Handbolti

Ómar og Gísli fóru á kostum í jafntefli gegn Bjarka og félögum

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 15 mörk er Magdeburg gerði jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum hans í Telekom Veszprem í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 35-35. Þá var Haukur Þrastarson í liði Kielce sem vann þriggja marka sigur gegn Celje Lasko, 30-33.

Handbolti

„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“

„Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals.

Handbolti

Ýmir og félagar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ýmir og félagar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, en þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29.

Handbolti