginu í dag og það komi niður á kynlífinu. „Því meiri núvitund og því meiri tengsl við líkama okkar því auðveldara er að njóta. Það er ógeðslega mikill hraði í samfélaginu og flest okkar eru ótrúlega aftengd, þannig að við finnum varla bragð af matnum, getum ekki notið og þá er líka erfitt að njóta fullnægingar.“ Íris nefnir sem dæmi það sem hún kallar fullnægingarmun á milli kynjanna. Gagnkynhneigðar konur fái það sjaldnast í kynlífi en þegar þær frói sér þá fái 95 prósent þeirra fullnægingu. Hún segir að þar sé um að ræða menningu ekki staðreyndir lífsins. „Þetta er öfugt fyrir samkynhneigða, sem fá það miklu oftar í kynlífi af því að þar er ekkert handrit. Ekkert penetration, enda fá flestar konur það ekki þannig heldur með því að snípurinn sé örvaður.“ Íris lofar þægilegri og öruggri stemningu í Kramhúsinu. Hún segir heila málið að læra að sleppa tökum á skömminni og óttanum. „Við þurfum að átta okkur á því að við lifum í óttadrifnu samfélagi og þurfum að skoða hvaðan þessi ótti kemur. Þegar ég var til dæmis í kynfræðslu þá var okkur bara kennt hvernig við ættum ekki að fá kynsjúkdóma og hvernig við ættum ekki að verða óléttar. Það var aldrei talað um unað. Þannig að við sem einstaklingar þurfum líka að búa þetta til hjá okkur, ekki búa til ótta í samskiptum við vini og maka, við þurfum að brjóta niður þessi óttadrifnu mörk.“ Kynlíf Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
„Ég finn að kynveran brennur á fólki og trúi ég því að það sé grundvallaratriði að tengjast sinni kynveru og byrja að elska sig,“ segir Íris í samtali við Vísi. Tilefnið eru námskeið sem hún heldur fyrir konur undir nafninu Kynveran í Kramhúsinu í haust. Þar aðstoðar hún konur við að komast í tengsl við sína innri kynveru. Íris hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir hispurslausa listsköpun um kynlíf en árið 2019 gerði hún söguhringinn „Þegar ég fróa mér.“ Um var að ræða lokaverkefni hennar í LHÍ en þar gafst fólki kostur á að koma saman og ræða um sjálfsfróun, sjálfsást, kynveruna, lífið og stóra samhengið. Grundvallaratriði að geta sleppt skömminni „Ég finn mikinn áhuga á þessu námskeið en á sama tíma er svo mikil mótstaða,“ segir Íris. Hún nefnir sem dæmi að hún hafi rætt námskeiðið við tvær konur sem ætla að mæta. Þær hafi spurt aðra vinkonu sína sem hafi ekki tekið í mál að mæta. Íris segir þetta snúast um að horfa inn á við. „Við byrjum á að gera æfingar sem tengja okkur við líkamann, sem tengja hugann og líkamann við staðinn sem við erum á. Við erum hér, ég er hér í líkamanum, svo okkur líði vel og upplifum okkur örugg. Svo förum við í hugleiðslu og öndum. Eftir það byrjum við að tala saman, um þetta kerfi sem við búum í þar sem við förum fljótlega á lífsleiðinni að upplifa skömm í tengslum við það sem er kynferðislegt.“ Íris nefnir sem dæmi að flest börn séu skömmuð fyrir að til dæmis prufa að snerta eigin kynfæri. Það sé mikilvægt að fletta hulunni af skömminni sem sé svo innvinkluð og kerfisbundin í samfélaginu. „Við tökum það upp til að létta á því. Okkur er kennt þetta en þetta er ekki svona. Það er fullkomlega eðlilegt að kanna líkama sinn.“ Hún segir að margir haldi að það að vera kynferðislegur og spila á kynorkuna sé það sama og að vera í tengslum við kynveruna. Það sé ekki svo. „Þvert á móti getur það verið merki um truflaða kynorku.“ Íris ræddi sjálfsfróun í Íslandi í dag árið 2018. Hraðinn í samfélaginu kemur niður á kynlífinu Þá sé núvitund grundvallaratriði í því að tengjast innri kynveru. Mikill hraði sé í samfélaginu í dag og það komi niður á kynlífinu. „Því meiri núvitund og því meiri tengsl við líkama okkar því auðveldara er að njóta. Það er ógeðslega mikill hraði í samfélaginu og flest okkar eru ótrúlega aftengd, þannig að við finnum varla bragð af matnum, getum ekki notið og þá er líka erfitt að njóta fullnægingar.“ Íris nefnir sem dæmi það sem hún kallar fullnægingarmun á milli kynjanna. Gagnkynhneigðar konur fái það sjaldnast í kynlífi en þegar þær frói sér þá fái 95 prósent þeirra fullnægingu. Hún segir að þar sé um að ræða menningu ekki staðreyndir lífsins. „Þetta er öfugt fyrir samkynhneigða, sem fá það miklu oftar í kynlífi af því að þar er ekkert handrit. Ekkert penetration, enda fá flestar konur það ekki þannig heldur með því að snípurinn sé örvaður.“ Íris lofar þægilegri og öruggri stemningu í Kramhúsinu. Hún segir heila málið að læra að sleppa tökum á skömminni og óttanum. „Við þurfum að átta okkur á því að við lifum í óttadrifnu samfélagi og þurfum að skoða hvaðan þessi ótti kemur. Þegar ég var til dæmis í kynfræðslu þá var okkur bara kennt hvernig við ættum ekki að fá kynsjúkdóma og hvernig við ættum ekki að verða óléttar. Það var aldrei talað um unað. Þannig að við sem einstaklingar þurfum líka að búa þetta til hjá okkur, ekki búa til ótta í samskiptum við vini og maka, við þurfum að brjóta niður þessi óttadrifnu mörk.“
Kynlíf Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira