Innlent Olíuflutningabíll endaði utan vegar Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá. Innlent 6.12.2024 16:53 Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. Innlent 6.12.2024 16:44 Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. Innlent 6.12.2024 15:36 Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Alls leituðu 60 einstaklingar á bráðamóttöku Landspítalans í gær vegna hálkuslysa. Mikil hálka hefur verið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.12.2024 15:24 Engin endurtalning í Kraganum Niðurstaða skoðunar yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis á framkvæmd talningar eftir nýafstaðnar alþingiskosningar er sú að ekkert bendir til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis telur því ekki þörf á endurtalningu eða frekari staðfestingu niðurstaðna kosninganna. Innlent 6.12.2024 15:20 Tilnefningum til manns ársins rignir inn Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag. Innlent 6.12.2024 14:18 Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður. Innlent 6.12.2024 14:10 Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. Innlent 6.12.2024 14:02 Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Ráðherrar í starfstjórn styðja ákvörðun forsætisráðherra að leyfa hvalveiðar og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Formaður Framsóknarflokksins styður ákvörðunina og bendir á að ráðherrar hafi áður tekið ákvarðanir um hvalveiðar í öðrum starfsstjórnum. Innlent 6.12.2024 13:01 Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. Innlent 6.12.2024 12:30 Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Á mánudag mun Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni þann 15. september, hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun á mánudag hvort hann verði ákærður. Innlent 6.12.2024 12:24 Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. Innlent 6.12.2024 12:02 Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Tveir menn er grunaðir um að fremja rán í íbúð í Breiðholti á miðvikudag. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa, en ekki verður gerð krafa um gæsluvarðhald á hendur þeim. Innlent 6.12.2024 12:01 Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara. Innlent 6.12.2024 11:59 Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Í hádegisfréttum er fjallað um ákvörðun starfandi matvælaráðherra um að gefa út veiðileyfi á langreyð og hrefnu og rætt við hina ráðherrana í ríkisstjórninni sem hittust á fundi í morgun. Innlent 6.12.2024 11:39 Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu. Innlent 6.12.2024 11:34 „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. Innlent 6.12.2024 11:25 Landris virðist hafið að nýju Landris virðist hafið að nýju í Svartsengi og virkni í gosinu fer dvínandi. Náttúruvársérfræðingur segir kunnulegan fasa líklega að hefjast. Innlent 6.12.2024 11:18 Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Innlent 6.12.2024 10:54 Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Aukin rafleiðni mælist nú í Skálm og eru líkur á gasmengun við upptök og árfarvegi við Mýrdalsjökul. Annað hvort er um að ræða mjög lítið hlaup eða jarðhitaleka samkvæmt Jóhönnu Malen Skúladóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Innlent 6.12.2024 10:22 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. Innlent 6.12.2024 09:44 Árni Indriðason er látinn Árni Indriðason, menntaskólakennari og sagnfræðingur, er látinn, 74 ára að aldri. Innlent 6.12.2024 08:56 Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni. Innlent 6.12.2024 07:56 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. Innlent 6.12.2024 07:10 Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Foreldrar barna á ungbarnaleikskólanum Lundi eru upp til hópa ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum. Þeir telja að farið hafi verið offari í lýsingum fyrrverandi starfsfólks á samfélagsmiðlum. Innlent 6.12.2024 07:02 Jón Nordal er látinn Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. Innlent 6.12.2024 06:37 Handtóku tvo vopnaða menn Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglustöðvar 3 á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þeir reyndust bæði vopnaðir og grunaðir um vörslu fíkniefna. Innlent 6.12.2024 06:29 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. Innlent 5.12.2024 22:53 Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Innlent 5.12.2024 20:57 Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. Innlent 5.12.2024 19:22 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
Olíuflutningabíll endaði utan vegar Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá. Innlent 6.12.2024 16:53
Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. Innlent 6.12.2024 16:44
Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. Innlent 6.12.2024 15:36
Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Alls leituðu 60 einstaklingar á bráðamóttöku Landspítalans í gær vegna hálkuslysa. Mikil hálka hefur verið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.12.2024 15:24
Engin endurtalning í Kraganum Niðurstaða skoðunar yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis á framkvæmd talningar eftir nýafstaðnar alþingiskosningar er sú að ekkert bendir til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis telur því ekki þörf á endurtalningu eða frekari staðfestingu niðurstaðna kosninganna. Innlent 6.12.2024 15:20
Tilnefningum til manns ársins rignir inn Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag. Innlent 6.12.2024 14:18
Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður. Innlent 6.12.2024 14:10
Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. Innlent 6.12.2024 14:02
Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Ráðherrar í starfstjórn styðja ákvörðun forsætisráðherra að leyfa hvalveiðar og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Formaður Framsóknarflokksins styður ákvörðunina og bendir á að ráðherrar hafi áður tekið ákvarðanir um hvalveiðar í öðrum starfsstjórnum. Innlent 6.12.2024 13:01
Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. Innlent 6.12.2024 12:30
Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Á mánudag mun Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni þann 15. september, hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun á mánudag hvort hann verði ákærður. Innlent 6.12.2024 12:24
Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. Innlent 6.12.2024 12:02
Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Tveir menn er grunaðir um að fremja rán í íbúð í Breiðholti á miðvikudag. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa, en ekki verður gerð krafa um gæsluvarðhald á hendur þeim. Innlent 6.12.2024 12:01
Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara. Innlent 6.12.2024 11:59
Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Í hádegisfréttum er fjallað um ákvörðun starfandi matvælaráðherra um að gefa út veiðileyfi á langreyð og hrefnu og rætt við hina ráðherrana í ríkisstjórninni sem hittust á fundi í morgun. Innlent 6.12.2024 11:39
Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu. Innlent 6.12.2024 11:34
„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. Innlent 6.12.2024 11:25
Landris virðist hafið að nýju Landris virðist hafið að nýju í Svartsengi og virkni í gosinu fer dvínandi. Náttúruvársérfræðingur segir kunnulegan fasa líklega að hefjast. Innlent 6.12.2024 11:18
Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Innlent 6.12.2024 10:54
Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Aukin rafleiðni mælist nú í Skálm og eru líkur á gasmengun við upptök og árfarvegi við Mýrdalsjökul. Annað hvort er um að ræða mjög lítið hlaup eða jarðhitaleka samkvæmt Jóhönnu Malen Skúladóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Innlent 6.12.2024 10:22
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. Innlent 6.12.2024 09:44
Árni Indriðason er látinn Árni Indriðason, menntaskólakennari og sagnfræðingur, er látinn, 74 ára að aldri. Innlent 6.12.2024 08:56
Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni. Innlent 6.12.2024 07:56
Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. Innlent 6.12.2024 07:10
Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Foreldrar barna á ungbarnaleikskólanum Lundi eru upp til hópa ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum. Þeir telja að farið hafi verið offari í lýsingum fyrrverandi starfsfólks á samfélagsmiðlum. Innlent 6.12.2024 07:02
Jón Nordal er látinn Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. Innlent 6.12.2024 06:37
Handtóku tvo vopnaða menn Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglustöðvar 3 á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þeir reyndust bæði vopnaðir og grunaðir um vörslu fíkniefna. Innlent 6.12.2024 06:29
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. Innlent 5.12.2024 22:53
Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Innlent 5.12.2024 20:57
Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. Innlent 5.12.2024 19:22