Innlent Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Innlent 23.12.2023 11:05 Í sömu hæð aftur eftir tvær til þrjár vikur Landris heldur áfram við Svartsengi eftir að eldgosinu við Sundhnjúka lauk á dögunum. Það seig aftur á meðan á eldgosinu stóð en verður líklega aftur komið í sömu hæð eftir tvær til þrjár vikur. Innlent 23.12.2023 09:15 Gular viðvaranir á öllu vestanverðu landinu á aðfangadag Gul viðvörun tekur gildi klukkan níu á Suðurlandi. Snjókoma og hugsanlegur skafrenningur geta leitt til erfiðra aksturskilyrða, sér í lagi undir Eyjafjöllum og á veginum við Reynisfjall. Á morgun, aðfangadag verða gular viðvaranir í gildi á öllu vestanverðu landinu. Innlent 23.12.2023 09:02 Kýldi lögregluþjón í andlitið Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. Innlent 23.12.2023 07:52 Varðskipið Freyja til Vestfjarða vegna mikillar snjóflóðahættu Mikil hætta er talin á snjóflóði á norðanverðum Vestfjörðum á aðfangadag. Lögreglan á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð varðskipsins Freyju sem hélt af stað vestur á firði um miðnætti. Innlent 23.12.2023 07:15 Lagði snemma áherslu á að herbergið væri hans einkaheimur Þórdís Þórðardóttir tók ákvörðun fyrir fimm árum um að halda á lofti minningu um son sinn sem féll fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Hún hvetur til vakningar í samfélaginu varðandi fordóma og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks sem geti haft alvarlegar afleiðingar. Innlent 23.12.2023 07:00 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. Innlent 22.12.2023 23:05 „Það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma“ Prófessor í eldfjallafræði segir það góða ákvörðun að leyfa Grindvíkingum að gista í bænum, nú þegar gosvirkni virðist hafa færst annað. Hann segir líkur á gosi fara vaxandi með auknu landrisi og telur tvær vikur í að það nái sömu hæð og það náði fyrir síðasta gos. Innlent 22.12.2023 22:08 Telja kopar í tonnatali vera þýfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um „nokkur tonn af kopar“ í Árbæ í dag. Talið er að líklega sé um þýfi að ræða. Innlent 22.12.2023 21:07 Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. Innlent 22.12.2023 20:57 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. Innlent 22.12.2023 20:28 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. Innlent 22.12.2023 19:59 Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. Innlent 22.12.2023 19:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingar mega vera heima yfir jólin þrátt fyrir að enn sé talin töluverð hætta. Björgunarsveitir verða ekki í bænum og fólk sem ákveður að dvelja þar verður á eigin ábyrgð. Innlent 22.12.2023 18:00 Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. Innlent 22.12.2023 17:45 Dregið hafi úr góðvild í garð björgunarsveitafólks Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir teikn á lofti um að dregið hafi úr góðvild vinnuveitenda og aðstandenda björgunarsveitafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans til fjölmiðla. Innlent 22.12.2023 16:34 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. Innlent 22.12.2023 16:12 Spá næsta eldgosi á milli Sýlingarfells og Hagafells Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegt að kvikusöfnun og landris við Svartsengi leiði til eldgoss á milli Sýlingarfells og Hagafells. Líkur á eldgosi aukast með hverjum degi sem líður. Innlent 22.12.2023 16:02 Sundhnúksgígar fyrir og eftir gos Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, náði myndunum hér fyrir neðan úr lofti í grennd við gosstöðvarnar við Sundhnúk. Önnur er tekin áður en gosið hófst og sú seinni eftir að því lauk í gær. Innlent 22.12.2023 15:05 Sjá til hve margir koma fram undir nafni Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Innlent 22.12.2023 15:01 Jólatré að seljast upp: „Engin lifandi jólatré á áramótabrennum í ár“ Lifandi jólatré eru við það að seljast upp í verslunum landsins. Forstjóri Húsasmiðjunnar segist merkja breytingar í kauphegðun landans þegar kemur að trjánum, bæði sé fólk tímanlega í því en eins eru mun fleiri að færa sig yfir í gervitré. Innlent 22.12.2023 14:55 Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Innlent 22.12.2023 14:40 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgos á Reykjanesskaga. Innlent 22.12.2023 14:25 Þrjátíu milljónir til verkefna gegn fíknisjúkdómum Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þrjátíu milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum, einkum ópíóíðafíkn. Hæsti styrkurinn, átta milljónir króna, rennur til verkefnis Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Innlent 22.12.2023 14:19 Héraðssaksóknari vill ná tali af manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. Innlent 22.12.2023 13:35 Samningsaðilar samstíga eftir fyrsta fundinn Fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Innlent 22.12.2023 12:55 Dómarinn vann í Hæstarétti og ríkið situr í súpunni Hæstiréttur hefur dæmt Ástríði Grímsdóttur héraðsdómara í vil í launadeilu hennar við íslenska ríkið. Hæstiréttur taldi að ríkið hafi ekki mátt krefja Ástríði, og um 260 æðstu embættismenn landsins, um endurgreiðslu launa. Meintar ofgreiðslur námu ríflega hundrað milljónum króna í heildina. Innlent 22.12.2023 12:39 Nægar ástæður fyrir Willum að auglýsa stöðu Markúsar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mátti auglýsa stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í september síðastliðnum. Fráfarandi forstjóri stofnunarinnar stefndi íslenska ríkinu vegna ákvörðunar ráðherra og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Þá vildi hann bætur frá ríkinu. Ríkið var sýknað í málinu og er niðurstaðan afdráttarlaus. Innlent 22.12.2023 12:17 Skýr merki um landris og kvikusöfnun við Svartsengi Skýrt landris er við Svartsengi samkvæmt GPS mælum á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þrjár sviðsmyndir í boði en að erfitt sé að segja til um það hvað gerist næst. Enn sé nokkur hætta á svæðinu. Innlent 22.12.2023 12:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður sagt frá því að fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Innlent 22.12.2023 11:45 « ‹ 324 325 326 327 328 329 330 331 332 … 334 ›
Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Innlent 23.12.2023 11:05
Í sömu hæð aftur eftir tvær til þrjár vikur Landris heldur áfram við Svartsengi eftir að eldgosinu við Sundhnjúka lauk á dögunum. Það seig aftur á meðan á eldgosinu stóð en verður líklega aftur komið í sömu hæð eftir tvær til þrjár vikur. Innlent 23.12.2023 09:15
Gular viðvaranir á öllu vestanverðu landinu á aðfangadag Gul viðvörun tekur gildi klukkan níu á Suðurlandi. Snjókoma og hugsanlegur skafrenningur geta leitt til erfiðra aksturskilyrða, sér í lagi undir Eyjafjöllum og á veginum við Reynisfjall. Á morgun, aðfangadag verða gular viðvaranir í gildi á öllu vestanverðu landinu. Innlent 23.12.2023 09:02
Kýldi lögregluþjón í andlitið Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. Innlent 23.12.2023 07:52
Varðskipið Freyja til Vestfjarða vegna mikillar snjóflóðahættu Mikil hætta er talin á snjóflóði á norðanverðum Vestfjörðum á aðfangadag. Lögreglan á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð varðskipsins Freyju sem hélt af stað vestur á firði um miðnætti. Innlent 23.12.2023 07:15
Lagði snemma áherslu á að herbergið væri hans einkaheimur Þórdís Þórðardóttir tók ákvörðun fyrir fimm árum um að halda á lofti minningu um son sinn sem féll fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Hún hvetur til vakningar í samfélaginu varðandi fordóma og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks sem geti haft alvarlegar afleiðingar. Innlent 23.12.2023 07:00
Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. Innlent 22.12.2023 23:05
„Það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma“ Prófessor í eldfjallafræði segir það góða ákvörðun að leyfa Grindvíkingum að gista í bænum, nú þegar gosvirkni virðist hafa færst annað. Hann segir líkur á gosi fara vaxandi með auknu landrisi og telur tvær vikur í að það nái sömu hæð og það náði fyrir síðasta gos. Innlent 22.12.2023 22:08
Telja kopar í tonnatali vera þýfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um „nokkur tonn af kopar“ í Árbæ í dag. Talið er að líklega sé um þýfi að ræða. Innlent 22.12.2023 21:07
Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. Innlent 22.12.2023 20:57
Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. Innlent 22.12.2023 20:28
Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. Innlent 22.12.2023 19:59
Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. Innlent 22.12.2023 19:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingar mega vera heima yfir jólin þrátt fyrir að enn sé talin töluverð hætta. Björgunarsveitir verða ekki í bænum og fólk sem ákveður að dvelja þar verður á eigin ábyrgð. Innlent 22.12.2023 18:00
Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. Innlent 22.12.2023 17:45
Dregið hafi úr góðvild í garð björgunarsveitafólks Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir teikn á lofti um að dregið hafi úr góðvild vinnuveitenda og aðstandenda björgunarsveitafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans til fjölmiðla. Innlent 22.12.2023 16:34
Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. Innlent 22.12.2023 16:12
Spá næsta eldgosi á milli Sýlingarfells og Hagafells Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegt að kvikusöfnun og landris við Svartsengi leiði til eldgoss á milli Sýlingarfells og Hagafells. Líkur á eldgosi aukast með hverjum degi sem líður. Innlent 22.12.2023 16:02
Sundhnúksgígar fyrir og eftir gos Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, náði myndunum hér fyrir neðan úr lofti í grennd við gosstöðvarnar við Sundhnúk. Önnur er tekin áður en gosið hófst og sú seinni eftir að því lauk í gær. Innlent 22.12.2023 15:05
Sjá til hve margir koma fram undir nafni Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Innlent 22.12.2023 15:01
Jólatré að seljast upp: „Engin lifandi jólatré á áramótabrennum í ár“ Lifandi jólatré eru við það að seljast upp í verslunum landsins. Forstjóri Húsasmiðjunnar segist merkja breytingar í kauphegðun landans þegar kemur að trjánum, bæði sé fólk tímanlega í því en eins eru mun fleiri að færa sig yfir í gervitré. Innlent 22.12.2023 14:55
Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Innlent 22.12.2023 14:40
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgos á Reykjanesskaga. Innlent 22.12.2023 14:25
Þrjátíu milljónir til verkefna gegn fíknisjúkdómum Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þrjátíu milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum, einkum ópíóíðafíkn. Hæsti styrkurinn, átta milljónir króna, rennur til verkefnis Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Innlent 22.12.2023 14:19
Héraðssaksóknari vill ná tali af manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. Innlent 22.12.2023 13:35
Samningsaðilar samstíga eftir fyrsta fundinn Fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Innlent 22.12.2023 12:55
Dómarinn vann í Hæstarétti og ríkið situr í súpunni Hæstiréttur hefur dæmt Ástríði Grímsdóttur héraðsdómara í vil í launadeilu hennar við íslenska ríkið. Hæstiréttur taldi að ríkið hafi ekki mátt krefja Ástríði, og um 260 æðstu embættismenn landsins, um endurgreiðslu launa. Meintar ofgreiðslur námu ríflega hundrað milljónum króna í heildina. Innlent 22.12.2023 12:39
Nægar ástæður fyrir Willum að auglýsa stöðu Markúsar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mátti auglýsa stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í september síðastliðnum. Fráfarandi forstjóri stofnunarinnar stefndi íslenska ríkinu vegna ákvörðunar ráðherra og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Þá vildi hann bætur frá ríkinu. Ríkið var sýknað í málinu og er niðurstaðan afdráttarlaus. Innlent 22.12.2023 12:17
Skýr merki um landris og kvikusöfnun við Svartsengi Skýrt landris er við Svartsengi samkvæmt GPS mælum á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þrjár sviðsmyndir í boði en að erfitt sé að segja til um það hvað gerist næst. Enn sé nokkur hætta á svæðinu. Innlent 22.12.2023 12:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður sagt frá því að fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Innlent 22.12.2023 11:45