Handbolti

GOG styrkir stöðu sína á toppnum

Það var mikið spilað í danska handboltanum í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG eru í góðum málum á toppi úrvalsdeildar karla á meðan að Kolding, með Ágúst Elí innanborðs, eru í slæmri stöðu á hinum enda deildarinnar. Steinun Hansdóttir gerði eitt mark fyrir Skanderborg í úrvalsdeild kvenna. 

Handbolti

Ágúst Þór Jóhannsson: Við áttum þennan sigur skilið

Valur er bikarmeistari kvenna í Coca Cola bikarnum eftir sex marka sigur á Fram. Jafnræði var stærstan hluta leiks en Valskonur náðu góðu forskoti rétt undir lok leiks og sigruðu að lokum 25-19. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega ánægður með titillinn.

Handbolti

„Að deyja úr spenningi“ en í hefndarhug

„Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og þeir draga fram það besta hjá öllum,“ segir Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals, fyrir undanúrslitaleikinn við ÍBV í dag í Coca Cola-bikarnum í handbolta.

Handbolti

„Í draumaheimi myndi það gerast“

Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld.

Handbolti