Innherji
Apótekum sagt að ráða fleiri lyfjafræðinga á sama tíma og ríkið sogar til sín starfskrafta
Breytt stjórnsýsluframkvæmd hjá Lyfjastofnun þyngir róður smærri apóteka í samkeppni þeirra við stóru lyfsölukeðjurnar. Á sama tíma og ríkið keppir við apótek um starfskrafta er smærri apótekum gert að ráða fleiri lyfjafræðinga en áður var gerð krafa um. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Carbon Recycling, Controlant og Alvotech tilnefnd í flokknum Rokkstjarnan
Carbon Recycling International, Controlant og Alvotech eru tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Rokkstjarnan. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.
Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum
Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu.
Skyldurækni gagnvart heimamarkaðinum
Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2012 steig Barack Obama, sem sóttist þá eftir endurkjöri, upp á svið í Virginíuríki og flutti ræðu sem átti eftir að lita kosningabaráttuna.
Ætla að sækja allt að 10 milljarða fyrir skráningu í Svíþjóð eða Bandaríkjunum
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis vinnur nú að því að sækja sér samtals um 40 til 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5 til rúmlega 10 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áform félagsins um skráningu á hlutabréfamarkað í Svíþjóð eða Bandaríkjunum snemma á næsta ári.
Þórlindur verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Þórlindur Kjartansson, sem hefur starfað undanfarið sem ráðgjafi og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, verður aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur í utanríkisráðuneytinu.
Borgin fjölgaði starfsfólki um nær 20 prósent á fjórum árum
Starfsfólki hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um nær 20 prósent á síðustu fjórum árum. Borgarstarfsmönnum hefur því fjölgað mun meira en borgarbúum. Þetta má lesa úr gögnum sem skrifstofa Reykjavíkurborgar tók saman að beiðni Innherja.
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Brim, Kvika og Fossar tilnefnd í flokknum Samfélagsstjarnan
Fyrirtækin Brim hf, Kvika banki og Fossar markaðir eru tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Samfélagsstjarnan. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.
Strangari reglur hjá Seðlabankanum en ráðuneytinu í útboði Íslandsbanka
Engum starfsmanni Seðlabanka Íslands var heimilt að taka þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka en langflestum starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins var heimilt að kaupa bréf í útboði bankans, að því gefnu að þær byggju ekki yfir innherjaupplýsingum. Þetta kemur fram í svari stofnananna við fyrirspurnum Innherja.
Heimilt að selja hvenær sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð
Bankasýslunni, sem heldur utan um 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, er heimilt að selja hlutabréf sín í bankanum hvort heldur sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð til fagfjárfesta hvenær sem er eftir að tímabili sölubanns lýkur síðar í þessum mánuði.
Stjórnmálin tóku yfir topplista vikunnar
Stjórnmálin áttu svolítið vikuna enda stjórnarsáttmáli undirritaður, ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mynduð og fjárlög lögð fram.
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Sidekick Health, Lucinity og Arion tilnefnd sem Tækniundur ársins
Fyrirtækin Sidekick Health, Lucinity og Arion banki eru tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 í flokknum Tækniundur ársins. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.
Dagur í lífi Hildar Björnsdóttur: Fjölbreyttum dögum lýkur með því að svæfa útsmogin börn
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lifir fjölbreyttu lífi stjórnmálamannsins. Hún er einstaklega matsár og tekur engar áhættur með hádegismatinn. Hún leyfir kvöldsvæfum unnusta sínum alltaf að velja sjónvarpsefnið, því hann sofnar eftir þrjár mínútur og hún tekur þá yfir dagskrárvaldið.
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Ásta, Sindri og Arnar tilnefnd í flokknum Kaupmaður ársins
Ásta Fjeldsted í Krónunni, Sindri Snær Jensson í Húrra og Arnar Sigurðsson í Santé eru þrjú tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Kaupmaður ársins. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.
Kvikmyndamiðstöð þvertekur fyrir að ætla sér í samkeppni við einkareknar streymisveitur
Fulltrúi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir misskilnings gæta í umræðunni um uppbyggingu streymisveitu á vegum ríkisins sem fulltrúar fjarskiptafyrirtækja hafa gagnrýnt undanfarna daga.
Guðbjörg bætti við hlut sinn í Eik
Fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu, keypti hlutabréfa í fasteignafélaginu Eik fyrir meira en 200 milljónir króna í nóvember. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Eikar.
Gildi leggur meiri áherslu á innlend hlutabréf á næsta ári
Gildi lífeyrissjóður mun auka vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni samtryggingardeildar sjóðsins um tvö prósent á næsta ári og minnka vægi skuldabréfa til samræmis. Þetta kom fram á sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi sjóðsins sem var haldinn í lok nóvember.
Konráð ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis
Konráð S. Guðjónsson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðinn til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka.
Emma til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco í London
Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco er að færa út kvíarnar í starfsemi sinni í London og hefur ráðið á skrifstofu félagsins þar í borg enska lögmanninn Emmu Hickman.
Nú þarf að greikka sporið
Það er gífurlega ánægjulegt að við stöndum eftir allt saman á sterkum grunni. Ríkissjóður hefur þurft að taka minna að láni en áður var talið þurfa til að eiga við náttúruhamfarir.
Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures
Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019.
Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova
Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.
Frjálsari séreign muni efla verðbréfavitund almennings
Áform stjórnvalda um að auka frelsi fólks til að ráðstafa séreignarsparnaði eru til þess fallin að auka skilvirkni hlutabréfamarkaðarins og ýta undir frekari vitundarvakningu hjá almenningi. Þetta segja viðmælendur Innherja á markaðinum.
Fortuna Invest vikunnar: Bækurnar sem fjárfestar ættu að hafa við höndina
Í þessari viku er farið yfir nokkrar bækur tengdar fjármálum og fjárfestingum sem getur verið gott að hafa til hliðsjónar og skemmtunar í fjárfestingarvegferðinni.
Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar
Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra.
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð
Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum.
Gréta María lætur af störfum hjá Brimi
Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá útgerðinni.
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku.
Framkvæmdastjóri SAF: „Gott að sjá að stefnuplaggið fari ekki ofan í skúffu“
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna komi inn á margar af þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. Hann býst við að eiga gott samtal við stjórnvöld um skuldastöðu ferðaþjónustunnar þótt hennar sé ekki getið neins staðar í sáttmálanum.
Opinberum starfsmönnum fjölgar mjög en fækkar í einkageiranum
Úttekt Hagstofunnar leiðir í ljós að starfsfólk í atvinnugreinunum opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem að mestu eru reknar af ríki og sveitarfélögum, fjölgaði um 9 þúsund á sama tíma og starfsfólki í einkageiranum fækkaði um 8 þúsund.