Ágúst Þór Jóhannson: „Ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. september 2022 15:45 Hulda Margrét Valskonur eru meistarar meistaranna eftir frábæran sigur á Fram í nýju Framhúsi í Úlfársdalnum fyrr í dag. Valur var með yfirhöndina allan tímann og sigldu þær sigrinum heim. Lokatölur 19-23. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var virkilega sáttur með sitt lið í dag. „Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum. Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira
„Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira