Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. Erlent 17.3.2024 08:00 SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum. Erlent 16.3.2024 17:01 Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. Erlent 16.3.2024 16:01 Blindi krókódíllinn Albert fjarlægður úr sundlaug sinni Lögregluþjónar í New York-ríki í Bandaríkjunum lögðu í vikunni hald á 340 kílóa krókódíl sem maður í ríkinu hélt ólögleg í bakgarði sínum. Maðurinn hafði útbúið sundlaug fyrir krókódílinn, sem heitir Albert, og sagður hafa leyft fólki og börnum að fara út í vatnið með dýrinu. Erlent 16.3.2024 13:37 Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. Erlent 16.3.2024 12:25 Mýs éta lifandi fugla á afskekktri eyju Frá því mýs voru fyrst fluttar til Marioneyju, sem liggur mitt milli Suður-Afríku og Suðurskautsins, hafa þær fjölgað sér gífurlega. Breytt veðurfar og hlýindi hafa aukið á fjölgun músa og er ástandið á eyjunni orðið verulega slæmt. Erlent 16.3.2024 09:47 Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. Erlent 15.3.2024 23:32 Sorgardagur í Odessa Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. Erlent 15.3.2024 21:27 „Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. Erlent 15.3.2024 10:15 Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Erlent 15.3.2024 09:20 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. Erlent 15.3.2024 07:25 Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. Erlent 15.3.2024 07:00 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. Erlent 15.3.2024 06:41 Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. Erlent 14.3.2024 23:00 Fær sekt fyrir að keyra réttindalaus 103 ára gömul Ítalska lögreglan hefur sektað 103 ára gamla konu sem var nöppuð við að keyra að næturlagi með útrunnið ökuskírteini. Erlent 14.3.2024 20:39 Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Erlent 14.3.2024 19:33 Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Erlent 14.3.2024 18:37 Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. Erlent 14.3.2024 16:25 Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02 Vilja fá saksóknara til að rannsaka Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings standa nú frammi fyrir því að tilraunir þeirra til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir meint embættisbrot muni misheppnast. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að Biden hafi brotið af sér í starfi og þau atkvæði þingmanna sem þarf til að ákæra hann. Erlent 14.3.2024 13:01 Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Erlent 14.3.2024 10:30 Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23 Ísraelsher braut alþjóðalög þegar skotið var á hóp blaðamanna Ísraelsher braut alþjóðalög í Líbanon í fyrra þegar skriðdreki skaut á hóp af einstaklingum sem voru bersýnilega merktir sem blaðamenn. Blaðamaður Reuters lést og sex særðust. Erlent 14.3.2024 08:04 Tusk hyggst skipta út 50 sendiherrum hægristjórnarinnar Stjórnvöld í Póllandi hafa afturkallað 50 sendiherra sína í viðleitni til þess að bæta alþjóðleg samskipti á viðsjárverðum tímum. Utanríkisráðuneytið segir aðgerðina nauðsynlega og utanríkisþjónustuna verða faglegri fyrir vikið. Erlent 14.3.2024 06:56 Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. Erlent 13.3.2024 21:57 Handteknir fyrir að fella tré sem leiddi til dauða Þrír menn hafa verið handteknir í Sorø á Sjálandi í Danmörku fyrir að hafa fellt tré sem hafnaði á bíl 55 ára manns með þeim afleiðingum að hann lést. Erlent 13.3.2024 21:32 Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. Erlent 13.3.2024 16:18 TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. Erlent 13.3.2024 15:15 „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Erlent 13.3.2024 13:52 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. Erlent 13.3.2024 11:41 « ‹ 73 74 75 76 77 78 79 80 81 … 334 ›
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. Erlent 17.3.2024 08:00
SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum. Erlent 16.3.2024 17:01
Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. Erlent 16.3.2024 16:01
Blindi krókódíllinn Albert fjarlægður úr sundlaug sinni Lögregluþjónar í New York-ríki í Bandaríkjunum lögðu í vikunni hald á 340 kílóa krókódíl sem maður í ríkinu hélt ólögleg í bakgarði sínum. Maðurinn hafði útbúið sundlaug fyrir krókódílinn, sem heitir Albert, og sagður hafa leyft fólki og börnum að fara út í vatnið með dýrinu. Erlent 16.3.2024 13:37
Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. Erlent 16.3.2024 12:25
Mýs éta lifandi fugla á afskekktri eyju Frá því mýs voru fyrst fluttar til Marioneyju, sem liggur mitt milli Suður-Afríku og Suðurskautsins, hafa þær fjölgað sér gífurlega. Breytt veðurfar og hlýindi hafa aukið á fjölgun músa og er ástandið á eyjunni orðið verulega slæmt. Erlent 16.3.2024 09:47
Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. Erlent 15.3.2024 23:32
Sorgardagur í Odessa Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. Erlent 15.3.2024 21:27
„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. Erlent 15.3.2024 10:15
Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Erlent 15.3.2024 09:20
Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. Erlent 15.3.2024 07:25
Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. Erlent 15.3.2024 07:00
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. Erlent 15.3.2024 06:41
Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. Erlent 14.3.2024 23:00
Fær sekt fyrir að keyra réttindalaus 103 ára gömul Ítalska lögreglan hefur sektað 103 ára gamla konu sem var nöppuð við að keyra að næturlagi með útrunnið ökuskírteini. Erlent 14.3.2024 20:39
Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Erlent 14.3.2024 19:33
Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Erlent 14.3.2024 18:37
Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. Erlent 14.3.2024 16:25
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02
Vilja fá saksóknara til að rannsaka Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings standa nú frammi fyrir því að tilraunir þeirra til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir meint embættisbrot muni misheppnast. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að Biden hafi brotið af sér í starfi og þau atkvæði þingmanna sem þarf til að ákæra hann. Erlent 14.3.2024 13:01
Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Erlent 14.3.2024 10:30
Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23
Ísraelsher braut alþjóðalög þegar skotið var á hóp blaðamanna Ísraelsher braut alþjóðalög í Líbanon í fyrra þegar skriðdreki skaut á hóp af einstaklingum sem voru bersýnilega merktir sem blaðamenn. Blaðamaður Reuters lést og sex særðust. Erlent 14.3.2024 08:04
Tusk hyggst skipta út 50 sendiherrum hægristjórnarinnar Stjórnvöld í Póllandi hafa afturkallað 50 sendiherra sína í viðleitni til þess að bæta alþjóðleg samskipti á viðsjárverðum tímum. Utanríkisráðuneytið segir aðgerðina nauðsynlega og utanríkisþjónustuna verða faglegri fyrir vikið. Erlent 14.3.2024 06:56
Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. Erlent 13.3.2024 21:57
Handteknir fyrir að fella tré sem leiddi til dauða Þrír menn hafa verið handteknir í Sorø á Sjálandi í Danmörku fyrir að hafa fellt tré sem hafnaði á bíl 55 ára manns með þeim afleiðingum að hann lést. Erlent 13.3.2024 21:32
Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. Erlent 13.3.2024 16:18
TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. Erlent 13.3.2024 15:15
„Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Erlent 13.3.2024 13:52
Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. Erlent 13.3.2024 11:41