Handbolti

Guð­jón Valur búinn að fá nóg af svika­hröppum

Íslenska handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson, núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach er allt annað en sáttur með svikahrapp sem siglir undir fölsku flaggi, þykist vera Guðjón Valur á samfélagsmiðlum og hefur verið að svíkja peninga af fólki.

Handbolti

Gæti mætt Ís­landi á HM: „Al­gjört æði“

„Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur.

Handbolti

Guð­mundur skákaði Arnóri

Eftir tvö töp í röð vann Fredericia sigur á Team Tvis Holstebro, 31-24, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Í leiknum áttust lið íslensku þjálfaranna Guðmundar Guðmundssonar og Arnórs Atlasonar við.

Handbolti

Slæmt tap Svía

Svíar töpuðu fyrir Rúmenum, 23-25, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna. Fyrir vikið minnkuðu möguleikar Svíþjóðar á að komast í undanúrslit mótsins.

Handbolti

„Við vorum sjálfum okkur verstir“

Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld.

Handbolti

Stelpurnar hans Þóris unnu Dani

Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2.

Handbolti

Upp­gjörið: Aftur­elding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn

Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks.

Handbolti

Haukur kom að níu mörkum gegn PSG

Dinamo Búkarest, lið Hauks Þrastarsonar, tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 33-40, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni í röð.

Handbolti

Óðni héldu engin bönd í toppslagnum

Landsliðsmaðurinn í handbolta, Óðinn Þór Ríkharðsson, átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen gerði jafntefli við Kriens-Luzern, 34-34, í toppslag í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti