Sport

„Eigum skilið að finna til“

Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Asensio hetjan í endur­komu Villa

Lánsmennirnir Marcus Rashford og Marco Asensio voru í lykilhlutverkum þegar Aston Villa vann góðan 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa er nú aðeins stigi á eftir Chelsea í deildinni.

Enski boltinn

„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“

Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. 

Handbolti

„Frammi­staða á alþjóðamælikvarða“

Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Handbolti

Upp­gjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Vals­konur skrefi nær undan­úr­slitum

Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Handbolti

Hætti við að dæma víti og United slapp með jafn­tefli

Everton og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton virtist vera með sigurinn í höndunum þegar United lifnaði allt í einu við á síðustu tuttugu mínútunum. Síðustu tuttugu mínútur leiks og uppbótatíminn varð síðan að mikilli rússíbanaferð.

Enski boltinn

Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti á sínu fyrsta tímabili með ítalska stórliðinu Internazionale. Hún hélt hreinu með íslenska landsliðinu í gær eitthvað sem við höfum séð mikið af í leikjum hennar i Seríu A.

Fótbolti

Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina

Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.

Handbolti