Helgi tekur stóra stökkið Kjartan Guðmundsson skrifar 13. desember 2011 06:00 Helgi Hrafn Jónsson á sér rætur í sígildri tónlist en skipti klassíkinni út fyrir poppið, og básúnunni fyrir gítarinn, um miðjan síðasta áratug. Tvær fyrri breiðskífur hans, Glóandi frá 2005 og For the Rest of my Childhood frá 2008, voru á margan hátt hálfkveðnar vísur, áheyrilegar í hálfum hljóðum, en fólu þó í sér loforð um mikla hæfileika sem biðu þess aðeins að blómstra. Því er mikið ánægjuefni að Big Spring sé jafn mikið réttnefni á þriðju plötu Helga sem raun ber vitni, því á henni tekur hann sannarlega risastórt stökk, lætur vaða af fjaðradýnunni og lendir þráðbeinn á fjölinni sem hann var vís til að finna. Býsna langt er síðan undirritaður hefur fallið jafn kylliflatur fyrir íslenskri afurð og fyrir því eru margar ástæður, eins og gefur að skilja. Veigamest er líklega sú hversu vel Big Spring gengur upp sem heild (fágæti á þessum iTunes-tímum) og samspil hinna ýmsu þátta er viðeigandi. Jafnvægið sem Helgi Hrafn nær fram er með öðrum orðum til fyrirmyndar og hvorki er orði eða nótu ofaukið né vannýtt. Margar laga- og textasmíðanna eru dramatískar en þó um leið einfaldari en áður hefur heyrst frá Helga, sem setur fegurðina kirfilega í forgrunn. Á það sérstaklega við um rólegri lög með ljúfsárum textum á borð við upphafslagatvennuna Melting Point of… Salt, The Pond og ekki síst Lonely Birds, ótrúlegt lag sem fetar stigu gamals standards eða jafnvel barnagælu í byrjun en tekur u-beygju og lýkur með einkar aðlaðandi eftirspili. Einnig er tekið á rás í nokkrum afbragðsgrípandi popprokklögum eins og Darkest Part of Town og Passport No Passport, sem bæði leiða hugann að því huggulegasta sem breska tölvupoppið í eitís skildi eftir sig, og reggíkenndum þægindum í Stuck in Traffic (með ó-ó-ó-ó kafla og allt, sem sveigir þó snyrtilega framhjá því að verða hallærislegur).Helgi Hrafn Jónsson.Fréttablaðið/AntonÞá er ótalin björt og örlítið brothætt söngrödd Helga, sem er afar heillandi fyrir vikið og til þess fallin að draga hlustendur að sér. Að mörgu má dást varðandi hljóðfæraleik og útsetningar og engu yfir að kvarta. Big Spring er sterk suða þess augljósa og óvænta, verður betri við hverja hlustun og framreidd af listamanni sem virðist búa yfir óbilandi trú á það sem hann gerir. Frábær plata og mikil synd ef hún nær ekki eyrum eins margra og hún á skilið. Niðurstaða: Gríðarlega heillandi plata frá Helga Hrafni, sem verður bara betri og betri. Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Helgi Hrafn Jónsson á sér rætur í sígildri tónlist en skipti klassíkinni út fyrir poppið, og básúnunni fyrir gítarinn, um miðjan síðasta áratug. Tvær fyrri breiðskífur hans, Glóandi frá 2005 og For the Rest of my Childhood frá 2008, voru á margan hátt hálfkveðnar vísur, áheyrilegar í hálfum hljóðum, en fólu þó í sér loforð um mikla hæfileika sem biðu þess aðeins að blómstra. Því er mikið ánægjuefni að Big Spring sé jafn mikið réttnefni á þriðju plötu Helga sem raun ber vitni, því á henni tekur hann sannarlega risastórt stökk, lætur vaða af fjaðradýnunni og lendir þráðbeinn á fjölinni sem hann var vís til að finna. Býsna langt er síðan undirritaður hefur fallið jafn kylliflatur fyrir íslenskri afurð og fyrir því eru margar ástæður, eins og gefur að skilja. Veigamest er líklega sú hversu vel Big Spring gengur upp sem heild (fágæti á þessum iTunes-tímum) og samspil hinna ýmsu þátta er viðeigandi. Jafnvægið sem Helgi Hrafn nær fram er með öðrum orðum til fyrirmyndar og hvorki er orði eða nótu ofaukið né vannýtt. Margar laga- og textasmíðanna eru dramatískar en þó um leið einfaldari en áður hefur heyrst frá Helga, sem setur fegurðina kirfilega í forgrunn. Á það sérstaklega við um rólegri lög með ljúfsárum textum á borð við upphafslagatvennuna Melting Point of… Salt, The Pond og ekki síst Lonely Birds, ótrúlegt lag sem fetar stigu gamals standards eða jafnvel barnagælu í byrjun en tekur u-beygju og lýkur með einkar aðlaðandi eftirspili. Einnig er tekið á rás í nokkrum afbragðsgrípandi popprokklögum eins og Darkest Part of Town og Passport No Passport, sem bæði leiða hugann að því huggulegasta sem breska tölvupoppið í eitís skildi eftir sig, og reggíkenndum þægindum í Stuck in Traffic (með ó-ó-ó-ó kafla og allt, sem sveigir þó snyrtilega framhjá því að verða hallærislegur).Helgi Hrafn Jónsson.Fréttablaðið/AntonÞá er ótalin björt og örlítið brothætt söngrödd Helga, sem er afar heillandi fyrir vikið og til þess fallin að draga hlustendur að sér. Að mörgu má dást varðandi hljóðfæraleik og útsetningar og engu yfir að kvarta. Big Spring er sterk suða þess augljósa og óvænta, verður betri við hverja hlustun og framreidd af listamanni sem virðist búa yfir óbilandi trú á það sem hann gerir. Frábær plata og mikil synd ef hún nær ekki eyrum eins margra og hún á skilið. Niðurstaða: Gríðarlega heillandi plata frá Helga Hrafni, sem verður bara betri og betri.
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira