„Það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. september 2022 21:31 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir að þeir sigruðu Aftureldingu með einu marki 25-24 í fyrsta leik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27