Gagnrýni

Tíminn og vatnið

Strengur eftir Tómas R. Einarsson er einstakt verk. Þó að hugmyndin sé frumleg er tónlistin bæði aðgengileg og hljómfögur. Það er vel hægt að njóta hennar án þess að virkja allar þær tengingar sem verkið býður upp á. Mér hefur alltaf fundist hljómur kontrabassans einstaklega fallegur og þessi einfalda, latínskotna tónlist er bæði þægileg og heillandi.

Gagnrýni

Um klósettpappír frá Gucci og fleira gott

Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera. Það sem fyrst vekur athygli þegar bókinni er flett er kímnin í ljóðum Antons Helga. Tyrfni í myndmáli er víðs fjarri, ljóðin bera með sér hversdagslegan blæ og eru sannanlega fyndin.

Gagnrýni

Hugljúf og grípandi

Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Gagnrýni

Forneskjulegt framtíðarpopp

Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins og stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki.

Gagnrýni

Fríkirkjan nötraði

Það var í einu orði sagt mögnuð stemning á tónleikum Fjallabræðra í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið. Fjallabræður og gestir fylltu kirkjuna af gleði og góðri tónlist.

Gagnrýni

Teiknimyndapersónur í tilvistarkreppu

Árið 2003 í Reykjavík. Katla hefur gosið í tvö ár og öskufallið byrgir fólki sýn, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Tvær persónur, Ingibjörg og Jón, fara út af sporinu vegna samskipta við aðrar tvær, Elísabetu og Láka, sem þykjast búa yfir leyndarmáli hins eina sanna koss, koss lífsins sem gefur andagift eða sturlun eftir því hvernig viðtakandinn bregst við. Allt endar með ósköpum, enginn gengst við ábyrgð og lífið heldur áfram, meira eða minna óbreytt. Koss lífsins reynist vera koss dauðans.

Gagnrýni

Völd og fórnarkostnaður

Mögnuð og vel gerð mynd um harðsnúna valdabaráttu og fórnarkostnað hennar. George Clooney verður sífellt betri leikstjóri. Myndir um masandi jakkalakka virðast henta honum einstaklega vel og það sem sumum kann að þykja óspennandi efniviður nær hann að matreiða á nokkuð ferskan og skemmtilegan máta.

Gagnrýni

Læsileg frásögn en brotakennd

Bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um íslenska kommúnista er læsileg frásögn, prýdd fjölda mynda og krydduð skemmtilegum arfsögnum. Kaflar eru stuttir og efnið streymir létt fram. Þetta er myndarleg bók og vel gerð, fáar ritvillur og útlit gott. Þetta er mikið verk, rúmlega 600 blaðsíður, og rækilegar eftirmálsgreinar, heimilda- og nafnaskrár.

Gagnrýni

Fágaður Felix

Þögul nóttin hefur yfir sér fágað yfirbragð. Það hefur greinilega verið vandað til verka. Á heildina litið þokkalegasta plata, en Felix gerir örugglega betur næst.

Gagnrýni

Melódískt sýrupopp

Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Á heildina litið er þetta ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni.

Gagnrýni

Magnaður rokkpakki

Ein af rokkplötum ársins. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna.

Gagnrýni

Brosað út í annað

Tower Heist hefur allt sem til þarf nema brandarana. Leikarahópurinn er öflugur og Brett Ratner er enginn aukvisi þegar kemur að leikstjórn gamansamra spennumynda og hefði því átt að geta neglt þetta. Handritið er hins vegar ekki nógu fyndið og eftir stendur grínmynd þar sem grínið er af skornum skammti.

Gagnrýni

Hryllingur á hálendinu

Gríðarflott, frumlegt og hyldjúpt skáldverk. Frá fyrstu síðu Hálendisins liggur einhver heimsendastemning yfir öllu og andrúmsloftið er mettað beyg.

Gagnrýni

Gamlir jálkar í góðu stuði

Gylfi, Rúnar og Megas syngja saman fleiri slagara. Þrjár stjörnur er fín plata. Hún kemur manni í gott skap og virkar best spiluð á miklum styrk.

Gagnrýni

Langdregin vessaveisla

The Human Centipede 2 er langdregin og húmorslaus vessaveisla sem höfðar ekki einu sinni til markhóps síns, hryllingsmyndaáhugafólks.

Gagnrýni

Sögur í rými

Óhætt er að mæla með sýningu þeirra Hildar Bjarnadóttur og Guðjóns Ketilssonar. Persónuleg list beggja tengir aldagamlar hefðir og efnivið samtímalistum á frumlegan hátt. Einstaklega falleg og aðgengileg sýning þar sem form, litir, hefðir og saga fá að njóta sín.

Gagnrýni

Spilist hátt

Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth.

Gagnrýni

Miklar væntingar til Hjálma

Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum.

Gagnrýni

Kraftaverkastelpan á kassanum

Bónusstelpan er prýðileg skáldsaga sem ef til vill ristir ekki sérlega djúpt, en státar af skemmtilegum persónum og byggir á frumlegri hugmynd.

Gagnrýni

Lágstemmd fegurð fiskanna

Yndislega fallegt verk. Tregafullt og kímið í senn. Eins og í fleiri bókum sem Gyrðir Elíasson velur sér til fylgilags, þá er hröð og æsileg atburðarás, mögnuð flækja og óvænt lausn í lokin, ekki til staðar í Hvernig ég kynntist fiskunum. Þessi saga er af öðrum toga og alveg stórskemmtileg á sinn lágstemmda máta.

Gagnrýni

Ég man, því er ég

Heillandi lýsing á uppvexti skálds, þar sem skynjun barnsins rennur í gegnum rökhugsun hins fullorðna manns og skapar dýpt og víddir sem vandfundnar eru í æviminningum.

Gagnrýni

Alltaf hægt að fá nýtt lán

Kirsuberjagarðurinn var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudaginn var. Þvílík leikgleði og þvílíkt listaverk. Frábærlega unnin sýning fyrir alla fjölskylduna.

Gagnrýni

Verðugur arftaki Dr. Jones

Uncharted 3 er flottari en svölustu hasarmyndir og heldur manni rígföstum frá upphafi til enda. Hreint frábær leikur sem ætti að vera skyldueign fyrir alla unnendur ævintýra og hasars.

Gagnrýni

Gefur frumsmíðinni ekkert eftir

Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur.

Gagnrýni