Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða Heimsljós kynnir 6. júní 2019 09:45 Ljósmynd frá Úganda. gunnisal Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum, fyrir fæðingu, meðan á fæðingu stendur, og eftir fæðingu. Þetta er mat fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í nýrri samantekt er sjónum beint að skorti á menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem samtökin segja blasa við fátækustu barnshafandi konum í heiminum – á þeim tíma þegar þær þurfa mest á læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að halda. Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu. „Fyrir alltof margar fjölskyldur geta útgjöld vegna barnsfæðinga verið skelfileg. Og fyrir fjölskyldur sem hafa ekki tök á því að greiða þann kostnað geta afleiðingarnar verið banvænar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Þegar fjölskyldur freista þess að skera niður útgjöld í tengslum við fæðingar eru það mæðurnar og börnin sem þjást,“ bætir hún við. Ef matarútgjöld heimila eru dregin frá verja fimm milljónir fjölskyldna að minnsta kosti 40 prósentum á ári í útgjöld sem tengjast fæðingum, segir í skýrslu UNICEF. Þessar fjölskyldur eru flestar í Asíu, tæplega þrjár milljónir og tæplega tvær milljónir í Afríku. Í flestum þróuðum ríkjum er menntað heilbrigðisstarfsfólk viðstatt fæðingar en víða meðal fátækari þjóða er ekki sjálfgefið að sérmenntað starfsfólk sé til aðstoðar við barnsfæðingu, til dæmis aðeins í 9,4 prósent tilvika í Sómalíu. Þá er einnig mikill munur innan þjóða og nefnt sem dæmi að efnameiri fjölskyldur fá fjórum sinnum fleiri vitjanir hjúkrunarfræðings eða ljósmóður vegna nýfæddra barna en efnaminni fjölskyldur. UNICEF vekur athygli á því að þótt pottur sé víða brotinn í þessum efnum í heiminum hafi miklar framfarir orðið á síðustu árum. Konum og stúlkum sem láta lífið í tengslum við þungun eða fæðingu hefur fækkað stórlega fækkað eða um rúmlega 40 prósent á árunum 1990 til 2015, úr 532 þúsundum niður í 303 þúsund. Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu lagt mikla áherslu á ungbarna- og mæðravernd, einkum í tvíhliða samstarfinu í Malaví. Þar var fyrr á þessu ári tekin í notkun ný glæsileg fæðingardeild og miðstöð ungbarna- og mæðraverndar við héraðssjúkrahúsið í Mangochi. Aðrar sex fæðingardeildir og biðskýli fyrir verðandi mæður voru reist fyrir íslenskt þróunarfé í sveitum héraðsins, ásamt því að afhentir voru fimm sjúkrabílar. Konum sem deyja af barnsförum í héraðinu hefur fækkað gríðarlega eftir að samstarfið hófst, eða um 40 prósent á árabilinu 2012-2017.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum, fyrir fæðingu, meðan á fæðingu stendur, og eftir fæðingu. Þetta er mat fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í nýrri samantekt er sjónum beint að skorti á menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem samtökin segja blasa við fátækustu barnshafandi konum í heiminum – á þeim tíma þegar þær þurfa mest á læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að halda. Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu. „Fyrir alltof margar fjölskyldur geta útgjöld vegna barnsfæðinga verið skelfileg. Og fyrir fjölskyldur sem hafa ekki tök á því að greiða þann kostnað geta afleiðingarnar verið banvænar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Þegar fjölskyldur freista þess að skera niður útgjöld í tengslum við fæðingar eru það mæðurnar og börnin sem þjást,“ bætir hún við. Ef matarútgjöld heimila eru dregin frá verja fimm milljónir fjölskyldna að minnsta kosti 40 prósentum á ári í útgjöld sem tengjast fæðingum, segir í skýrslu UNICEF. Þessar fjölskyldur eru flestar í Asíu, tæplega þrjár milljónir og tæplega tvær milljónir í Afríku. Í flestum þróuðum ríkjum er menntað heilbrigðisstarfsfólk viðstatt fæðingar en víða meðal fátækari þjóða er ekki sjálfgefið að sérmenntað starfsfólk sé til aðstoðar við barnsfæðingu, til dæmis aðeins í 9,4 prósent tilvika í Sómalíu. Þá er einnig mikill munur innan þjóða og nefnt sem dæmi að efnameiri fjölskyldur fá fjórum sinnum fleiri vitjanir hjúkrunarfræðings eða ljósmóður vegna nýfæddra barna en efnaminni fjölskyldur. UNICEF vekur athygli á því að þótt pottur sé víða brotinn í þessum efnum í heiminum hafi miklar framfarir orðið á síðustu árum. Konum og stúlkum sem láta lífið í tengslum við þungun eða fæðingu hefur fækkað stórlega fækkað eða um rúmlega 40 prósent á árunum 1990 til 2015, úr 532 þúsundum niður í 303 þúsund. Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu lagt mikla áherslu á ungbarna- og mæðravernd, einkum í tvíhliða samstarfinu í Malaví. Þar var fyrr á þessu ári tekin í notkun ný glæsileg fæðingardeild og miðstöð ungbarna- og mæðraverndar við héraðssjúkrahúsið í Mangochi. Aðrar sex fæðingardeildir og biðskýli fyrir verðandi mæður voru reist fyrir íslenskt þróunarfé í sveitum héraðsins, ásamt því að afhentir voru fimm sjúkrabílar. Konum sem deyja af barnsförum í héraðinu hefur fækkað gríðarlega eftir að samstarfið hófst, eða um 40 prósent á árabilinu 2012-2017.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent