Leikjavísir

Mætti alltof snemma í vinnuna útaf tímarugli í Candy Crush

Haraldur Geir Þorsteinsson nýtti sér glufu í Candy Crush og breytti klukkunni í símanum sínum til þess að fá aukalíf í leiknum. Hann vaknaði tveimur tímum of snemma í morgun og hélt í vinnuna. Hann áttaði sig á mistökunum þegar hann var að keyra Sæbrautina og sá að umferðin var óvenju þægileg.

Leikjavísir

Taka yfir Háskólabíó

Íslenska League of Legends-samfélagið hafði samband við Senu og úr þeirri samvinnu varð fjögurra daga tölvuleikjahátíð sem haldin verður um helgina.

Leikjavísir

Candy Crush fyrir 70 milljarða

Fyrirtækið á bak við tölvuleikinn vinsæla Candy Crush Saga telur að það geti safnað tæplega 613 milljónum dala, eða um sjötíu milljörðum króna, þegar það verður skráð á markað.

Leikjavísir

200 manna röð fyrir utan Elko

Playstation 4 leikjatölvan fór í sölu í kvöld, en Elko, Skífan og Gamestöðin voru með sérstaka kvöldopnun í tilefni útgáfunnar leikjatölvunnar hér á landi.

Leikjavísir

Quiz Up á lokaðan en risavaxinn Kínamarkað

Stefnt er að útgáfu spurningaleiksins Quiz Up í Kína sem er 1,3 milljarða manna markaður. Þetta verður gert í samstarfi við Tencent, stærsta netfyrirtækis Kína, sem er meðal hluthafa í Plain Vanilla sem gefur út Quiz Up. Stjórnendur Plain Vanilla eru á leið til Kína.

Leikjavísir

PS3: Leikjatölvan sem öllu breytti

Leikjatölvan Playstation 3 hefur haft gríðarleg áhrif á neysluvenjur á afþreyingarefni og gerði notendum kleift að fara á netið og spila leiki við félaga í fjarlægum löndum. Vísir fer yfir þróun tölvunnar, helstu leiki og erfiðleika.

Leikjavísir

Tölvuleikur sem kennir ungum börnum forritun

Vignir Örn Guðmundsson er frumkvöðull á sviði tölvuleikja sem ætlaðir eru til að efla rökfræðilega hugsun ungra barna. Flóknu forritunarmáli er breytt í daglegt mál. Skortur er á forriturum á vinnumarkaði og mikilvægt að efla grunninn.

Leikjavísir

Orðljótum notendum refsað

Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með "mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk.

Leikjavísir