FAO veitir þremur milljónum íbúa Eþíópíu neyðaraðstoð Heimsljós kynnir 26. júní 2019 09:30 Úrkoma undir meðallagi í febrúar fram í maí og miklir þurrkar síðustu árin, leiða til þess að tæplega níu milljónir íbúa Eþíópíu þurfa á mannúðar- og matvælaaðstoð að halda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa átök hrakið fólk á vergang í þúsundavís. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) ætlar af þessum sökum að grípa til neyðaraðstoðar sem beinist að þeim þremur milljónum íbúa sem búa við mestu þrengingar. Fatouma Seid, fulltrúi FAO í Eþíópíu, segir að bændur og hirðingjar verði harðast úti í þurrkunum, neyðin sé mikil og brýnt að bregðast við áður en þurrkatímabilið dregst á langinn. Veðurútlit næstu mánaða gefur til kynna að úrkoma verði áfram undir meðallagi, einkum í suðausturhluta landsins. Spár gera einnig ráð fyrir uppskerubresti og meðfylgjandi matvælaskorti. Þá er óttast að skortur verði á fóðri og vatni fyrir búpening, auk þess sem hætta er talin á útbreiðslu dýrasjúkdóma. Samkvæmt viðbragðsáætlun stjórnvalda í Eþíópíu um mannúðaraðstoð þurfa rúmlega þrjár milljónir heimila á aðstoð að halda. FAO hyggst grípa til aðgerða þar sem þörfin er mest, að stórum hluta meðal þeirra sem hafa hvað minnst að bíta og brenna. Í frétt frá FAO kemur fram að fjárþörfin vegna aðstoðarinnar nemi 36 milljónum bandarískra dala.Ísland og FAOÁ síðustu misserum hefur verið unnið að því að efla samstarf við FAO á sviði þróunarsamvinnu með sérstaka áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Skrifað var undir samning við FAO um fjárstuðning til verkefnisins fyrr á þessu ári. Fastafulltrúi Íslands í Róm situr margvíslega fundi um matvælaástandið í heiminum og tekur þátt í stefnumótandi aðgerðum. Þá situr Ísland í stýrinefnd fyrir undirnefnd í fiskveiðimálum fyrir hönd Evrópuríkja árin 2018–2020. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
Úrkoma undir meðallagi í febrúar fram í maí og miklir þurrkar síðustu árin, leiða til þess að tæplega níu milljónir íbúa Eþíópíu þurfa á mannúðar- og matvælaaðstoð að halda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa átök hrakið fólk á vergang í þúsundavís. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) ætlar af þessum sökum að grípa til neyðaraðstoðar sem beinist að þeim þremur milljónum íbúa sem búa við mestu þrengingar. Fatouma Seid, fulltrúi FAO í Eþíópíu, segir að bændur og hirðingjar verði harðast úti í þurrkunum, neyðin sé mikil og brýnt að bregðast við áður en þurrkatímabilið dregst á langinn. Veðurútlit næstu mánaða gefur til kynna að úrkoma verði áfram undir meðallagi, einkum í suðausturhluta landsins. Spár gera einnig ráð fyrir uppskerubresti og meðfylgjandi matvælaskorti. Þá er óttast að skortur verði á fóðri og vatni fyrir búpening, auk þess sem hætta er talin á útbreiðslu dýrasjúkdóma. Samkvæmt viðbragðsáætlun stjórnvalda í Eþíópíu um mannúðaraðstoð þurfa rúmlega þrjár milljónir heimila á aðstoð að halda. FAO hyggst grípa til aðgerða þar sem þörfin er mest, að stórum hluta meðal þeirra sem hafa hvað minnst að bíta og brenna. Í frétt frá FAO kemur fram að fjárþörfin vegna aðstoðarinnar nemi 36 milljónum bandarískra dala.Ísland og FAOÁ síðustu misserum hefur verið unnið að því að efla samstarf við FAO á sviði þróunarsamvinnu með sérstaka áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Skrifað var undir samning við FAO um fjárstuðning til verkefnisins fyrr á þessu ári. Fastafulltrúi Íslands í Róm situr margvíslega fundi um matvælaástandið í heiminum og tekur þátt í stefnumótandi aðgerðum. Þá situr Ísland í stýrinefnd fyrir undirnefnd í fiskveiðimálum fyrir hönd Evrópuríkja árin 2018–2020. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent