Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 26-28 | FH-ingar sterkari í Úlfarsárdal Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 20:30 Valur - FH Olís deild karla vor 2023 vísir/diego FH vann býsna flottan sigur gegn Fram er liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í dag. Í þessum leik voru liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar að mætast, en Fram hefði getað farið upp fyrir FH í annað sæti deildarinnar með sigri í leiknum. Það var jafnræði með liðunum lengst af í fyrri hálfleik en stjörnurnar í fyrri hálfleiknum voru markverðirnir Lárus Helgi Ólafsson og Phil Döhler. Þeir tóku báðir upp á því að loka mörkunum í nokkrar mínútur og á einum kafla var ekkert skorað í um sex mínútur. Heimamönnum gekk verr að finna leiðina að netinu og því sigu FH-ingar fram úr seint í fyrri hálfleiknum. Með Einar Braga Aðalsteinsson fremstan í flokki í sóknarleiknum þá náði FH þriggja marka forystu áður en liðin gengu til búningsklefa. Einar Bragi, sem er mjög svo efnilegur leikmaður, gerði flautumark er fyrri hálfleikur kláraðist og fóru gestirnir úr Hafnarfirði því í góðum gír inn í hálfleikinn. Fram byrjaði seinni hálfleikinn með ágætum og náði fljótt að minnka muninn niður í eitt mark. Það var eiginlega saga seinni hálfleiksins því Fram náði oftar en einu sinni að komast alveg upp að FH-ingum, án þess þó að ná þeim alveg. Alltaf þegar Fram komst nálægt þá fann FH góðan kafla til þess að komast aftur þremur eða fjórum mörkum yfir. FH varð fyrir skakkaföllum í leiknum og missti til að mynda Jón Bjarna Ólafsson út af síðari hálfleik. Hann fékk höfuðhögg og stóra kúlu á ennið. En gestirnir úr Hafnarfirði létu það ekki á sig fá. Þeir voru sterkir á lokakaflanum og lönduðu verðskuldum sigri í Úlfarsárdal, 26-28. Af hverju vann FH? Það gekk ekkert hjá FH í síðasta leik að ná stjórn á tempói gegn Val. Í dag tókst það mun betur og þeir voru að spila á sínum forsendum. Þeir voru skynsamir í sínum aðgerðum, vörnin var sterk og svo kom markvarslan með því. Leikur FH var mun smurðari en leikur Fram, ef svo má segja. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi var langbesti maður vallarins þar sem hann gerði tíu mörk í tíu skotum, 100 prósent nýting! Phil Döhler var þá mjög góður í markinu hjá FH og skilaði Birgir Már Birgisson einnig góðu verki úr horninu hjá FH-ingum. Hjá Fram voru Reynir Þór Stefánsson og Marko Coric bestir. Hvað gekk illa? Framarar voru að fara illa með góð færi í leiknum og fengu ekki góða vörn né markvörslu í síðari hálfleik. FH-ingar voru að skora alltof auðveld mörk á ákveðnum tímapunktum. Þeir gerðu illa að skjóta Döhler í gang og einnig má nefna hvað Fram fór illa með þá kafla er þeir voru einum færri. Það var meiri orka í FH-ingum og þeir hefðu í raun átt að vinna þetta stærra miðað við frammistöðu. Hvað næst? FH fær fallbaráttulið Gróttu í heimsókn í Kaplakrika eftir nákvæmlega viku á meðan Fram á leik við ÍR í Powerade-bikarnum í miðri viku. Sigursteinn um stórleikinn hjá Einari Braga: Er það ekki ágætt? Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir tveggja marka sigur gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Ég er ánægður með bæði úrslitin og frammistöðu. Það gekk á ýmsu, við misstum nokkra leikmenn út. Ég er hrikalega ánægður með það hvernig menn þjöppuðu sér saman og tókust á við ný verkefni. Vörnin hélt og þar af leiðandi kom Phil (Döhler) líka,“ sagði Sigursteinn eftir leik. Þjálfarinn talaði um það fyrir leik að hann vildi ná meiri stjórn á þessum leik en liðið gerði gegn Val í síðustu umferð. Honum fannst það takast upp. „Já, mér fannst það takast. Við erum ekki að fara að vinna neinar fegurðarsamkeppnir en við héldum vel í boltann og héldum tæknifeilunum niðri. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn.“ Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tíu mörk í tíu skotum fyrir FH. Hann átti stórkostlegan leik. Hvað hafði Sigursteinn að segja um hans frammistöðu? „Er það ekki ágætt?“ sagði Sigursteinn léttur. „Einar er mjög mikilvægur þessu liði eins og allir liðsfélagar hans. Við erum ánægðir að þetta var svona dagur hjá honum.“ Phil Döhler átti frábæran dag í marki FH en sérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson sagði frá því vikunni að Daníel Freyr Andrésson, sem hefur verið að spila í Danmörku, væri á heimleið fyrir næsta tímabil. Verða markvarðarskipti hjá FH fyrir næstu leiktíð? „Ég held að FH-ingar standi sig nokkuð vel í fréttatilkynningum og öllu svoleiðis. Ef það gerist eitthvað, þá mun fólk pottþétt vita af því,“ sagði Sigursteinn að lokum. „Mér finnst eins og ég sjái markið alltaf, Það er ekkert nýtt“ Einar Bragi Aðalsteinsson fór á kostum í sigri FH gegn Fram í dag. Hann var hreint út sagt stórkostlegur og skoraði tíu mörk með 100 prósent skotnýtingu. „Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur af liðinu að sigla þessu heim. Við vorum með yfirhöndina allan leikinn og sýndum gríðarlegan karakter og ná í þennan sigur,“ sagði Einar Bragi að leik loknum. „Við ætluðum fyrst og fremst að stjórna tempóinu. Eins og menn sáu í síðasta leik þá höfðum við engin tök á tempóinu gegn Valsmönnum og leyfðum við þeim að stýra því. Við ætluðum að vera með yfirhöndina í dag og gerðum það.“ Einar skoraði úr öllum skotunum sínum. Var hann að sjá markið svona vel í þessum leik? „Mér finnst eins og ég sjái markið alltaf, Það er ekkert nýtt.“ Hann segir það ekki gerast oft að hann sé með 100 prósent nýtingu í leik, það hafi jafnvel aldrei gerst. „Ég held þori að fullyrða að það hafi aldrei áður gerst.“ „Ég held að Steini (þjálfari FH) verði svo sem ekkert ánægður að heyra það að ég vilji alltaf vera með 10 mörk og 100 prósent nýtingu, eða jú kannski. Þetta var flott.“ FH er í góðum málum í öðru sæti deildarinnar. Einar Bragi er ungur að árum en hann talaði í klisjum þegar hann var spurður út í framhaldið. „Það er bara næsti leikur, að vinna hann. Við getum ekkert verið að hugsa lengra en það.“ Olís-deild karla Fram FH
FH vann býsna flottan sigur gegn Fram er liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í dag. Í þessum leik voru liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar að mætast, en Fram hefði getað farið upp fyrir FH í annað sæti deildarinnar með sigri í leiknum. Það var jafnræði með liðunum lengst af í fyrri hálfleik en stjörnurnar í fyrri hálfleiknum voru markverðirnir Lárus Helgi Ólafsson og Phil Döhler. Þeir tóku báðir upp á því að loka mörkunum í nokkrar mínútur og á einum kafla var ekkert skorað í um sex mínútur. Heimamönnum gekk verr að finna leiðina að netinu og því sigu FH-ingar fram úr seint í fyrri hálfleiknum. Með Einar Braga Aðalsteinsson fremstan í flokki í sóknarleiknum þá náði FH þriggja marka forystu áður en liðin gengu til búningsklefa. Einar Bragi, sem er mjög svo efnilegur leikmaður, gerði flautumark er fyrri hálfleikur kláraðist og fóru gestirnir úr Hafnarfirði því í góðum gír inn í hálfleikinn. Fram byrjaði seinni hálfleikinn með ágætum og náði fljótt að minnka muninn niður í eitt mark. Það var eiginlega saga seinni hálfleiksins því Fram náði oftar en einu sinni að komast alveg upp að FH-ingum, án þess þó að ná þeim alveg. Alltaf þegar Fram komst nálægt þá fann FH góðan kafla til þess að komast aftur þremur eða fjórum mörkum yfir. FH varð fyrir skakkaföllum í leiknum og missti til að mynda Jón Bjarna Ólafsson út af síðari hálfleik. Hann fékk höfuðhögg og stóra kúlu á ennið. En gestirnir úr Hafnarfirði létu það ekki á sig fá. Þeir voru sterkir á lokakaflanum og lönduðu verðskuldum sigri í Úlfarsárdal, 26-28. Af hverju vann FH? Það gekk ekkert hjá FH í síðasta leik að ná stjórn á tempói gegn Val. Í dag tókst það mun betur og þeir voru að spila á sínum forsendum. Þeir voru skynsamir í sínum aðgerðum, vörnin var sterk og svo kom markvarslan með því. Leikur FH var mun smurðari en leikur Fram, ef svo má segja. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi var langbesti maður vallarins þar sem hann gerði tíu mörk í tíu skotum, 100 prósent nýting! Phil Döhler var þá mjög góður í markinu hjá FH og skilaði Birgir Már Birgisson einnig góðu verki úr horninu hjá FH-ingum. Hjá Fram voru Reynir Þór Stefánsson og Marko Coric bestir. Hvað gekk illa? Framarar voru að fara illa með góð færi í leiknum og fengu ekki góða vörn né markvörslu í síðari hálfleik. FH-ingar voru að skora alltof auðveld mörk á ákveðnum tímapunktum. Þeir gerðu illa að skjóta Döhler í gang og einnig má nefna hvað Fram fór illa með þá kafla er þeir voru einum færri. Það var meiri orka í FH-ingum og þeir hefðu í raun átt að vinna þetta stærra miðað við frammistöðu. Hvað næst? FH fær fallbaráttulið Gróttu í heimsókn í Kaplakrika eftir nákvæmlega viku á meðan Fram á leik við ÍR í Powerade-bikarnum í miðri viku. Sigursteinn um stórleikinn hjá Einari Braga: Er það ekki ágætt? Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir tveggja marka sigur gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Ég er ánægður með bæði úrslitin og frammistöðu. Það gekk á ýmsu, við misstum nokkra leikmenn út. Ég er hrikalega ánægður með það hvernig menn þjöppuðu sér saman og tókust á við ný verkefni. Vörnin hélt og þar af leiðandi kom Phil (Döhler) líka,“ sagði Sigursteinn eftir leik. Þjálfarinn talaði um það fyrir leik að hann vildi ná meiri stjórn á þessum leik en liðið gerði gegn Val í síðustu umferð. Honum fannst það takast upp. „Já, mér fannst það takast. Við erum ekki að fara að vinna neinar fegurðarsamkeppnir en við héldum vel í boltann og héldum tæknifeilunum niðri. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn.“ Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tíu mörk í tíu skotum fyrir FH. Hann átti stórkostlegan leik. Hvað hafði Sigursteinn að segja um hans frammistöðu? „Er það ekki ágætt?“ sagði Sigursteinn léttur. „Einar er mjög mikilvægur þessu liði eins og allir liðsfélagar hans. Við erum ánægðir að þetta var svona dagur hjá honum.“ Phil Döhler átti frábæran dag í marki FH en sérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson sagði frá því vikunni að Daníel Freyr Andrésson, sem hefur verið að spila í Danmörku, væri á heimleið fyrir næsta tímabil. Verða markvarðarskipti hjá FH fyrir næstu leiktíð? „Ég held að FH-ingar standi sig nokkuð vel í fréttatilkynningum og öllu svoleiðis. Ef það gerist eitthvað, þá mun fólk pottþétt vita af því,“ sagði Sigursteinn að lokum. „Mér finnst eins og ég sjái markið alltaf, Það er ekkert nýtt“ Einar Bragi Aðalsteinsson fór á kostum í sigri FH gegn Fram í dag. Hann var hreint út sagt stórkostlegur og skoraði tíu mörk með 100 prósent skotnýtingu. „Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur af liðinu að sigla þessu heim. Við vorum með yfirhöndina allan leikinn og sýndum gríðarlegan karakter og ná í þennan sigur,“ sagði Einar Bragi að leik loknum. „Við ætluðum fyrst og fremst að stjórna tempóinu. Eins og menn sáu í síðasta leik þá höfðum við engin tök á tempóinu gegn Valsmönnum og leyfðum við þeim að stýra því. Við ætluðum að vera með yfirhöndina í dag og gerðum það.“ Einar skoraði úr öllum skotunum sínum. Var hann að sjá markið svona vel í þessum leik? „Mér finnst eins og ég sjái markið alltaf, Það er ekkert nýtt.“ Hann segir það ekki gerast oft að hann sé með 100 prósent nýtingu í leik, það hafi jafnvel aldrei gerst. „Ég held þori að fullyrða að það hafi aldrei áður gerst.“ „Ég held að Steini (þjálfari FH) verði svo sem ekkert ánægður að heyra það að ég vilji alltaf vera með 10 mörk og 100 prósent nýtingu, eða jú kannski. Þetta var flott.“ FH er í góðum málum í öðru sæti deildarinnar. Einar Bragi er ungur að árum en hann talaði í klisjum þegar hann var spurður út í framhaldið. „Það er bara næsti leikur, að vinna hann. Við getum ekkert verið að hugsa lengra en það.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti