Gagnrýni

Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur!

Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. 

Gagnrýni

Licorice Pizza: Hvað ertu að gera okkur, Paul Thomas Anderson?

Nýjasta kvikmynd Paul Thomas Anderson, Licorice Pizza, er nú sýnd í Bíó Paradís. Hún fjallar um hinn fimmtán ára Gary, sem getur ekki látið hina 25 ára Alönu í friði. Gary er bráðþroska, á meðan Alana virðist algjörlega stöðnuð í þroska. Allt við framvindu myndarinnar er rangt, líkt og pizza með lakkrís (þó svo titillinn vísi í vínylplötur). 

Gagnrýni

Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp!

Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst.

Gagnrýni

Nightmare Alley: Oftast eru hinar troðnu slóðir betri

Bradley Cooper leikur Stanton Carlisle, dularfullan mann sem rambar í starf í ferðatívolí í Nightmare Alley, nýjustu kvikmynd Guillermo del Toro. Þessi nýjasta mynd mexíkóska Óskarsverðlaunahafans lítur mjög vel út á pappír en þegar á hólminn er komið ræður del Toro ekki við verkefnið.

Gagnrýni

Don't Look Up: Mikil vonbrigði...að hún kláraðist

Don't Look Up var frumsýnd á aðfangadag. Myndin átti upprunalega að koma í kvikmyndahús og var það Paramount sem ætlaði að framleiða og dreifa. Áður en tökur hófust var hún svo skyndilega komin yfir til streymisrisans Netflix. Vissu Paramount lengra en nef þeirra náði?

Gagnrýni

House of Gucci: Gucci á hundavaði

Ridley Scott hefur nú sent frá sér House of Gucci, sína aðra kvikmynd á skömmum tíma. Það er reyndar svo stutt síðan hin myndin hans, The Last Duel, kom út, að enn er hægt að sjá hana í Bíó Paradís.

Gagnrýni

The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar

The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið.

Gagnrýni

You: Sjónvarpsheróín í boði Netflix

Þriðja þáttaröðin um vingjarnlega raðmorðingjann Joe Goldberg er nú komin á Netflix. Þegar við skildum við hann í lok annarrar þáttaraðar hafði hann barnað hina álíka gölnu Love.

Gagnrýni

„Hún er ógeðslega spennandi“

Marvel-liðið er í heimsreisu, hefur nú þegar farið til Afríku (Black Panther) og er nú statt í Asíu. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings heitir myndin og krakkarnir eru yfir sig hrifnir. 

Gagnrýni

Betri leikstjóri þýðir betri Suicide Squad

Kvikmyndin Suicide Squad kom út fyrir 5 árum síðan og er almennt talin mjög slöpp. Hún græddi hins vegar töluvert af peningum, því sáu DC og Warner Bros. að markaður er fyrir þessar andhetjur og hentu í framhaldsmynd.

Gagnrýni

Feel Good? Já takk

Þáttaröðin Feel Good á Netflix flaug undir radarinn fyrir rúmu ári síðan en þeir sem sáu voru samt yfir sig hrifnir. Sem betur fer hafði Netflix-fólk vit og rænu til að gefa þessum falda gimsteini annan séns, því þáttaröð númer tvö er nú komin á streymisveituna. 

Gagnrýni

Allt fer úrskeiðis hjá konunni í glugganum

Woman in the Window átti að vera svokölluðu „prestige picture“ fyrir FOX 2000. Hér átti að hóa í mannskap sem myndi skila FOX-apparatinu Óskarstilnefningum. Svo fór því miður ekki, þar sem myndin endaði á Netflix, sem er hið nýja beint á VHS.

Gagnrýni

Myndin sem smíðakennarinn vill að þú sjáir

Laugarásbíó tók nýverið til sýningar Óskarsverðlaunamyndina Promising Young Woman, en hún hlaut verðlaunin eftirsóttu í flokknum besta frumsamda handrit. Það að horfa á hana nú í miðri annarri #metoo-bylgju gefur henni enn meira vægi og vigt.

Gagnrýni

Nobody: Hæst bylur í tómri tunnu

Í kvikmyndinni Nobody leikur Bob Odenkirk hinn frústreraða Hutch Mansell sem umturnast eftir að brotist er inn í húsið hans. Allir (karlmennirnir) í kringum hann sýna honum vanþóknun og eru á því að hann hefði átt að lúskra á innbrotsþjófunum þegar færi gafst. Þetta leggst á sálina á greyinu Hutch, sem verður til þess að litli óöryggi karlinn inni í honum verður að fá útrás. Og hver er sú útrás? Jú, að berja og drepa sem flesta.

Gagnrýni

A Teacher: Ólögmætur losti kennara og nema

Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar sjónvarpsþáttaröðina A Teacher, sem fjallar um ástarsamband framhaldsskólakennarans Claire og sautján ára nema hennar Eric. Slíkt er að sjálfsögðu ekki aðeins „frowned upon“ eins og Ross Geller úr Friends taldi, heldur hreinlega ólöglegt, og ólíkt Ross yrði Claire ekki aðeins rekin, hún myndi lenda í fangelsi.

Gagnrýni

Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað

Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar.

Gagnrýni