Handbolti

Frakkland áfram með fullt hús stiga

Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru nú búnir. Frakkland vann Slóveníu og er komið áfram í milliriðil með fullt hús stiga. Þá er Brasilía komin áfram í milliriðil.

Handbolti

„Maður fær bara gæsahúð“

„Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25.

Handbolti

„Viður­kenni að þetta var rosa gaman“

„Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa.

Handbolti

Elvar inn fyrir Elvar

Guðmundur Guðmundsson gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska karlandsliðsins fyrir leikinn gegn Suður-Kóreu í D-riðli heimsmeistaramótsins á eftir.

Handbolti

„Þetta var bara slys“

„Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum.

Handbolti

Vill banna kvendómara á HM karla

Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg.

Handbolti

„Covid bjargaði starfinu hjá Gumma“

Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk þrjá sérfræðinga til sín til að ræða tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Mikið hefur verið rætt um ástæður tapsins á laugardag og fóru þeir félagar yfir öll helstu málin. 

Handbolti

Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. 

Handbolti

„Þetta er það sem ég veðjaði á“

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands, sem hefur fengið mikla gagnrýni eftir tapið gegn Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu, segir að hugsanlega hefði hann átt að gera breytingar í leiknum þar sem margt fór úrskeiðis.

Handbolti