Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 16:43 Gísli Matthías ásamt forsætisráðherrunum um helgina. Facebook Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“ Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“
Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís
Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45