Leikjavísir

Nicki Mina­j og Snoop Dogg mögu­legar dráps­vélar í skot­leik

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Rappararnir eru ansi vígalegir þegar þau munda marglitar byssur sínar í Call of Duty. Minaj er ansi bleik á meðan Snoop Dogg er kyrfilega merktur maríjúanalaufinu,
Rappararnir eru ansi vígalegir þegar þau munda marglitar byssur sínar í Call of Duty. Minaj er ansi bleik á meðan Snoop Dogg er kyrfilega merktur maríjúanalaufinu, Twitter

Rappararnir Snoop Dogg og Nicki Minaj bætast við sem karakterar í nýjustu seríu tölvuleikjanna Call of Duty: Modern Warfare II og Call of Duty: Warzone 2. 

Tölvuleikjaspilarar munu geta spilað sem þau tvö og einnig sem bresk-ameríski rapparinn 21 Savage í fimmtu seríu Call of Duty-leikjanna tveggja sem kemur út 2. ágúst. Þeim verður bætt inn í leikinn til að fagna fimmtíu ára afmæli hipphopps í ár.

Snoop Dogg þekkir þó vel til skotleikjaseríunnar, í Call of Duty: Vanguard gátu spilarar brugðið sér í hlutverk rapparans geðþekka.

Það hefur gerst í meiri mæli á undanförnum árum að frægt fólk úr raunheimum birtist í tölvuleikjum. Fótboltamennirnir Lionel Messi, Neymar og Paul Pogba bættust við seríuna í fyrra.

Þá hefur mikill fjöldi þekktra einstaklinga birst í hinum gríðarvinsæla Fortnite, þar má nefna Keanu Reeves, Ariana Grande, LeBron James, Will Smith og fleiri til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×