Innlent Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. Innlent 12.6.2024 20:24 „Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. Innlent 12.6.2024 20:20 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. Innlent 12.6.2024 20:08 85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Innlent 12.6.2024 20:04 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. Innlent 12.6.2024 19:59 „Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. Innlent 12.6.2024 19:31 Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. Innlent 12.6.2024 19:22 Biðla til stjórnvalda að klára málið Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. Innlent 12.6.2024 19:00 Pólitísk afskipti af rannsókn og heklari á níræðisaldri Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. Innlent 12.6.2024 18:10 Stækka gjaldsvæði eitt og tvö á bílastæðum í Reykjavík Stækka á gjaldsvæði 2 á bílastæðum í Reykjavík innan tíðar. Einnig verður stækkun á gjaldsvæði 1 við Háskóla Íslands. Stækkun gjaldssvæði við HÍ kemur til vegna þess að almenn gjaldtaka hefst á bílastæðum við skólann í haust. Innlent 12.6.2024 17:55 Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar. Innlent 12.6.2024 17:46 Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan 19:40. Innlent 12.6.2024 17:30 Vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar í Súðavík Héraðsdómur Vesturlands hefur samþykkt vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa stungið mann í Súðavík í gærkvöldi. Maðurinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi. Innlent 12.6.2024 17:28 Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. Innlent 12.6.2024 16:54 Árekstur á Höfðabakkabrú Árekstur varð á Höfðabakkabrú nú fyrir skömmu en tveir sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. Innlent 12.6.2024 16:53 Einn af hverjum fjórum tók ákvörðun á kjördegi Einn af hverjum fjórum tóku ákvörðun um það á kjördegi hvern þau ætluðu að kjósa í forsetakosningunum 1. júní síðastliðinn. Þetta kom fram í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 6. til 12. júní. Innlent 12.6.2024 16:34 Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. Innlent 12.6.2024 15:39 Einn umdeildasti kennari landsins lætur af störfum Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari í Garðabæ mun ekki mæta til kennslu næsta haust. Tekist hefur samkomulag milli hans og Kristins Þorsteinssonar skólameistara að komið sé gott. Innlent 12.6.2024 15:27 Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Innlent 12.6.2024 15:08 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Innlent 12.6.2024 15:08 Þakklát fyrir spurningar íbúa og varpa nýju ljósi á framkvæmdir „Það er fullur skilningur að svona verkefni sem ekki hefur áður sést veki upp spurningar og áhyggjur og við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað.“ Innlent 12.6.2024 14:57 Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. Innlent 12.6.2024 14:09 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. Innlent 12.6.2024 14:06 Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. Innlent 12.6.2024 13:59 Hrottaleg árás á átján ára mann enn til rannsóknar Fólskuleg árás á átján ára mann á leið sinni heim úr útskriftarveislu í Árbæ í Reykjavík sunnudaginn 2. júní er enn til rannsóknar hjá lögreglunni. Innlent 12.6.2024 13:40 Bjarkey verði að sæta ábyrgð Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. Innlent 12.6.2024 13:23 Bætt skólaeldhús fyrir íslensk fjárframlög Ný og betri skólaeldhús sem greidd eru af íslensku þróunarfé hafa verið sett upp í tuttugu grunnskólum á Karamoja-svæðinu í Úganda undanfarna mánuði. Til stendur einnig að endurbæta rúmlega fimmtíu skólaeldhús til viðbótar á svæðinu áður en árið er liðið fyrir fjárframlög frá Íslandi. Innlent 12.6.2024 13:19 Fara í saumana á sendiherraskipunum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. Innlent 12.6.2024 12:54 Enok sakfelldur Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Innlent 12.6.2024 12:22 Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um að koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Innlent 12.6.2024 12:12 « ‹ 198 199 200 201 202 203 204 205 206 … 334 ›
Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. Innlent 12.6.2024 20:24
„Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. Innlent 12.6.2024 20:20
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. Innlent 12.6.2024 20:08
85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Innlent 12.6.2024 20:04
Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. Innlent 12.6.2024 19:59
„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. Innlent 12.6.2024 19:31
Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. Innlent 12.6.2024 19:22
Biðla til stjórnvalda að klára málið Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. Innlent 12.6.2024 19:00
Pólitísk afskipti af rannsókn og heklari á níræðisaldri Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. Innlent 12.6.2024 18:10
Stækka gjaldsvæði eitt og tvö á bílastæðum í Reykjavík Stækka á gjaldsvæði 2 á bílastæðum í Reykjavík innan tíðar. Einnig verður stækkun á gjaldsvæði 1 við Háskóla Íslands. Stækkun gjaldssvæði við HÍ kemur til vegna þess að almenn gjaldtaka hefst á bílastæðum við skólann í haust. Innlent 12.6.2024 17:55
Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar. Innlent 12.6.2024 17:46
Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan 19:40. Innlent 12.6.2024 17:30
Vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar í Súðavík Héraðsdómur Vesturlands hefur samþykkt vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa stungið mann í Súðavík í gærkvöldi. Maðurinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi. Innlent 12.6.2024 17:28
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. Innlent 12.6.2024 16:54
Árekstur á Höfðabakkabrú Árekstur varð á Höfðabakkabrú nú fyrir skömmu en tveir sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. Innlent 12.6.2024 16:53
Einn af hverjum fjórum tók ákvörðun á kjördegi Einn af hverjum fjórum tóku ákvörðun um það á kjördegi hvern þau ætluðu að kjósa í forsetakosningunum 1. júní síðastliðinn. Þetta kom fram í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 6. til 12. júní. Innlent 12.6.2024 16:34
Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. Innlent 12.6.2024 15:39
Einn umdeildasti kennari landsins lætur af störfum Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari í Garðabæ mun ekki mæta til kennslu næsta haust. Tekist hefur samkomulag milli hans og Kristins Þorsteinssonar skólameistara að komið sé gott. Innlent 12.6.2024 15:27
Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Innlent 12.6.2024 15:08
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Innlent 12.6.2024 15:08
Þakklát fyrir spurningar íbúa og varpa nýju ljósi á framkvæmdir „Það er fullur skilningur að svona verkefni sem ekki hefur áður sést veki upp spurningar og áhyggjur og við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað.“ Innlent 12.6.2024 14:57
Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. Innlent 12.6.2024 14:09
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. Innlent 12.6.2024 14:06
Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. Innlent 12.6.2024 13:59
Hrottaleg árás á átján ára mann enn til rannsóknar Fólskuleg árás á átján ára mann á leið sinni heim úr útskriftarveislu í Árbæ í Reykjavík sunnudaginn 2. júní er enn til rannsóknar hjá lögreglunni. Innlent 12.6.2024 13:40
Bjarkey verði að sæta ábyrgð Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. Innlent 12.6.2024 13:23
Bætt skólaeldhús fyrir íslensk fjárframlög Ný og betri skólaeldhús sem greidd eru af íslensku þróunarfé hafa verið sett upp í tuttugu grunnskólum á Karamoja-svæðinu í Úganda undanfarna mánuði. Til stendur einnig að endurbæta rúmlega fimmtíu skólaeldhús til viðbótar á svæðinu áður en árið er liðið fyrir fjárframlög frá Íslandi. Innlent 12.6.2024 13:19
Fara í saumana á sendiherraskipunum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. Innlent 12.6.2024 12:54
Enok sakfelldur Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Innlent 12.6.2024 12:22
Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um að koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Innlent 12.6.2024 12:12