Heilsa

Taílenskt fingrafæði

Narumon Sawangjaitham og Bogi Jónsson reka veitingastaðinn Gullna hliðið á Álftanesi, þar sem Narumon framreiðir hverja kræsinguna á fætur annarri fyrir gestahópa. Hún deilir með lesendum uppskrift að taílenskum handavinnumat.

Heilsuvísir

Ofnsteiktur aspas

Ferskur aspas er sérlega góður á þessum tíma árs. Það sem helst ber að varast við matreiðslu aspas er að ofelda hann ekki, en hægt er að matreiða grænu spjótin á margan máta. Aspas má til dæmis gufusjóða, eða snöggsjóða í nokkrar mínútur.

Heilsuvísir

Brenndar möndlur

Ristaðar möndlur, eða "brenndar möndlur" eins og þær kallast iðulega á Norðurlandamálunum, eru ómissandi hluti af jólamörkuðum víðs vegar um heim.

Heilsuvísir

Afgangurinn fer ofan í smáfuglana

„Áður fyrr var ég nokkuð dugleg að baka – ekki síst á sumrin og veitti ekki af á stóru sveitaheimili. Ég vildi líka gjarnan vera viðbúin og eiga með kaffinu þegar gesti bar að garði sem var æði oft á árum áður enda bærinn okkar í þjóðbraut,“ segir Elín G. Sigurðardóttir á Torfalæk, safnstjóri Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Heilsuvísir

Þetta er safngripur

Flestir reka upp stór augu þegar þeir mæta Ragnari Magnússyni veitingamanni á sínum gula og glæsta Dodge Charger SRT-8. Anton ljósmyndari var ekki seinn á sér að taka upp myndavélina og festa þá á filmu.

Heilsuvísir

Eldar eftir árstíðunum

Elín Edda Árnadóttir eldar eftir árstíðum. Hún gefur uppskrift að steinbít krydduðum með nornaseiði. Elín Edda er leikmynda- og búningahöfundur. Hún hefur afskaplega gaman af að elda, og tekur mikið tillit til dagatalsins í sinni matargerð.

Heilsuvísir

Fyrirbyggjum flensusmit

Nú styttist í að flensan fari að herja á landsmenn. Til eru fyrirbyggjandi aðgerðir til að forðast flensusmit þó engin þeirra sé 100 prósent örugg. Besta leiðin til að forðast flensu og kvef er að lifa heilbrigðu lífi og borða holla fæðu. Þá er rétt að forðast stress, svefnleysi og að keyra sig út á vinnu en slíkt getur veikt ónæmiskerfið.

Heilsuvísir

Sölumet slegin

VW slær sölumet sjöunda mánuðinn í röð. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Sett var sölumet í júlí þegar seldust 522 þúsund bílar, sem er 10,2% söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra.

Heilsuvísir

Varhugavert rúsínuát smábarna

Smábörn eru sólgin í rúsínur og þykir gaman að tína þær upp í sig. Nú hefur komið á daginn að börn yngri en þriggja ára beri að varast rúsínur í miklum mæli.

Heilsuvísir

Brostu bara breiðar

Kristín Ólafsdóttir leikskólakennari á Selfossi þarf ekki langt að fara til að gæða sér á gómsætum og safaríkum kirsuberjum. Í gróðurhúsinu hennar svigna greinar trés undan slíkum gersemum.

Heilsuvísir

Í sumarbústað með Lindu Pé

Fegurðardísin Linda Pétursdóttir leyfir Völu Matt og kíkja í matarskápana sína í Mat og lífsstíl í kvöld. „Við skelltum okkur austur fyrir fjall í stórglæsilegan sumarbústað sem fjölskylda Lindu á.

Heilsuvísir

Matreiðslubók í bígerð

Fréttamaðurinn Pálmi Jónasson er nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann bjó á veitingahúsi. Hann og stórtenórinn Jón Rúnar Arason eru þar að auki með uppskriftabók í burðarliðnum.

Heilsuvísir

Gleymda stríðinu veitt athygli

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að senda 26 þúsund manna friðargæslulið til Darfúr. Borgarastyrjöldin þar hefur staðið í fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið.

Heilsuvísir

Fann upp orðið „steiktur“

Hann er alnafni afa síns, fyrrum ráðherra og alþingismanns. Birgir Ísleifur hinn yngri hefur þó farið í aðrar áttir, en hljómsveit hans, Motion Boys, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Sumir hafa gengið svo langt að kalla hana sumar- hljómsveitina í ár, en lagið Hold me Closer to your Heart hefur hlotið mikla spilun á flestum útvarps- stöðvum og komið þeim á poppkort Íslands.

Heilsuvísir

Meira en bara eitthvert krútt

Flestir Íslendingar ættu að kannast við fyrirbærið krútt sem hefur tröllriðið íslensku tónlistarlífi í hartnær áratug. Allir virðast vita hvað er verið að ræða um þegar krútt ber á góma en þegar kemur að því að útskýra hugtakið nánar standa margir á gati.

Heilsuvísir

Ítölsk matargerð í blóðinu

Myndlistarkonan Ásdís Spanó eldar forláta pastarétti, enda rennur ítalskt blóð í æðum hennar. Pabbi er ítalskur og við höfum búið úti, einu sinni þegar ég var mjög ung og svo aftur þegar ég var ellefu ára,“ útskýrði Ásdís, sem segir ítalska matargerð því eðlilega vera í uppáhaldi hjá fjölskyldunni.

Heilsuvísir

Guacamole-nasl frá Gullu

Hönnuðurinn Guðlaug Halldórsdóttir er næsti gestur Völu í Mat og lífsstíl. „Eins og allir sem hafa verið í þáttunum er Gulla, eins og hún er oftast kölluð, mjög skapandi og skemmtileg í eldhúsinu,“ sagði Vala.

Heilsuvísir

Ragnar í Bocuse d‘Or

Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti.

Heilsuvísir

Sushi-stemning hjá Röggu Gísla

Söngkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir býður Völu Matt í ævintýralegan mat í þættinum Mat og lífsstíl í kvöld. „Ragga er heilmikið að pæla í hollustu og náttúrulegu hráefni. Í kvöld er hún með fiskrétt sem er örugglega fljótlegasta fiskuppskrift sem ég hef séð á ævinni,“ segir Vala.

Heilsuvísir