Handbolti

Elvar og Kristján Örn hvíla í fyrsta leik Íslands á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donni og Elvar eru utan hóps í kvöld.
Donni og Elvar eru utan hóps í kvöld. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem taka þátt í fyrsts leik Íslands á móti Portúgal á HM í handbolta.

Átján leikmenn eru í íslenska hópnum á mótinu og þriðji markvörðurinn, Ágúst Elí Björgvinsson, er síðan fyrir utan þann hóp. Aðeins sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik.

Guðmundur tók þá ákvörðun að vinstri skyttan Elvar Ásgeirsson og hægri skyttan Kristján Örn Kristjánsson verði utan hóps í kvöld.

Leikmennirnir sem spila í kvöld eru markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, skytturnar Aron Pálmarsson, Viggó Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Ólafur Guðmundssonn, leikstjórnendurnir Janus Daði Smárason, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson, hornamennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson, Bjarki Már Elísson, Hákon Daði Styrmisson og Sigvaldi Guðjónsson og svo línumennirnir Ýmir Örn Gíslason, Elliði Snær Viðarsson og Arnar Freyr Arnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×