Heimsmarkmiðin

Sjö milljónir íbúa Suður-Súdan við hungurmörk

Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu.

Kynningar

Heimsmarkmiðagátt opnuð

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur opnað Heimsmarkmiðagátt þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri.

Kynningar

Á hverjum degi deyr eitt barn á flótta

Frá því að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014, hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn.

Kynningar

Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára

Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári.Vöxturinn milli ára er 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 tæp 160%.

Kynningar

Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu

Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Kynningar

Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða

Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum. Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu.

Kynningar

Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. "Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún," segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins.

Kynningar

Friðargæsla er í senn nauðsyn og von

Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar.

Kynningar