Leikjavísir

Dúós: Kostuleg keppni í Gang Beasts

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels til að aðstoða sig við að læra. Í sjötta þætti Dúós kíktu þeir félagar á partíleikinn Gang Beasts en óhætt er að segja að aðfarir þeirra hafi verið kostulegar.

Leikjavísir

Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika

Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp.

Leikjavísir

Dúós: Pétur lét reyna á taugarnar

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Leikjavísir

Dúós: Pétur Jóhann kíkir á hryllinginn

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Leikjavísir

Stiklusúpa: Allt of stórt leikjahaust í vændum

Viðburðinum Summer game fest lýkur í dag en hann hafa margir af helstu leikjaframleiðendum heims, og aðrir minna þekktir, notað til að sýna þá leiki sem gefnir verða út á næstunni. Óhætt er að segja að mikið verði um að vera í leikjaspilun í haust.

Leikjavísir

The Lord of the Rings Gollum: Versti leikur ársins, hingað til

Góðir leikir fá mann oft til að hugsa. Oftast um það hvað allt er ömurlegt og hvað það sökkar að geta ekki galdrað, stýrt einhverju með hugarorkunni eða af hverju ég fæ bara ekki að ráða öllu, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru leikir eins og Gollum, sem fá mann til að hugsa: „Spilaði enginn þennan leik áður en þeir gáfu hann út?“

Leikjavísir

Allir spila með Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að verja síðasta streyminu fyrir sumarfrí með áhorfendum sínum. Þá munu áhorfendur geta barist við stelpurnar í einkaviðureign í Warzone 2.

Leikjavísir

Kattaslagur í beinni

Bræður munu berjast, og kettir líka, í streymi GameTíví í kvöld. Strákarnir munu ferðast milli heima og kíkja til Tamriel í Elder Scrolls Online. Þar berjast strákarnir í hópi sem kallast Clueless Crusaders og eru þeir flestir kettir sem kallast Khajiit.

Leikjavísir

Gameveran í sumargír

Það verður sumarstemning hjá Gameverunni í streymi kvöldsins. Þetta er lokastreymi hennar fyrir sumarfrí en hún fær Fuglaflensu og Óðinn í heimsókn og ætla þau meðal annars að gefa áhorfendum glaðninga.

Leikjavísir

Ævintýri Grimsby halda áfram

Óli Jóels mætir aftur á hliðarlínuna í Grimsby í Stjóranum í kvöld. Nú fer að koma í ljós hvort hann komi liðinu upp um deild í Football Manager eða renni á rassinn í slorinu.

Leikjavísir

Hryllingur hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví stíga í spor draugabana í kvöld. Þeir munu etja kappi við illa anda og alls konar kvikyndi í leiknum Demonologist.

Leikjavísir

GameTíví: Ævintýrið í Tamriel heldur áfram

Strákarnir í GameTíví halda ævintýrinu í Tamriel áfram í kvöld en þeir ætla að spila Elder Scrolls Online. Að þessu sinni setja strákarnir stefnuna á High Isle þar sem þeir munu berjast við alls kyns ófreskjur og sömuleiðis gefa áhorfendum gjafir.

Leikjavísir