Innlent Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. Innlent 16.1.2024 08:01 Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Innlent 16.1.2024 07:42 Tilkynnti sjálfan sig fyrir ölvunarakstur Maður var handtekinn í gær fyrir ölvunarakstur. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt sig til lögreglu eftir að hafa áttað sig á að hann gæti ekki haldið akstri áfram sökum ölvunar og vildi ekki stofna öðrum í hættu. Manninum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku. Innlent 16.1.2024 06:55 Mál Grindavíkur ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudag Þingmaður Viðreisnar segir skrýtið að fyrsta fundi velferðarnefndar Alþingis eftir jólafrí hafi verið frestað um tvo daga og furðar sig á að mál Grindavíkur verði ekki rædd á þeim fundi. Hann segir vinnubrögðin óboðleg. Innlent 16.1.2024 05:51 Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. Innlent 16.1.2024 05:39 Malbikið flettist upp og húsin síga niður Hraun flæðir enn úr einum gíg á Reykjanesi, en flæðið úr gígnum sem opnaðist Grindavíkurmegin við varnargarðana er hætt. Nýtt hraun setur undarlegan svip á bæinn. Innlent 15.1.2024 22:01 „Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ unir sér vel Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur, segist ánægður með að hafa verið uppnefndur leiðinlegasti maður Íslandssögunnar í kjölfar þess að hafa kært eigin áfengiskaup til lögreglu. Innlent 15.1.2024 21:48 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. Innlent 15.1.2024 20:40 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. Innlent 15.1.2024 20:00 Uppbyggingu varnargarða við Grindavík haldið áfram Forsætisráðherra segir að uppbyggingu varnargarða við Grindavík verði haldið áfram. Þeir hafi sýnt gildi sitt í gær og markmiðið sé að verja byggðina í Grindavík til framtíðar. Ríkisstjórnin leggur til við Alþingi að afkomustuðningur við Grindvíkinga verði framlengdur. Innlent 15.1.2024 19:21 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. Innlent 15.1.2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. Innlent 15.1.2024 18:56 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verulega hefur dregið úr gosvirkni við Grindavík og hraun streymir aðeins úr einum gíg í sprungunni fjær bænum. Mikil gliðnun hefur þó orðið í Grindavík, nýjar sprungur hafa myndast og aðrar stækkað. Innlent 15.1.2024 18:10 Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. Innlent 15.1.2024 17:33 Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. Innlent 15.1.2024 17:29 Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Álftanesi Einn var fluttur á slysadeild eftir að bíll valt á vegi nálægt Hliðsnesi á Álftanesi. Innlent 15.1.2024 16:48 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. Innlent 15.1.2024 16:27 Hátíðniórói bendi til loka hlaups í Grímsvötnum Vatnshæð í Gígjukvísl hefur verið stöðug frá því í nótt sem bendir til þess að rennsli ánni sé í hámarki. Aukinn hátíðniórói bendir til þess að hlaupinu sé að ljúka. Innlent 15.1.2024 15:57 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. Innlent 15.1.2024 15:40 Íslenskt par fannst látið í íbúð á Spáni Íslenskt par, karl og kona, fannst látið í síðustu viku í íbúð í bænum Torrevieja á Spáni. Innlent 15.1.2024 15:22 Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. Innlent 15.1.2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. Innlent 15.1.2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. Innlent 15.1.2024 14:07 Fagfélögin flagga palestínska fánanum Fagfélögin fordæma yfirstandandi árás Ísrael á Gasa og skora á íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að þrýsta á að endir verði bundinn á hörmungarnar. Þetta kemur fram sameiginlegri yfirlýsingu fagfélaganna en þau samanstanda af MATVÍS, RSÍ, VM og Byggiðn. Innlent 15.1.2024 13:49 Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. Innlent 15.1.2024 13:21 Vignir Jónasson lést af slysförum í Svíþjóð Vignir Jónasson, hestamaður sem ræktað hefur hesta við góðan orðstír í Svíþjóð, er látinn eftir alvarlegt slys í Laholm í gærkvöldi. Hann var 52 ára gamall. Innlent 15.1.2024 13:18 Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. Innlent 15.1.2024 12:08 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. Innlent 15.1.2024 12:00 Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Innlent 15.1.2024 11:58 Hádegisfréttir Bylgjunnar Náttúruhamfarirnar í Grindavík verða eðlilega í forgrunni í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. Innlent 15.1.2024 11:25 « ‹ 302 303 304 305 306 307 308 309 310 … 334 ›
Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. Innlent 16.1.2024 08:01
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Innlent 16.1.2024 07:42
Tilkynnti sjálfan sig fyrir ölvunarakstur Maður var handtekinn í gær fyrir ölvunarakstur. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt sig til lögreglu eftir að hafa áttað sig á að hann gæti ekki haldið akstri áfram sökum ölvunar og vildi ekki stofna öðrum í hættu. Manninum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku. Innlent 16.1.2024 06:55
Mál Grindavíkur ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudag Þingmaður Viðreisnar segir skrýtið að fyrsta fundi velferðarnefndar Alþingis eftir jólafrí hafi verið frestað um tvo daga og furðar sig á að mál Grindavíkur verði ekki rædd á þeim fundi. Hann segir vinnubrögðin óboðleg. Innlent 16.1.2024 05:51
Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. Innlent 16.1.2024 05:39
Malbikið flettist upp og húsin síga niður Hraun flæðir enn úr einum gíg á Reykjanesi, en flæðið úr gígnum sem opnaðist Grindavíkurmegin við varnargarðana er hætt. Nýtt hraun setur undarlegan svip á bæinn. Innlent 15.1.2024 22:01
„Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ unir sér vel Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur, segist ánægður með að hafa verið uppnefndur leiðinlegasti maður Íslandssögunnar í kjölfar þess að hafa kært eigin áfengiskaup til lögreglu. Innlent 15.1.2024 21:48
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. Innlent 15.1.2024 20:40
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. Innlent 15.1.2024 20:00
Uppbyggingu varnargarða við Grindavík haldið áfram Forsætisráðherra segir að uppbyggingu varnargarða við Grindavík verði haldið áfram. Þeir hafi sýnt gildi sitt í gær og markmiðið sé að verja byggðina í Grindavík til framtíðar. Ríkisstjórnin leggur til við Alþingi að afkomustuðningur við Grindvíkinga verði framlengdur. Innlent 15.1.2024 19:21
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. Innlent 15.1.2024 19:02
Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. Innlent 15.1.2024 18:56
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verulega hefur dregið úr gosvirkni við Grindavík og hraun streymir aðeins úr einum gíg í sprungunni fjær bænum. Mikil gliðnun hefur þó orðið í Grindavík, nýjar sprungur hafa myndast og aðrar stækkað. Innlent 15.1.2024 18:10
Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. Innlent 15.1.2024 17:33
Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. Innlent 15.1.2024 17:29
Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Álftanesi Einn var fluttur á slysadeild eftir að bíll valt á vegi nálægt Hliðsnesi á Álftanesi. Innlent 15.1.2024 16:48
Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. Innlent 15.1.2024 16:27
Hátíðniórói bendi til loka hlaups í Grímsvötnum Vatnshæð í Gígjukvísl hefur verið stöðug frá því í nótt sem bendir til þess að rennsli ánni sé í hámarki. Aukinn hátíðniórói bendir til þess að hlaupinu sé að ljúka. Innlent 15.1.2024 15:57
„Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. Innlent 15.1.2024 15:40
Íslenskt par fannst látið í íbúð á Spáni Íslenskt par, karl og kona, fannst látið í síðustu viku í íbúð í bænum Torrevieja á Spáni. Innlent 15.1.2024 15:22
Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. Innlent 15.1.2024 14:51
„Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. Innlent 15.1.2024 14:28
Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. Innlent 15.1.2024 14:07
Fagfélögin flagga palestínska fánanum Fagfélögin fordæma yfirstandandi árás Ísrael á Gasa og skora á íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að þrýsta á að endir verði bundinn á hörmungarnar. Þetta kemur fram sameiginlegri yfirlýsingu fagfélaganna en þau samanstanda af MATVÍS, RSÍ, VM og Byggiðn. Innlent 15.1.2024 13:49
Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. Innlent 15.1.2024 13:21
Vignir Jónasson lést af slysförum í Svíþjóð Vignir Jónasson, hestamaður sem ræktað hefur hesta við góðan orðstír í Svíþjóð, er látinn eftir alvarlegt slys í Laholm í gærkvöldi. Hann var 52 ára gamall. Innlent 15.1.2024 13:18
Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. Innlent 15.1.2024 12:08
Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. Innlent 15.1.2024 12:00
Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Innlent 15.1.2024 11:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Náttúruhamfarirnar í Grindavík verða eðlilega í forgrunni í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. Innlent 15.1.2024 11:25