Lífið

Endaði fár­veikur eftir að hafa andað að sér ó­geði í langan tíma

Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom.

Lífið

Taylor Swift gengin út á met­tíma

Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega.

Lífið

„Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan“

Birgitta Ýr Jósepsdóttir er 27 ára kona sem hefur upplifað einelti, misnotkun og barnsmissi. Hún lýsir því hvernig hún þyngdist um fimmtíu kíló á örstuttum tíma sökum vanlíðunar. Hún sigraðist á áföllunum og lifir í dag hamingjusömu lífi. Sindri Sindrason fékk að heyra sögu Birgittu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið

Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík

Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30.

Lífið

Hlutir til að varast í kynlífi

Eins dásamlegt og kynlíf getur verið er mikilvægt að hafa nokkra hluti á hreinu til að geta notið stundarinnar sem best. Eðli máls samkvæmt er listinn ekki tæmandi. 

Lífið

Bað Ása um að leysa sig af og kenna rassatíma

Sara Davíðsdóttir, flugfreyja og einkaþjálfari, hefur farið á kostum á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið með óvanalegum beiðnum til unnustans og hlaðvarpsstjórnandans Ásgríms Geirs Logasonar, betur þekktur sem Ási.

Lífið

Ís­lendingar svart­sýnir á gengi Ís­lands í Euro­vision

Meirihluti Íslendinga er svartsýnn á gengi landsins í Eurovision söngvakeppninni í ár. Fáir eru vongóðir um að Diljá Pétursdóttir beri sigur úr býtum fyrir hönd Íslands. Fjöldinn er svipaður og í fyrra þegar Systur kepptu. Mun meiri bjartsýni var hjá landanum þegar Hatari keppti árið 2019 og árin tvö á eftir þegar Daði og Gagnamagnið voru í eldlínunni.

Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Hel­vítis snakkfisk­rétturinn

Ívar Örn Hansen eða Helvítis kokkurinn eins og hann er betur þekktur, heldur áfram að kenna okkur á lífið í eldhúsinu, nú er það helvítis snakkfiskréttinn með basmati hrísgrjónum. Einfaldur en bragðgóður kvöldverður sem svíkur engan.

Lífið

Ómar R. og Margrét skilin

Ómar R. Valdi­mars­son, lögmaður og Margrét Ýr Ingimarsdóttir, kennari og eigandi Hugmyndabankans, skilja eftir sautján ára samband. Smartland greinir frá.

Lífið

Komst af leigumarkaðnum á Verkalýðsdaginn

Leikkonan María Thelma Smáradóttir og hnefaleikakappinn Steinar Thors hafa fest kaup í þríbýlishúsi í Hafnarfirði sem þau ætla að taka í gegn. María Thelma fagnar því að vera ekki leigjandi lengur. Hún hafi losnað af leigumarkaðnum á sjálfan verkalýðsdeginum.

Lífið

Kemur frá Belgíu og er heltekin af Íslandi: „Ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland“

Hin belgíska Annelies Barentsen varð ástfangin af Íslandi þegar hún heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir tíu árum. Síðan þá hefur notað hvert tækifæri til að ferðast hingað og hún hætti að telja fjölda ferðanna eftir tuttugu skipti. Hún kveðst vera heltekin af landinu, og hefur nú stofnað ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að gera samlöndum sínum kleift að uppgötva Ísland.

Lífið

Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja

Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn.

Lífið

Farsælir íslenskir tvíburar

Tvíburar hafa verið á margra vörum síðustu vikur eftir að sjónvarpsþættir Ragnhildar Steinunnar um tengsl og samfylgd tvíbura í gegnum lífið fór í loftið. Fjölmargar erlendar stjörnur eru tvíburar, má þar til dæmis nefna Elvis Presley, Scarlet Johansson, Vin Diesel, Gisele Bündchen, Ashton Kutcher og Kiefer Sutherland. Vísir tók saman lista yfir farsæla Íslendinga sem eru tvíburar.

Lífið

Diljá kvödd með lúðrasveit og eldgleypum

Diljá Pétursdóttir lagði af stað til Liverpool í nótt þar sem hún mun taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í næstu viku. Það var nóg um að vera þegar Diljá og föruneyti hennar lögðu af stað upp á flugvöll en þar var meðal annars lúðrasveit og eldgleypar.

Lífið