Handbolti „Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. Handbolti 5.10.2022 13:01 Hergeir vissi lítið um afrek tengdapabba en íhugaði að fara til Ungverjalands Handboltamaðurinn Hergeir Grímsson segir það hafa komið til greina að hann færi í atvinnumennsku til Ungverjalands í sumar, áður en hann skrifaði undir samning hjá Stjörnunni. Tengdaforeldrar hans eru ungverskir. Handbolti 5.10.2022 10:01 Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Handbolti 5.10.2022 08:00 Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Handbolti 4.10.2022 23:31 Jóhanna Margrét þriðji Íslendingurinn í liði Skara HF Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska félagið Skara HF. Jóhanna gengur til liðs við félagið frá Önnereds. Handbolti 4.10.2022 23:00 Daníel og félagar sóttu sín fyrstu stig Hnadboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson og félagar hans í danska liðinu Lemvig sóttu sín fyrstu stig á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann þriggja marka útisigur gegn Nordsjælland í kvöld, 22-25. Handbolti 4.10.2022 20:02 Íslendingalið Kolstad úr leik eftir tap í vítakastkeppni | Teitur og félagar örugglega áfram Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félögum þeirra í norska liðinu Kolstad tókst ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir tap í vítakastkeppni gegn spænska liðinu Bidusoa Irun í kvöld. Handbolti 4.10.2022 18:37 Einar Þorsteinn skoraði eitt í naumum sigri Fredericia Handboltamaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Fredericia unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti SønderjyskE í dönsku úrvasldeildinni í handbolta í dag, 34-32. Handbolti 4.10.2022 18:14 Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Handbolti 4.10.2022 15:52 Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Handbolti 4.10.2022 11:30 Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 4.10.2022 10:00 Spila á Dalvík vegna árshátíðar Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri. Handbolti 4.10.2022 09:02 „Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. Handbolti 3.10.2022 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27. Handbolti 3.10.2022 18:45 Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Handbolti 3.10.2022 15:26 „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. Handbolti 3.10.2022 14:00 Ulrik Wilbek að missa heyrnina Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta og borgarstjóri í Viborg, þjáist af heyrnarkvilla. Handbolti 3.10.2022 12:01 Samherji Viggós kom út úr skápnum Lucas Krzikalla, leikmaður Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, greindi frá því um helgina að hann væri samkynhneigður. Handbolti 3.10.2022 10:00 Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir. Handbolti 2.10.2022 23:17 Aron öflugur þegar Álaborg tyllti sér á toppinn Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar liðið heimsótti GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 2.10.2022 17:52 Lærisveinar Guðjóns Vals köstuðu frá sér sigrinum Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, þurfti að sætta sig við eins marks tap er liðið heimsótti Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 29-28. Handbolti 2.10.2022 15:53 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Hörður 43-25 | Greinilegir yfirburðir Eyjamanna ÍBV og Hörður mættust í Vestmannaeyjum í Olís-deild karla í handbolta í dag. Aldrei í sögu deildarinnar hefur verið eins langt á milli heimabæja liðanna sem mætast. Það voru Eyjamenn sem unnu þægilegan átján marka sigur. Handbolti 2.10.2022 15:15 Leggst illa í handboltafólk að taka út harpixið: „Það bara er ekki handbolti“ Harpix hefur verið nauðsynjabúnaður handboltafólks í áranna raðir, klístrið sem vekur oft upp spurningar þeirra sem þekkja minna til íþróttarinnar. En síðustu ár hefur það verið í umræðunni að hætta notkun harpix og var það meðal annars prófað á HM kvenna undir 18 ára í sumar. Handbolti 2.10.2022 13:01 Haukur og félagar hafa unnið 75 deildarleiki í röð Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska stórliðinu Kielce hafa ekki lagt í vana sinn að tapa mörgum deildarleikjum undanfarin ár. Liðið hefur nú unnið 75 leiki í röð í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 21 marks stórsigur gegn Gwardia Opole, 42-21. Handbolti 2.10.2022 11:42 Kristján Örn skoraði þrjú mörk í öruggum sigri Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Pays d'Aix unnu nokkuð öruggan sigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 1.10.2022 19:44 Ómar Ingi og Gísli Þorgeir atkvæðamiklir í dramatísku tapi Þýsku meistararnir í Magdeburg biðu lægri hlut fyrir Flensburg í stórleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 1.10.2022 18:25 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. Handbolti 30.9.2022 23:10 „Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. Handbolti 30.9.2022 21:49 Grétar Ari og félagar enn án stiga í Frakklandi Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Selestat eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sex marka tap gegn Ivry í kvöld, 38-32. Handbolti 30.9.2022 20:09 Sveinn hafði betur í Íslendingaslag Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 30.9.2022 19:27 « ‹ 141 142 143 144 145 146 147 148 149 … 334 ›
„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. Handbolti 5.10.2022 13:01
Hergeir vissi lítið um afrek tengdapabba en íhugaði að fara til Ungverjalands Handboltamaðurinn Hergeir Grímsson segir það hafa komið til greina að hann færi í atvinnumennsku til Ungverjalands í sumar, áður en hann skrifaði undir samning hjá Stjörnunni. Tengdaforeldrar hans eru ungverskir. Handbolti 5.10.2022 10:01
Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Handbolti 5.10.2022 08:00
Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Handbolti 4.10.2022 23:31
Jóhanna Margrét þriðji Íslendingurinn í liði Skara HF Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska félagið Skara HF. Jóhanna gengur til liðs við félagið frá Önnereds. Handbolti 4.10.2022 23:00
Daníel og félagar sóttu sín fyrstu stig Hnadboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson og félagar hans í danska liðinu Lemvig sóttu sín fyrstu stig á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann þriggja marka útisigur gegn Nordsjælland í kvöld, 22-25. Handbolti 4.10.2022 20:02
Íslendingalið Kolstad úr leik eftir tap í vítakastkeppni | Teitur og félagar örugglega áfram Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félögum þeirra í norska liðinu Kolstad tókst ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir tap í vítakastkeppni gegn spænska liðinu Bidusoa Irun í kvöld. Handbolti 4.10.2022 18:37
Einar Þorsteinn skoraði eitt í naumum sigri Fredericia Handboltamaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Fredericia unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti SønderjyskE í dönsku úrvasldeildinni í handbolta í dag, 34-32. Handbolti 4.10.2022 18:14
Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Handbolti 4.10.2022 15:52
Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Handbolti 4.10.2022 11:30
Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 4.10.2022 10:00
Spila á Dalvík vegna árshátíðar Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri. Handbolti 4.10.2022 09:02
„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. Handbolti 3.10.2022 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27. Handbolti 3.10.2022 18:45
Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Handbolti 3.10.2022 15:26
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. Handbolti 3.10.2022 14:00
Ulrik Wilbek að missa heyrnina Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta og borgarstjóri í Viborg, þjáist af heyrnarkvilla. Handbolti 3.10.2022 12:01
Samherji Viggós kom út úr skápnum Lucas Krzikalla, leikmaður Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, greindi frá því um helgina að hann væri samkynhneigður. Handbolti 3.10.2022 10:00
Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir. Handbolti 2.10.2022 23:17
Aron öflugur þegar Álaborg tyllti sér á toppinn Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar liðið heimsótti GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 2.10.2022 17:52
Lærisveinar Guðjóns Vals köstuðu frá sér sigrinum Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, þurfti að sætta sig við eins marks tap er liðið heimsótti Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 29-28. Handbolti 2.10.2022 15:53
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Hörður 43-25 | Greinilegir yfirburðir Eyjamanna ÍBV og Hörður mættust í Vestmannaeyjum í Olís-deild karla í handbolta í dag. Aldrei í sögu deildarinnar hefur verið eins langt á milli heimabæja liðanna sem mætast. Það voru Eyjamenn sem unnu þægilegan átján marka sigur. Handbolti 2.10.2022 15:15
Leggst illa í handboltafólk að taka út harpixið: „Það bara er ekki handbolti“ Harpix hefur verið nauðsynjabúnaður handboltafólks í áranna raðir, klístrið sem vekur oft upp spurningar þeirra sem þekkja minna til íþróttarinnar. En síðustu ár hefur það verið í umræðunni að hætta notkun harpix og var það meðal annars prófað á HM kvenna undir 18 ára í sumar. Handbolti 2.10.2022 13:01
Haukur og félagar hafa unnið 75 deildarleiki í röð Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska stórliðinu Kielce hafa ekki lagt í vana sinn að tapa mörgum deildarleikjum undanfarin ár. Liðið hefur nú unnið 75 leiki í röð í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 21 marks stórsigur gegn Gwardia Opole, 42-21. Handbolti 2.10.2022 11:42
Kristján Örn skoraði þrjú mörk í öruggum sigri Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Pays d'Aix unnu nokkuð öruggan sigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 1.10.2022 19:44
Ómar Ingi og Gísli Þorgeir atkvæðamiklir í dramatísku tapi Þýsku meistararnir í Magdeburg biðu lægri hlut fyrir Flensburg í stórleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 1.10.2022 18:25
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. Handbolti 30.9.2022 23:10
„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. Handbolti 30.9.2022 21:49
Grétar Ari og félagar enn án stiga í Frakklandi Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Selestat eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sex marka tap gegn Ivry í kvöld, 38-32. Handbolti 30.9.2022 20:09
Sveinn hafði betur í Íslendingaslag Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 30.9.2022 19:27