Teiknimyndapersónur í tilvistarkreppu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. nóvember 2011 10:30 Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu. Bækur. Allt með kossi vekur. Guðrún Eva Mínervudóttir. JPV-útgáfa. Árið 2003 í Reykjavík. Katla hefur gosið í tvö ár og öskufallið byrgir fólki sýn, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Tvær persónur, Ingibjörg og Jón, fara út af sporinu vegna samskipta við aðrar tvær, Elísabetu og Láka, sem þykjast búa yfir leyndarmáli hins eina sanna koss, koss lífsins sem gefur andagift eða sturlun eftir því hvernig viðtakandinn bregst við. Allt endar með ósköpum, enginn gengst við ábyrgð og lífið heldur áfram, meira eða minna óbreytt. Koss lífsins reynist vera koss dauðans. Þrettán árum síðar reynir ættleiddur sonur persónunnar sem kossinn gaf að komast til botns í því hvað raunverulega gerðist, en niðurstaðan verður nokkurn veginn sú að raunveruleikinn sé óáþreifanlegur, draumar, aðrar víddir og önnur líf séu álíka snar þáttur í lífi fólks og hversdagslífið sem aðrir sjá. Þannig er í mjög grófum dráttum söguþráðurinn í nýrri skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vekur. Eins og jafnan áður hjá Guðrúnu Evu eru samskipti fólks í brennidepli, eða eins og ein persónan orðar það „ómöguleiki þess að eiga í kynferðislegum samskiptum við aðra manneskju" (bls. 237). Raunar eru öll samskipti ómöguleg í þessari bók. Samskipti hjóna, elskenda, foreldra og barna, tengdafólks og jafnvel fólks og dýra. Hver persóna um sig býr í eigin veröld og virðist ófær um að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en sínu. Undantekningin er myndasögusmiðurinn Láki, sem reynir alla að skilja en tekur ekki afstöðu þegar á hólminn er komið. Sagan er fleyguð myndasögum hans, teiknuðum af Sunnu Sigurðardóttur, sem undirstrika enn frekar þetta tengslaleysi. Raunar lýtur öll sagan lögmálum myndasagna, stokkið er á milli vídda og sumar persónur hafa nokkurs konar hliðarsjálf sem lifir öðru lífi. Sögumaðurinn Davíð, sonur Elísabetar, raðar saman brotakenndum myndum af lífi móður sinnar og hinna persónanna til að skilja hvað fór úrskeiðis. Hann er dæmigert fullorðið barn alkóhólista, trúir engu sem móðir hans segir og álítur andagiftina sem koss hennar á að búa yfir ekki vera annað en gælunafn yfir eiturlyfjavímu, enda sannfærður um að móðir hans sé dópsali. Hvorki hann né lesandinn er miklu nær um það hvað raunverulega gerðist árið 2003 þótt honum takist að ljúka því að púsla sögunni saman. Guðrún Eva hefur löngu sannað að hún er einn okkar frjóasti og frumlegasti höfundur og hefur einstakt lag á því að sýna samskipti fólks í nýju og óvæntu ljósi. Í allt með kossi vekur eru samskiptin þó fyrirsjáanlegri en oft áður, myrkrið í hugskotum persónanna minna sannfærandi og áhrif textans á lesandann þar af leiðandi ekki eins sterk. Niðurstaða: Dramatísk saga sem glímir við stórar spurningar en nær ekki flugi þrátt fyrir prýðilega spretti. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Allt með kossi vekur. Guðrún Eva Mínervudóttir. JPV-útgáfa. Árið 2003 í Reykjavík. Katla hefur gosið í tvö ár og öskufallið byrgir fólki sýn, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Tvær persónur, Ingibjörg og Jón, fara út af sporinu vegna samskipta við aðrar tvær, Elísabetu og Láka, sem þykjast búa yfir leyndarmáli hins eina sanna koss, koss lífsins sem gefur andagift eða sturlun eftir því hvernig viðtakandinn bregst við. Allt endar með ósköpum, enginn gengst við ábyrgð og lífið heldur áfram, meira eða minna óbreytt. Koss lífsins reynist vera koss dauðans. Þrettán árum síðar reynir ættleiddur sonur persónunnar sem kossinn gaf að komast til botns í því hvað raunverulega gerðist, en niðurstaðan verður nokkurn veginn sú að raunveruleikinn sé óáþreifanlegur, draumar, aðrar víddir og önnur líf séu álíka snar þáttur í lífi fólks og hversdagslífið sem aðrir sjá. Þannig er í mjög grófum dráttum söguþráðurinn í nýrri skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vekur. Eins og jafnan áður hjá Guðrúnu Evu eru samskipti fólks í brennidepli, eða eins og ein persónan orðar það „ómöguleiki þess að eiga í kynferðislegum samskiptum við aðra manneskju" (bls. 237). Raunar eru öll samskipti ómöguleg í þessari bók. Samskipti hjóna, elskenda, foreldra og barna, tengdafólks og jafnvel fólks og dýra. Hver persóna um sig býr í eigin veröld og virðist ófær um að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en sínu. Undantekningin er myndasögusmiðurinn Láki, sem reynir alla að skilja en tekur ekki afstöðu þegar á hólminn er komið. Sagan er fleyguð myndasögum hans, teiknuðum af Sunnu Sigurðardóttur, sem undirstrika enn frekar þetta tengslaleysi. Raunar lýtur öll sagan lögmálum myndasagna, stokkið er á milli vídda og sumar persónur hafa nokkurs konar hliðarsjálf sem lifir öðru lífi. Sögumaðurinn Davíð, sonur Elísabetar, raðar saman brotakenndum myndum af lífi móður sinnar og hinna persónanna til að skilja hvað fór úrskeiðis. Hann er dæmigert fullorðið barn alkóhólista, trúir engu sem móðir hans segir og álítur andagiftina sem koss hennar á að búa yfir ekki vera annað en gælunafn yfir eiturlyfjavímu, enda sannfærður um að móðir hans sé dópsali. Hvorki hann né lesandinn er miklu nær um það hvað raunverulega gerðist árið 2003 þótt honum takist að ljúka því að púsla sögunni saman. Guðrún Eva hefur löngu sannað að hún er einn okkar frjóasti og frumlegasti höfundur og hefur einstakt lag á því að sýna samskipti fólks í nýju og óvæntu ljósi. Í allt með kossi vekur eru samskiptin þó fyrirsjáanlegri en oft áður, myrkrið í hugskotum persónanna minna sannfærandi og áhrif textans á lesandann þar af leiðandi ekki eins sterk. Niðurstaða: Dramatísk saga sem glímir við stórar spurningar en nær ekki flugi þrátt fyrir prýðilega spretti.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira