Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Í körfuboltabiblíunni The Book of Basketball fer Bill Simmons yfir ólíkar leiðir sem leikmenn fara eftir að ferlinum lýkur. Þeir verða annað hvort eins og Boston Celtics-hetjan John Havlicek og hverfa algjörlega úr sviðsljósinu eða eins og Charles Barkley og verða áfram í sviðsljósinu og í raun frægari en þeir voru sem leikmenn. Jóhann Gunnar Einarsson fór Barkley-leiðina (á aaaaaðeins minni skala, vissulega) enda var hann lóðsaður í Seinni bylgjuna skömmu eftir að skórnir fóru á hilluna. Og þar hefur hann orðið að einum besta handboltaálitsgjafa sem við höfum átt. Jóhann Gunnar eins og Bó, með brotna tönn.fréttablaðið En öfugt við Barkley á Jóhann Gunnar stóra titla á ferilskránni. Tvo Íslandsmeistaratitla til að vera nákvæmur. Og hann var besti leikmaðurinn í þessum tveimur meistaraliðum Fram, 2006 og 2013. Báðir titlarnir voru frekar óvæntir. Fram varð meistari eftir maraþondeildarkeppni 2006 undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar þar sem ungir en stórgóðir Jóhann Gunnar og Sigfús Páll Sigfússon voru í aðalhlutverkum í sókninni. Jóhann Gunnar endaði ferilinn í Mosfellsbænum.vísir/vilhelm Næstu ár voru frekar mikið „bleh“ hjá Fram. Liðið komst tvisvar í bikarúrslit en tapaði þar eins og Fram gerir jafnan í bikarúrslitum og Jóhann Gunnar var mikið meiddur og féll um tíma líka í skuggann af Rúnari Kárasyni. Fram komst ekki í úrslitakeppnina 2011-12 en annað var uppi í teningnum tímabilið á eftir. Frammarar toppuðu þar á réttum tíma og með Jóhann Gunnar í broddi fylkingar urðu þeir Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Hafnarfjarðarliðin í úrslitakeppninni. Jóhann Gunnar var í kjölfarið valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum hennar. Þá lét hann gott heita og henti skónum upp í hillu. Þeir voru ekki lengi þar því 2014 sneri Jóhann Gunnar aftur og gekk í raðir nýliða Aftureldingar. Líkaminn var enn meira flak en áður en hann var enn jafn góður og áður. Jóhann Gunnar og nafni hans, Jóhannsson, Örn Ingi Bjarkason og Davíð Svansson mynduðu gott jafnvægi við unga og bráðefnilega leikmenn Aftureldingar. Liðið var stórgott, endaði í 2. sæti í deildinni og komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það strandaði á Haukum. Jóhann Gunnar gat lítið beitt sér vegna meiðsla í úrslitunum og munaði um minna. Einn skemmtilegasti leikmaður sem leikið hefur í deildinni hér heima. Ótrúlega útsjónarsamur leikmaður sem hafði ávallt bullandi sjálfstraust. Kannski vantaði hann dugnaðinn og eljuna til að komast í allra fremstu röð og í alvöru lið í Evrópu. Gaupi Afturelding endurtók leikinn tímabilið á eftir, komst í úrslit og þá var Jóhann Gunnar heill. Eða nógu heill til að geta spilað. Aftur voru Haukar mótherjinn og að þessu sinni voru Mosfellingar mun samkeppnishæfari. Þeir komust í 2-1 í einvíginu og töpuðu fjórða leiknum í framlengingu. Haukar unnu svo oddaleikinn á heimavelli sínum. Þrátt fyrir að Afturelding hafi ekki unnið þann stóra voru árin tvö í Mosfellsbænum glæsilegur endasprettur á frábærum ferli Jóhanns Gunnars, skemmtikrafts innan vallar sem utan. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
grafík/hjalti Í körfuboltabiblíunni The Book of Basketball fer Bill Simmons yfir ólíkar leiðir sem leikmenn fara eftir að ferlinum lýkur. Þeir verða annað hvort eins og Boston Celtics-hetjan John Havlicek og hverfa algjörlega úr sviðsljósinu eða eins og Charles Barkley og verða áfram í sviðsljósinu og í raun frægari en þeir voru sem leikmenn. Jóhann Gunnar Einarsson fór Barkley-leiðina (á aaaaaðeins minni skala, vissulega) enda var hann lóðsaður í Seinni bylgjuna skömmu eftir að skórnir fóru á hilluna. Og þar hefur hann orðið að einum besta handboltaálitsgjafa sem við höfum átt. Jóhann Gunnar eins og Bó, með brotna tönn.fréttablaðið En öfugt við Barkley á Jóhann Gunnar stóra titla á ferilskránni. Tvo Íslandsmeistaratitla til að vera nákvæmur. Og hann var besti leikmaðurinn í þessum tveimur meistaraliðum Fram, 2006 og 2013. Báðir titlarnir voru frekar óvæntir. Fram varð meistari eftir maraþondeildarkeppni 2006 undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar þar sem ungir en stórgóðir Jóhann Gunnar og Sigfús Páll Sigfússon voru í aðalhlutverkum í sókninni. Jóhann Gunnar endaði ferilinn í Mosfellsbænum.vísir/vilhelm Næstu ár voru frekar mikið „bleh“ hjá Fram. Liðið komst tvisvar í bikarúrslit en tapaði þar eins og Fram gerir jafnan í bikarúrslitum og Jóhann Gunnar var mikið meiddur og féll um tíma líka í skuggann af Rúnari Kárasyni. Fram komst ekki í úrslitakeppnina 2011-12 en annað var uppi í teningnum tímabilið á eftir. Frammarar toppuðu þar á réttum tíma og með Jóhann Gunnar í broddi fylkingar urðu þeir Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Hafnarfjarðarliðin í úrslitakeppninni. Jóhann Gunnar var í kjölfarið valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum hennar. Þá lét hann gott heita og henti skónum upp í hillu. Þeir voru ekki lengi þar því 2014 sneri Jóhann Gunnar aftur og gekk í raðir nýliða Aftureldingar. Líkaminn var enn meira flak en áður en hann var enn jafn góður og áður. Jóhann Gunnar og nafni hans, Jóhannsson, Örn Ingi Bjarkason og Davíð Svansson mynduðu gott jafnvægi við unga og bráðefnilega leikmenn Aftureldingar. Liðið var stórgott, endaði í 2. sæti í deildinni og komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það strandaði á Haukum. Jóhann Gunnar gat lítið beitt sér vegna meiðsla í úrslitunum og munaði um minna. Einn skemmtilegasti leikmaður sem leikið hefur í deildinni hér heima. Ótrúlega útsjónarsamur leikmaður sem hafði ávallt bullandi sjálfstraust. Kannski vantaði hann dugnaðinn og eljuna til að komast í allra fremstu röð og í alvöru lið í Evrópu. Gaupi Afturelding endurtók leikinn tímabilið á eftir, komst í úrslit og þá var Jóhann Gunnar heill. Eða nógu heill til að geta spilað. Aftur voru Haukar mótherjinn og að þessu sinni voru Mosfellingar mun samkeppnishæfari. Þeir komust í 2-1 í einvíginu og töpuðu fjórða leiknum í framlengingu. Haukar unnu svo oddaleikinn á heimavelli sínum. Þrátt fyrir að Afturelding hafi ekki unnið þann stóra voru árin tvö í Mosfellsbænum glæsilegur endasprettur á frábærum ferli Jóhanns Gunnars, skemmtikrafts innan vallar sem utan.
Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01