Lífið

Söng­leikja­höfundurinn Tom Jones látinn

Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu.

Lífið

Tryllti lýðinn með Tinu Turner

Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra.

Lífið

Hleypur ber­brjósta með kú­reka­hatt

Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi.

Lífið

Könnuðust við gæjann á hjólinu

Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu.

Lífið

Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „bögg­les“

Mikill meiri­hluti lands­manna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Bögg­les.“ Minni­hluti notar enskan fram­burð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti lands­manna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórn­mála­fræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn.

Lífið

Hittust fyrir til­viljun í flug­vél Icelandair og eru í dag hjón

Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón.

Lífið

Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg

Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega.

Lífið

„Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“

„Fyrir mér voru þetta mikilvæg fyrstu skref. Það sem skipti mig máli var að þarna fékk ég staðfestingu á minni upplifun. Það var svo gott að koma þarna og læra inn á þessi skref og öll þessi hugtök,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hún nýtti sér þjónustu Kvennaathvarfsins fyrir nokkrum árum og ber því vel söguna.

Lífið

Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu

Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. 

Lífið

„Fáum í viku að vera bara til og okkur er fagnað fyrir það“

Hinsegin dagar eru gengnir í garð og má segja að líf, litagleði og sýnileiki einkenni borgina um þessar mundir. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í dag þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma einnig fögnuður. Í tilefni af því fékk Lífið á Vísi hinsegin fólk úr ólíkum áttum samfélagsins til að deila sínum uppáhalds minningum af Pride.

Lífið

Keflavík til sölu

Jörðin Keflavík, milli Skálavíkur og Súgandafjarðar, er til sölu. Galtarviti, sem stendur í vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur er að vísu undanskilinn í sölunni. 

Lífið

Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina

Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum.

Lífið

Eignaðist ungan kynja­­könnuð: „Það ert þú sem ert ekki að skilja að ég er stelpa“

Rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur komið víða við. Samhliða því að gefa út bækur tengdu kynjajafnrétti braut hún blað í veraldarsögunni þegar þolandi og gerandi tóku höndum saman og fjölluðu um kynferðisofbeldi. Hún eignaðist tvíbura eftir tvísýna meðgöngu árið 2018 og hefur fjallað opinskátt á samfélagsmiðlum um hvernig fjölskyldan hefur hlúð að ódæmigerðri kyntjáningu Hlyns, annars tvíburanna.

Lífið

Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni

Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni.

Lífið

Vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun

Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru á sölu á miðnætti. Leikjahæsti leikmaður Víkings, sem jafnframt átti hugmyndina að treyjunni, vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun á Íslandi.

Lífið

Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari

„Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi.

Lífið